Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 49
47
Kennarar ab Bifröst iaust ettir 1960. Fyrir framan sitja Cunnar Grímsson og Gubmundur Sveins-
son, skólastjóri. Fyrir aftan eru: Vilhjálmur Einarsson, Snorri Þorsteinsson og Hörbur Haralds-
son.
ig helstu atriði í verslunarrétti.
Að lokum skal drepið á fundarstjórn
og fundarreglur og frumatriði ræðu-
mennsku, en skólinn bauð upp á kennslu
í þeirri grein löngu á undan nokkrum
öðrum skóla og var hún hagnýt undir-
staða í málfunda og félagsstarfi nem-
enda.
I þessu fáorða yfirliti um námsgreinar
skólans er stiklað á stærstu atriðum og
ekki minnst á margt, sem fitjað var upp á
til tilbreytingar og í tilraunaskyni, né það
starf, sem unnið var við samningu náms-
bóka og gerð ýmissa verkefna til frekari
þjálfunar og stuðnings í námi. Ekki er
heldur fjallað um þá aðkomumenn, sem
komu til liðs við heimamenn á þeim vett-
vangi, er þeim lét betur og höfðu meiru
að miðla.
Segja má, að smæðin hafi á vissan hátt
verið skólanum nokkurt vandamál þar
sem fámennur hópur kennara þurfti að
annast kennslu í greinum, sem þeir urðu
á vissan hátt að kenna með samviskunn-
ar mótmælum, þar sem þeim þótti sem
þeir hefðu ekki þann grundvöll þekking-
ar, sem nauðsynlegur var til þess að geta
kennt eins og sá sem valdið hafði. I þessu
efni mun þó þessi skóli og kennarar hans
hafa deilt örlögum með fleiri skólum á
landsbyggðinni. Hins vegar hafði fá-
mennið ýmsa kosti. Pað bauð upp á nán-
ari kynni kennara og nemenda en orðið
hefði í fjölmennari hópi og þjappaði
starfsliði fastar saman. A staðnum
tengdust óvenjulega traust vináttubönd,
ekki aðeins milli nemenda innbyrðis,
heldur einnig milli nemenda og kennara
og annarra starfsmanna skólans. Máske
er það efst í huga, þegar Bifröstungar líta
til baka.
Endurmenntun
Ekki má láta undan falla að geta um
þann þátt í starfi skólans fyrstu Bifrastar-
árin, sem beindist að því að sinna þörf
samvinnufélaganna á endurmenntun
fyrir starfslið sitt. Vorið 1956 voru haldin
tvö vikunámskeið, annað fyrir búðarfólk
en hitt fyrir skrifstofufólk. Þátttakendur
voru samtals 69 á báðum námskeiðum.
Vorið eftir voru aftur haldin tvö sams-
konar námskeið. í þeim tóku þátt 26
starfsmenn. 1959 var farið af stað með
verslunarnám fyrir starfandi deildar-
stjóra og afgreiðslufólk. Var gert ráð fyr-
ir tveimur vornámskeiðum, tíu daga
fyrra árið og fjögurra vikna hið síðara,
voru þau tengd saman með bréfanámi,
sem kennarar skólans sáu um. Nám
þetta hófu 25 nemendur fyrra vorið en 10
luku prófum að loknu bréfanámi og
Rannveig Haraldsdóttir. Útskr. 1963.
Stúdent af félagsfræbibraut Fjölbrauta-
skólans í Breibholti 1984. Var blabamabur
um langt skeib en er nú skrifstofumabur í
Reykjavík. Hafib var prentab i 1. tbl.
Hermesar 1963.
Mynd eftir Árna Elfar.
Rannveig Haraldsdóttir
Hafið
Votar götur dn mannci
sofandi hús
þögnin eflir daprar hugsanir
úr fjarska greinist niður hafs
ólgandi en drungalegur.
Hafið:
þrd - einmanaleiki
gnauð þess drekkir hinu liðna
eftir situr Ijúfsdr minning
hjúpuð þoku gleymskunnar
Hve unaðslegt
um dimmar ncetur
að ganga niður í fjöru
Fyrir dögun flytur hugurinn
frd sorginni til hafsins.