Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 63

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 63
61 fyrir að þetta skyldi ekki hafa verið Ieyft meðan hún var í skólanum. „Já, þannig snerust þau yfirleitt, eftir að þau voru farin. Þá fannst þeim þetta gott og sjálfsagt, og voru allra manna reiðust ef einhvers staðar var slakað á. En við vildum hafa menningarlegan blæ á skóla- heimilinu. Við ákváðum strax að allt skyldi líta vel út og vera þokkalegt. Annað sem við ákváðum líka alveg í upphafi var að hafa góð samskipti við sveitungana. Þá datt okkur í hug að halda nágrönnunum veislu 1. desember ár hvert. Og það var engin spurning í okkar huga: Ef við höldum veislu, þá höldum við veislu. Það verður að vera það besta og fínasta, hugsuðum við með okkur. Það kom meira að segja fyrir að við fengum kokka til að hjálpa okkur, svo að þetta gæti orðið verulega fín veisla, og ekkert til sparað. Við létum Sambandið borga fyrir hvern einasta gest. Það lenti aldrei á nemendunum, þó þeir héldu það lengi vel. En nemendurn- ir sáu um skemmtiatriðin. Ég lagði mikið upp úr því að gestir sem að garði bar, bílstjórar, fólk sem leitaði heim að Bifröst undan veðri, eða hvað það nú var, það fengi veitingar og viður- gjörning, líkt og það hefði fengið á hverj- um öðrum sveitabæ. Til þess höfðum við auðvitað risnu. Guðmundur gerði undir eins grein fyrir því, að við vildum hafa risnu, þannig að þessir hlutir lentu aldrei á nemendunum. Ég þekkti það sjálf annars staðar frá, að kæmi einhver á skólastað var ekki hirt um að bjóða í bæ eða bera honum hress- ingu. En ef það kom maður á sveita- heimili var ekki við annað komandi en ganga til stofu og þiggja fínustu veiting- ar. Ég sagði við sjálfa mig: Af hverju skyldi þetta heimili hér ekki geta séð um að fólki sé boðið inn, og að það fái kaffi - eða mat ef þannig stendur á? Ég er enn að hitta fólk sem segir: „Ég man þegar ég kom að Bifröst, hvað ég fékk góðar móttökur." En þannig vild- um við líka hafa það. Við vildum að þetta væri rausnarheimili, já, heimili en ekki stofnun. Umfram ailt: „ekki stofnun", segir Guðlaug með áherslu. „Það er allt í lagi, og getur verið ágætt, að hjón taki að sér svona verkefni eins og við Guðntundur gerðum saman, að vera skólastjóri og húsmóðir. En þau mega ekki vera illgjörn. Það er alveg skilyrði. Þá gætu þau æst hvort annað upp óend- anlega út af smámunum og eyðilagt allt saman. Fólk verður að vera góðgjarnt. 2 Þórir Páll Guöjónsson var um árabil kennari á Bifröst. Hann er nú kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borg- arnesi. - Þórir Páll og Helga voru auk þess bæði nemendur við skólann á sínum tíma. En það er eins og ég sagði áðan: Þetta var engin dyggð hjá mér að ef ég væri ill- gjörn væri þetta ekki heimili, heldur sundrað samfélag og guð má vita hvar það lendir. Þau halda að þetta hafi verið mín góðmennska, en svona var það nú. Ég er ekki að segja, að ég sé neitt ill- fygli,“ - og nú verður Guðlaug kímileit og kankvís. „En svona var þetta. Ég reyndi að hugsa stórt, ekki vera smá- smuguleg." Og hún er orðin alvarleg aftur. „En nýir siðir koma með nýjum herrum. Fyrsta árið eftir að við fórum tók Helga Karlsdóttir, kona Þóris Páls2 að sér húsmóðurstarfið. Eftir fyrsta árið bauðst henni svo annað starf við Jóhanna G. Erlingsson Sál mín Sál mín er sem dúfan hvíta, blíð, hljóð lotningarfull. Sál mín ersem moldin mjúka, mögnuð, frjó gróandi. Sál mín er sem lindin tœra, hrein, streymandi uppspretta. Sál mín er sem hafið bláa, djúp, kyrr dulúðug. Sál mín er sem hvolfið víða, ósýnileg, ósnertanleg óendanleg. Sál mín er sem eldur heitur ólgandi, skírandi eyðandi. Sál mín er sem örninn fleygur, upphafin, voldug vængjuð. Sál mín er sem Guð sjálfur óskýranleg, óeiginleg almáttug. Sál mín ersem alvitund alsköpuð, alvitur algleymi. Sál mín, ó sál mín! Hví er ég eigi sem þú? skólann, sem hún hafði meiri hug á. Þar með var starf húsmóður að Bifröst lagt niður.Einhvern veginn var það svo að það þótti ekki þess virði að halda því áfram. En þá voru líka komnir nýir siðir og nýir tímar. Það verður líka að líta á það.“ Kannski eru það réttu lokaorðin. Nú eru fjórtán ár liðin síðan Guðmundur skólastjóri brautskráði sína síðustu nem- endur frá Bifröst, fjórtán ár frá því að Guðlaug lét af húsmóðurhlutverkinu að Bifröst. Þar með lauk kapítula í sögu skólans. Blaði var snúið og nýr kafli hófst; nýir tímar. Við Guðlaug fáum okkur meira kaffi upp á það. Jóhanna C. Erlingsson. Útskr. 1949. Skrif- stofumaður í Reykjavík. Hefur tekið þátt í ýmiskonar félagsstörfum. Hún hefur ort talsvert af Ijóðum og söngtextum. Ljóðið Sál mín hefur ekki birst áður. Mynd eftir Eggert Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.