Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 39

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 39
37 Stefán Jónsson Að slá menn í blómagarða æri Guðmundur. Áður en ég fer úr bænum, vil ég rifja upp fyrir þér samninginn, sem við undirrituðum í morgun. Að þeim atriðum slepptum, sem varða skattstofuna sérstaklega, er hann svohljóðandi: Stefán Jónsson tekur að sér að skrifa bók, sem ekki verði styttri en 160 blaðsíður og afhenda nefndum Guðmundi hand- ritið til prentunar ekki síðar en 15. september 1961. Stefán Jónsson tekur að sér að lesa eina próförk af bókinni. Reykjavík 2. júlí 1961. sign. í fyrramálið legg ég af stað í efnisleit fyrir Ríkisútvarpið, norður og vestur um land. Af gamalli reynslu veit ég, að ég mun hvorki hafa tíma né sálarþrek aflögu til að hugleiða þenn- an samning okkar næstu vikurnar. Pað vil ég að þú vitir líka. Nú mátt þú alls ekki stökkva upp að hálflesnu bréfinu og brigzla mér um þau firn, að ég undirbúi nú samdægurs svik á samningi okkar. Að ég ætli sennilega að skjóta mér undan prófarkalestrinum. Slíkt væri brosleg ásökun. En af hinu hef ég áhyggjur, að við skyldum ekki taka fram í samningnum, um hvað þessi bók ætti að vera. Ég hef hugsað málið, síðan ég kom heim, og ekki komizt að niðurstöðu. Ég vildi biðja þig að hugleiða þetta, og ef þér skyldi skjóta upp einhverskonar bókarefni í þanka, að hripa mér línu, eða senda mér skeyti. Og umfram alla muni, láttu þetta ekki dragast, því tíminn er naumur. Þinn einlægur. Ég flaug til Akureyrar að morgni 3. júlí og hitti þar félaga minn Jón Sigurbjörnsson með bifreið sína og upptökutækin. Hann hafði verið við hljóðritun á Landsmóti Ungmennafé- lags íslands að Laugum ásamt Sigurði Sigurðssyni innheimtu- stjóra. Á Laugum voru samankomin 9000 ungmenni. Sex hundruð kepptu í íþróttum. Átta þúsund og fjögur hundruð drukku sig útúr á laugardagskvöldið. Á sunnudag hylltu þau Jónas Jóns- son sérstaklega. Auk íþrótta og fyrrgreindrar skemmtunar voru ræðuhöld, en milli þeirra stunduðu unglingarnir ástalíf í heilnæmu útiloft- inu. Ekki veit ég hver hefur fundið upp þá meginlygi að andi Ungmennahreyfingarinnar sé með öllu blásinn í hafsauga af Is- landi. Slefán Jónsson. Útskr. 1942. Var lengi frétta- maður ríkisútvarpsins og síðar Alþingismað- ur. Hefur skrifað fjölda bóka, frásögur, við- talsbækur og veiðibækur. Einnig ritað mikið af greinum og frásögnum í blöð og tímarit. Þátt- urinn sem hér kallast: Að slá menn í blóma- garða er upphafskafli bókarinnar Krossfiskar og brúðurkarlar sem út kom 7961. Mynd eftir Árna Elfar. Við höfðum skamma dvöl á Akureyri en sannreyndum þó eldri sagnir um að Akureyringar taki öðrum landsmönnum fram á ýmsa lund. Mér hefur ávallt þótt býsna fallegt á Akureyri, og ég hef aldrei dvalizt þar nógu lengi til þess að geta tekið afstöðu til orðrómsins um að þar sé leiðinlegt. Sumir þeirra, sem hæst hafa um leiðindi sín á Akureyri eru enda þess háttar menn, að ég vildi gjarnan setjast þar að sem þeir eiga ekki langar setur í plássi. Dómar um náttúrufegurð og unaðssemdir byggðarlaga eru jafnan grundaðir á hæpnum forsendum. Einn er sá staður á Norðurlandi, sem ég heyrði engan hrósa fyrr en 9. maí í hittifyrra. Daginn man ég vegna þess, að það bar upp á afmælið mitt, að ég hitti mann, sem staðhæfði að sér þætti fallegt á Raufarhöfn. Hann var uppalinn í þorpinu. Ég kom til Raufarhafnar í fyrrasumar, rétt um sólstöðurnar og átti þar þriggja dægra dvöl. Undir miðnættið, þegar klapp- irnar urðu að gulli og skuggarnir milli þeirra að íbenholti, þótti mér líka fallegt á Raufarhöfn. Náttúrufegurð er mjög háð veðráttu. Par næst hugarástandi skoðandans. Ég hef lesið blaðagrein eftir heimsfrægan náttúrudýrkanda, sem fannst ákaflega ljótt í Mývatnssveit. Hann hafði verið þar daglangt í þokusudda - allmjög timbraður. Og hvað sem öðru líður, þá taka Akureyringar flestum ís- lendingum fram í starfsemi sinni. Þeir hafa með mikilli elju- semi gert kaupstaðinn að fegurstu mannabyggð á landinu. Ef ekki væru skrúðgarðar og grængresi að máluðum húsveggjum, myndi þessi bólstaður í brekku mót austri við Dumbshaf norður, vera óyndislegt þorp þrátt fyrir allan sumarskrúða Vaðlaheiðar. Ef eins myndarlega hefði verið að unnið í Reykjavík væri sá bær nú meðal fegurstu höfuð borga í heimi. í ræktun andans hefur þeim tæpast gengið jafn vel, en mér segja kunnugir að þar nyrðra hafi menn lagt hart að sér að búa til sérstæðan Akureyrarkúltúr. Sjálfur þykist ég hafa heyrt hans nokkurn vott í málfari, íðil hátíðlegu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.