Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 48
46
hagfræði, vörufræði, búðarstörf, skrif-
stofustörf, verslunarréttur, auglýsinga-
gerð, viðskiptareikningur og fundastjórn
og ræðumennska) sem var um það bil
helmingur, ef miðað er við fjölda
kennslustunda.
Tungumálakennsla var í höfuðatrið-
um með hefðbundnum hætti, þó með
þeim frávikum, sem nýmæli voru á þeim
tíma, að fengnir voru erlendir kennarar
til þess að þjálfa heyrn og tal nemenda á
hinu erlenda máli. Síðar þokaðist
kennslan meira í átt til hinnar svonefndu
„beinu“ aðferðar, kennslan fór að miklu
leyti fram á málinu sjálfu. I ensku var
einnig kennd ritun verslunarbréfa og
notkun orðaforða viðskiptamálsins.
Af hinum almennu greinum var menn-
ingarsagan sérstæðust og á ýmsan hátt
umdeildust meðal nemenda. Þar var
fjallað um lista trúar og hugmyndasögu
mannkyns frá öllum öldum og heims-
hlutum. Var bóknámi fylgt eftir með
kynningu í myndum og tónum á arfi
mannkyns í tónlist, myndlist og bygg-
ingalist. Auk þess lásu nemendur sem
ítarefni þætti úr ýmsum þekktustu trúar
og heimspekiritum til frekari skýringar.
I íslensku var áhersla lögð á bók-
menntir þjóðarinnar og sögu þeirra,
tengsl bókmennta og sögu og gagnkvæm
áhrif þróunar þjóðfélags og bókmennta.
Samvinnusaga fjallaði um upphaf, vöxt
og viðgang samvinnuhreyfingar hérlend-
is og erlendis.
Af viðskiptagreinum var bókfærsla
fyrirferðarmest og var þar tekin upp
kennsla í Taylorix-bókhaldi, sem var
undanfari þess tölvuvædda bókhalds,
sem nú er allsráðandi.
Fyrstu árin kom stór hluti nemenda í
skólann án þess að hafa lært nokkuð í
vélritun. Það breyttist þó er á leið. Með-
al námsefnis í þeirri grein var uppsetning
og frágangur bréfa og skýrslna og ýmis
tæknileg atriði er það snertir. Hagfræði
var skipt í tvennt, þjóðhagfræði og
rekstrarhagfræði. í þjóðhagfræði var
fjallað um grundvallaratriði hagfræðinn-
ar svo og um íslenskan þjóðarbúskap.
Rekstrarhagfræðin, sem var í upphafi
kennd í Samvinnuskólanum einum skóla
utan Háskólans fékkst við hin rekstrar-
legu lögmál viðskipta og var því sérlega
hagnýt þeirn er hugðu á stjórnun eða
forstöðu rekstrar. I viðskiptareikningi
var hins vegar fengist við hversdagslegri
og nærtækari verkefni s.s. verðútreikn-
ing og notkun og meðferð hvers konar
viðskiptaskjala.
Þá má einnig geta um leiðsögn í búðar-
störfum, útstillingum og gerð auglýs-
inga, en mikið var gert til þess að geta
sinnt þeim þætti með góðum árangri. Þá
var og kennd skjalavarsla og grundvall-
aratriði almennra skrifstofustarfa, einn-
Nemendur i kynnisferb til Akureyrar 1957.