Hermes - 01.12.1988, Page 72

Hermes - 01.12.1988, Page 72
70 VI Eins og nærri má geta hefur aftur og aftur verið um það rætt hvort skynsamlegt og framkvæmanlegt sé að halda starfi Sam- vinnuskólans áfram á skólasetrinu að Bifröst í Norðurárdal. Sannleikurinn er sá að málið er umdeilt og mörgum nrikið til- finningamál. Margir aðrir álíta að ekki sé hægt yfirleitt að reka skóla „uppi í fjöllum" og heyrst hefur að það sé „bara brjálæði að ætla að reka háskóla uppi í hrauni". Á hitt er að líta að samgöngur hafa tekið fullkomnum og ótrúlegum stakkaskiptum á síðustu árum. Segja má að Bifröst sé nú í úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Þar er betra að lifa, starfa og læra í næði heldur en í hringiðu borgarinnar og það er miklu ódýrara að lifa þar en í höfuðborginni. I þeirri samþykkt skólanefndar sem áður er nefnd og gerð var í desember 1987 er sérstaklega tekið fram að „reglulegt nám við Samvinnuskólann fer franr á Bifröst og hafa nemendur þar skólaheimili, aðstöðn til félagslífs o.fl.“ Þessi ákvörðun var tekin eftir miklar umræður þar sem mjög ólík sjónarmið voru kynnt. lóhannes Helgi. Útskr. 1946. Var lengi þing- fréttamaður útvarps en hefur um langt skeið eingöngu helgað sig ritstörfum. Eftir hann hafa komið út fjöldi bóka, skáldsögur, viðtals- bækur og leikrit. Einnig skáldsögur og leikrit í þýðingum. Smásagan Blóð í morgunsárinu er úr bókinni Allra veðra von sem út kom 1957. Jóhannes Helgi Blóð í morgunsárinu Nótt á Grænlandshafi. Þögnin er alger, ekki svo mikið sem garg í fugli. í myrkrinu grillir í mastursljós skips, og þarna mótar fyrir þúst; það er skipið, hreyfingarlaust og friðsamt að sjá. En þetta er blekking. Ekkert rándýr merkurinnar né hafdjúpanna er árvakara, grimmara né miskunnarlausara en þetta skuggalega járnskip, það er tilbúið til fyrirvaralausrar árásar við fyrstu skímu morgunsins, hraðskreitt skip, stutt, háreist, og á klof- ið stefnið boltuð kubbsleg byssa með skutli. Þetta er hvalfangari. Uppi í brúnni í daufri skímunni frá kompásnum mótar fyrir þremur mönnum með loðskinnshúfur á höfði, hold- grannir, harðlegir menn, starandi þögulir út í kalda nótt heimskautsins. Uppi í tunnunni í mastrinu grillir í höfuð þess fjórða, og djúpt í iðrum skipsins, bak við ryðbrunnar járnplötur undir yfirborði sjávarins, standa tveir menn, bíð- andi eftir hringingu ofan úr brúnni, vélstjórinn aftur í véla- rúminu virðandi fyrir sér þöglar vélarnar, og kyndarinn frammi á fírplássinu, nakinn að ofan, laugaður bjarmanum frá eldholunum, og hefur ekki augun af flöktandi nálum sót- ugra mæla. Þeir bíða, sex menn, þögulir, tilbúnir. Svo snögglega. í órafjarlægð, bregður fyrir daufri skímu; brot af sjóndeildarhringnum verður sýnilegt. og upp yfir það gægist fyrsta skíma hins rísandi dags, flöktandi fyrst, hikandi, brýzt svo fram í himinhvolfið voldug og sterk, þenst út, hækkar; feiknlegir geislastafir ljósta myrkur him- insins, hækka, breikka - unz norðurhvelið er skyndilega al- bjart orðið og nýr dagur runninn. Mennirnir í brúnni bera sjónaukana að harðlegum aug- unum. Á næsta andartaki lýstur kraftaleg hönd vélsímann, tvisvar sinnum, leiftursnöggt. Kyrrðin er rofin. Tvær hvellar hringingar glymja hátt í vélarúminu. - Bráð eygð. - Góann! öskrar vélstjórinn fram á fírplássið og hverfur í gufustrók. Þúsundir hestafla eru leystar úr læðingi. Stálhófarnir taka að hamast á öxlunum með ofsahraða og túrbínan hefur uppi dunandi hátíðnisöng sinn, söng um stál, kraft og dauða, og þessi tröllaukna hljómkviða, slungin hvæsi í ventlum, hásum bassa skor- steinsins og hröðum taktföstum slætti stálhólfanna, læsist í dautt og kvikt. fer sem bylgja um mennina og skipið allt stafnanna á milli. Frammi á fírplássinu stekkur kyndarinn álútur með log- andi blys frá einu eldholinu til annars. Stálgólfið glamrar undir fótum hans og það brakar og brestur hátt í ryðguðum styrktarböndunum á síðunni. Hann vindur sér fimlega und- an eldi og sóti sem spýtist út um öryggisgötin á dunandi eld- holunum og snöggir glampar leika um járnsúðir og hratt knúðar dælur. Mennirnir í brúnni teygja þegjandi fram hökuna; varirnar herptar saman í mjótt strik, augun útstæð. Andlitsgríma þeirra speglar aðeins eina hugsun: hraðar - hraðar! Og áfram geysist hvalfangarinn í freyðandi röst, knúinn til hins ítrasta, skrúfar sig niður að aftan, rís hátt að framan, breið- ur á bóginn, svartur, gammi líkur, þenur sig með þungum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.