Hermes - 01.12.1988, Page 51
49
Guðrún Sigurjónsdóttir
Góðan granna
er gott heim að sækja
að var árið 1955 sem Samvinnuskólinn var fluttur úr
Sambandshúsinu og að Bifröst í Norðurárdal. Skól-
ans var beðið með vissri eftirvæntingu í sveitinni eins
og alltaf þegar von er á nýjum nágrönnum. Hvernig myndi
hann reynast og hvað myndi hann láta af sér leiða? Eftir öll
þau ár sem Samvinnuskólinn hefur verið að Bifröst er svarið
enn það sama; skólinn hefur alltaf reynst nágrönnum sínum
mjög vel og er og var strax frá byrjun stór þáttur í lífi sveitar-
innar.
Fyrstu stjórnendur Samvinnuskólans að Bifröst tóku
strax í upphafi mjög jákvæða stefnu gagnvart íbúum dalsins
og komu í veg fyrir að skólinn einangraðist. Þau ásamt öðru
starfsfólki skólans tóku þátt í öllu félagslífi sveitarinnar og
samrýmdist vel. Það sem skapaði mikla festu í sambýlinu
var hve litlar breytingar voru á starfsfólki skólans. Mér er
óhætt að segja að það er mjög sérstakt hve vel hefur tekist
til með samskipti Bifröstunga og Norðdælinga. Auk þess að
vera virkir þátttakendur í skemmtunum hafa starfsmenn að
Bifröst átt sæti í hreppsnefnd og fleiri nefndum innan sveit-
arinnar. Þrátt fyrir oft ólík viðhorf Bifröstunga og Norð-
dælinga hefur aldrei fallið skuggi á samstarf skólans og
sveitarinnar.
Frá upphafi skólans að Bifröst hafa nemendur boðið
Norðdælingum til Fullveldishátíðar þar sem gestir hafa set-
ið veislu. horf á skemmtiatriði og dansað fram eftir nóttu.
Nemendur hafa alltaf vandað mikið til þessarar árlegu há-
tíðar og lagt mikla vinnu á sig við að búa hana sem best úr
garði. Norðdælingar hafa líka fjölmennt á skemmtunina og
notið hennar vel.
Gubrún Sigurjónsdóttir.
Útskr. 1984.
Tók síban stúdentspróf írá framhaldsdeild
Samvinnuskólans 1987 og starfar nú
á skrifstofu Kf. Borgfirbinga.
Þetta eru að mestu leyti einu tengsl nemenda og Norð-
dælinga þó vissulega séu undantekningar á því. Nemendur
hafa til dæmis oft leitað til nágrannanna og fengið að láni
hitt og þetta, svo sem hey til að geta haldið hlöðuball, orf og
ljá og ýmsa gamla muni til að skreyta með fyrir þorrablót,
kindur og hænur fyrir skemmtiatriði á kvöldvökum og
margt fleira.
Fjölskyldan á Hrebavatni. Fremri röb f.v.: Daníel Kristjánsson, Sigur-
laug Daníelsdóttir og Gestur Kristjánsson. Aftari röb: Reynir Ásberg,
Ingimundur Kristjánsson, Haukur Kristjánsson, Magnús Kristjánsson og
Þórbur Kristjánsson.
Margt gott fólk hefur starfab í Bifröst m.a. margir íbúar Norburárdals.
Hérer hluti starfslibsins í vetur.