Hermes - 01.12.1988, Page 42

Hermes - 01.12.1988, Page 42
40 Snorri Þorsteinsson Fyrstu nítján árin að Bifröst í Norðurárdal Samvinnuskólinn fluttist að Bifröst í Norðurárdal haustið 1955 og var settur þar í fyrsta sinn laugardaginn 22. október af nýjum skólastjóra, sr. Guðmundi Sveinssyni. Þessi flutningur olli gertækri breytingu á skólanum. Hann breyttist úr dagskóla, sem var í nánu sambýli við aðalstöðvar samvinnuhreyflngarinnar í höfuðborginni og varð heima- vistarskóli í sveit, sem þótt hún lægi við alfaraleið milli Norður- og Suðurlands, var nokkuð afskekkt og ekki í neinum beinum tengslum við slagæðar viðskiptalífsins. Skipulag skólans tók breytingum. Námstími lengdist úr einum vetri í tvo, en því fylgdi veruleg aukning á námsefni. Nemendur síðasta ársins í Reykjavík höfðu lokið námi og komu því ekki til náms að Bifröst. Enginn úr starfsliði skólans syðra réðist til starfa á nýja staðnum, heldur komu þar til nýir menn. Því fluttust hefðir skólans í Reykjavík ekki til Bifrastar, heldur urðu til nýjar, smátt og smátt. Nýrra fyrir- mynda var leitað að skipulagi skólans og námsframboði og unnið að því að koma til móts við kröfur breyttra tíma og nýrrar tækni. Mikilvægi félagslífs jókst verulega við það, að skólinn varð ekki einungis náms- staður, heldur heimili nemenda meðan á skóladvöl stóð. Því má með nokkrum rétti segja, að þarna væri að verulegu leyti mótuð ný menntastofnun, nýr stofn á gamalli rót, sem nærðist og sótti lífs- magn til hugsjóna og lífsviðhorfa sam- vinnumanna. Nýtt starf á gamalli rót Rétt er að vekja athygli á því, að haustið 1955 voru möguleikar og aðstaða til framhaldsmenntunar allt aðrir og tak- markaðri en verið hefur nú urn langt skeið. Á viðskiptasviði voru aðeins tveir skólar, Samvinnuskólinn og Verslunar- skóli íslands. Verslunarskólinn brautskráði nem- endur með verslunarprófi eftir fjögurra ára nám og síðan átti takmarkað úrval nemenda, sem því piófi hafði lokið, kost á tveggja ára námi til stúdentsprófs. Síðustu árin í Reykjavík hafði Sam- vinnuskólinn einungis verið eins vetrar skóli, en nokkrum góðum nemendum var árlega boðið upp á hagnýtt fram- haldsnám hjá fyrirtækjum samvinnu- manna. Var þar verið að feta í fótspor samvinnuskóla á öðrum Norðurlöndum, sem þegar hér var komið voru orðnir lokaðir skólar fyrir starfsmenn hreyfing- arinnar og byggðu starfsemi sína að mestu á lengri eða skemmri námskeið- um. Þetta var að sjálfsögðu vegna þess, að í þessum löndum var hin almenna framhalds og viðskiptamenntun komin lengra á veg en hérlendis. Skólinn stóð á gömlum merg nærri II Snorri Þorsteinsson var um langt skeið kennari í Bifröst og yfirkennari í mörg ár. Hann er nú fræðslustjóri á Vesturlandi. fjörutíu ára starfs sem foringjaskóli sam- vinnuhreyfingarinnar undir forystu Jón- asar Jónssonar og segja má, að með flutningi hans í sveit og breytingu í heimavistarskóla hafi verið unnið í anda þeirrar stefnu, sem Jónas hafði sem ung- Veitingaskáli i smiðum i hrauninu í Norðurárdal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.