Hermes - 01.12.1988, Síða 70

Hermes - 01.12.1988, Síða 70
68 / kennslustund haustið 1988. Verslun hefur verið rekin í Samvinnuskólanum frá 1943 og heitir auð- vitað Kaupfélag Samvinnuskólans. Kaupfélagið starfar enn og á hverju ári er kosinn kaupfélagsstjóri úr hópi nemenda. Þessi mynd er nokkurra ára gömulog sýnir Þorstein Húnbogason viðafgreiðslu fyrir fullribúð. Að Bifröst er fólk á öllum aldri og mikið af börnum því stundum eru báðir foreldrar i námi. Þess vegna er rekið barnaheimili þar sem m.a. starfa makar nemenda. Það þurfti ekki lengi að biðja börnin að stilla sér upp til myndatöku. IV Sumarið 1987 var Reglugerð um Samvinnuskólann samþykkt í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga. Samkvæmt reglugerð- inni er Samvinnuskólinn „viðskipta- og félagsmálaskóli, eink- um ætlaður þeim sem öðlast hafa starfsreynslu í atvinnulífinu að lokinni almennri skólagöngu.“ Enn fremur er tekið fram að „Samvinnuskólinn er sérstök stofnun innan samvinnuhreyfing- arinnar.“ Samkvæmt reglugerðinni er það markmið Samvinnuskólans „að annast fræðslu á vegum samvinnuhreyfingarinnar með því að þjálfa og fræða nemendur til starfa við rekstur, viðskipti og stjórnun; til þátttöku og forystu í félagsstarfi; til samvinnu við aðra, sjálfsnáms og annarra hagnýtra mennta.“ í reglugerðinni eru að sjálfsögðu önnur tilskilin ákvæði og skal þess hér aðeins getið til viðbótar að skólanefnd skipa fimm menn, fjórir sem stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga kýs og einn sem menntamálaráðherra skipar. I samþykkt skólanefndar í desember 1987 segir svo m.a. um rekstrarfræði á háskólastigi: „Fræðslan miðar að því að rekstrarfræðingar úr Samvinnuskólanum séu sem best undir- búnir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa, einkum á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar." Rekstrarfræðanám á að taka tvö náms- ár eins og áður segir, en inntökuskilyrði er stúdentspróf af við- skipta- eða hagfræðibraut eða Samvinnuskólapróf í frumgrein- um eða önnur sambærileg menntun. Að auki ákvað skólanefnd að starfrækt skyldi sérstök Frum- greinadeild með eins vetrar námi til undirbúnings rekstrar- fræðanáminu. Inntökuskilyrði þessarar deildar er þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Þessi deild er ekki síst ætluð þeim sem áður hafa lokið verklegu námi, iðn- aðarmönnum, búfræðingum, stýrimönnum o.s.frv. auk þeirra sem stundað hafa nám á bóknámsbrautum ýmiss konar. Loks ákvað skólanefndin að þeir umsækjendur skuli ganga fyrir um inntöku í Samvinnuskólann „sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu.“ y Ákaflega mikil vinna hefur staðið yfir meðal starfsmanna Sam- vinnuskólans að Bifröst nú undanfarna mánuði við undirbún- ing þessa nýja sérskóla á háskólastigi. Engan þarf að undra að mikið skyldi til mikils vinna á skömmum tíma. En við þetta bætist að skólanum er ætlað að starfa með allsérstæðum hætti með kennsluskipan sem ekki hefur áður tíðkast hér á landi. Við nýja Samvinnuskólann verður megináhersla ekki lögð á fyrirlestrakennslu, utanbókarlærdóm og lokapróf. Helstur þungi námsins verður fólginn í daglegum og vikulegum raun- hæfum verkefnum sem nemendum er ætlað að skila til kennara og fjalla síðan um með honum ásamt öðrum nemendum. Þriðjungur verkefna er hópvinna. Þannig er ætlunin að raun- hæf sjónarmið og verkleg þjálfun sitji í fyrirrúmi en samvinna við umfjöllun og gagnkvæm skipti reynslu og þekkingar geti stöðugt átt sér stað. Þá er ráð fyrir því gert að hvert misseri námsins verði sjálf- stæð heild. Á einu misserinu verður athygli beint að markaðar- fræðum og sölustjórnun, á öðru að fjármálastjórnun og áætl- anagerð, á því þriðja að skipulagsmálum og starfsmannastjórn og á því fjórða að hagrænu og lögformlegu umhverfi atvinnu- rekstrarins. Á hverju misseri verða samþætt verkefni í opnum skóla og nemendur einnig sendir út frá skólanum til atvinnufyr- irtækja til að vinna þar lokaverkefni á því sviði sem við á hverju sinni. Kennslu er þannig skipt í þessum nýja Samvinnuskóla: í fyrsta lagi eru fluttir yfirlitsfyrirlestrar fyrir alla nemendur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.