Hermes - 01.12.1988, Side 65

Hermes - 01.12.1988, Side 65
63 Núverandi nemendur Framhaldsdeildar i kennslustund, en þetta verða líka síðustu nemendur deildarinnar. halda uppi fjölbreyttu kennslustarfi með viðeigandi kennslutækjakosti. Af sömu sökum hefur félagslíf nemenda verið lítið, enda aðstaða öll léleg til slíks í skólahúsnæðinu. Kennsla í svona litlum skóla hlýtur að mestu að byggjast á stundakennslu. Yfir- leitt höfum við verið heppin með kennslukrafta, en það breytir ekki þeirri staðreynd að stundakennarar telja sig að öðru jöfnu ekki hafa sömu skyldum að gegna gagnvart skóla og nemendum og kennarar sem hafa kennslu að aðalstarfi. Af þeim sökum verður samband nem- enda og kennara minna en æskilegt væri. Einnig eru tíðari mannaskipti meðal stundakennara en fastráðinna kennara, og hlýtur það að teljast óæskilegt. Ekki má svo glevma því að grunnskól- inn, þ. e. a. s. skólinn að Bifröst, er í 150 km fjarlægð frá Framhaldsdeildinni í Reykjavík. Þetta atriði er ákaflega mikil- vægt, og þrátt fyrir góðan vilja skóla- stjóra að Bifröst og tíðar heimsóknir í Framhaldsdeildina, þá hefur verið erfitt að líta á þessar tvær deildir sem eina skólaheild. Vegna fjarlægðarinnar hefur einnig verið allt of lítið samband milli kennara beggja skóladeildanna. Eins og flestum er kunnugt hafa verið miklar hræringar í hinu íslenska skóla- kerfi undanfarið og ákafar umræður um hvert skuli stefna í skólamálum landsins. Samvinnuskólinn hefur ekki farið var- hluta af þessu og hefur mikið verið rætt um framtíð hans en skoðanir verið skipt- ar um hvert stefna skuli. Síðustu árin þótti ljóst að framtíð skólans að Bifröst yrði í hættu ef ekki yrðu gerðar breyting- ar á námsfyrirkomulagi. Stafaði þetta m. a. af því að fjöldi skóla um allt land var farinn að bjóða svipaða námsmögu- leika og buðust að Bifröst. Þótti sýnt að smám saman hlyti aðsókn að skólanum að minnka við óbreyttar aðstæður. Var þá gripið til þess ráðs að „hækka“ skól- ann upp um tvö ár. Undanfarna tvo vet- ur hefur því verið kennt nokkurn veginn „samsíða" bæði að Bifröst og í Fram- haldsdeildinni í Reykjavík, þ.e. námi á báðum stöðum lauk með stúdentsprófi eftir tveggja ára nám. Jafnframt þessu vareinnig talað um að „hækka" Framhaldsdeildina eftir að síð- ustu stúdentarnir vrðu útskrifaðir þaðan. Nú hefur, eins og kunnugt er, verið ákveðið að gera enn róttækari breytingar á skólanum og flytja alla starf- semi hans til Bifrastar. Afleiðing þess er því sú. að starfsemi Framhaldsdeildar- innar í Reykjavík kemur til með að ljúka vorið 1989, þegar síðustu stúdentarnir verða brautskráðir þaðan. Á sínum tíma var Framhaldsdeildin sett á laggirnar til að opna nemendum frá Bifröst leið til frekari menntunar og náms á háskólastigi. Rétt þótti að deildin starfaði í Reykjavík, því menn töldu að erfitt yrði að bjóða nemendum fullnægj- andi kennslu til stúdentsprófs að Bifröst í hinum ýmsu námsgreinum. Undirritað- ur er þeirrar skoðunar að þessi rök séu enn í fullu gildi. Miðað við stærð skólans að Bifröst og stöðugildi slíks skóla hlýtur að verða ákaflega erfitt að halda uppi fullnægjandi kennslu miðað við þær kröfur sem hljóta að verða gerðar til skóla sem býður upp á kennslu á há- skólastigi. Einnig er öll aðstaða til rann- sókna að sjálfsögðu afar takmörkuð þar. Revnslan á auðvitað eftir að skera úr um hvernig til tekst. Framhaldsdeildin mun, eins og áður var minnst á, ljúka starfsemi sinni á vori komanda. Eins og stofnun hennar var eðlileg á sínum tíma, má líka segja að hún hafi lokiö því hlutverki sem henni var ætlað að sinna, vegna gjörbreyttra aðstæðna í skólamálum almennt. Deild- in sinnti brýnni þörf og hagsmunum Samvinnuskólanemenda þegarþeir rák- ust á múra skólakerfisins. Nú hafa þessir múrar allir verið rofnir og nemendur á flestöllum skólastigum geta nú án hindr- ana í kerfinu haldið áfram á þeim náms- brautum sem þeir hafa hug á að velja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.