Hermes - 01.12.1988, Page 73

Hermes - 01.12.1988, Page 73
71 VII Auðvitað var ekki á vísan að róa um aðsókn nemenda að þess- um nýja skóla. Vitanlega þurfti að kynna málið rækilega og þó var allt í óvissu. Eiginlega var aðeins þetta vitað: Annað hvort tekst að fá Samvinnuskólanum aftur þann sess sem honum ber í fararbroddi - eða . . . Þessa braut varð að velja ef þessi skóli átti að halda sínum hlut. Og viti menn: Vorið 1988 varð aðsókn að skólanum með slíkum hætti að fjölga varð nemendum að Bifröst úr u.þ.b. 60 upp í rúmlega 80 og samt var óhjákvæmilegt að vísau.þ.b. 40% umsækjenda frá vegna húsnæðisskorts. Ekki virðist því fara á milli mála að þessi stofnun á rétt á sér og gegnir hlutverki sem fjöldamargir vilja njóta. Samvinnu- skólinn gegnir ákaflega sérstæðu og merkilegu hlutverki í ís- lenskum fræðslumálum og hann verður að halda því áfram af þeim myndarskap og reisn sem kennd hefur verið við þá Jónas og sr. Guðmund. Samvinnuskólinn á að skara fram úr. dyn yfir hafflötinn í miskunnarlausum eltingarleik við steypireyði á hafinu. Risavaxin bráðin, blásvört, 30 metra flykki, 90 tonn af kjöti, beinum og blóði, fer mikinn - kafar um stund. Vélar skipsins þagna, þeir í brúnni bíða átekta, skima - og þannig endurtekur sagan sig aftur og aftur. Bráðin kemur upp, blæs, hverfur á nýjan leik í djúpið, ferðast neðansjávar. Vél- ar skipsins þagna og þrymja á víxl. Hringlaga blettur, silkisléttur, myndast skammt frá skip- inu. Kjötfjallið er að koma upp úr djúpinu. Vélsíminn glymur, hvöss skipun: Hart á stjór! Skorsteinninn þeysir eldi og sóti til himins og skipsskrokkurinn skelfur stafna á milli undan átökum vélanna. Skepnan hefst og hnígur í vatnsskorpunni, uggir ekki að sér, blæs, ferðast hratt en háttbundið, tignarlega, í freyð- andi röst, með stefnu á heimskautið. Þeir eru í skotfæri. Skyttan er komin að byssunni. Fætur hennar tifa ótt og títt á hvalbaknum; skellirnir frá hröðum fótaburðinum á blautum skotpallinum glymja hátt í morg- unkyrrðinni; hún gerir sig líklega, hún er farin að fá skjálftann, stendur gleið, álút, nasavængirnir titra. Þeir í brúnni bera lófana hratt upp að eyrunum. Skot, blossi - stál og tundur sprengir loftið og svartur púðurmökkur hylur skyttu og skotpall, síðan annar hvellur dumbur, er sprengikúlan springur í dýrinu. Hafið umhverfis risaskepnuna minnir á spegil sem brotnar. Boðaföll rísa og tryllt helsært dýrið, þeysandi blóðstrók- um til himins, fer hamförum á hafinu, dregur út þúsundir faðma af tógi, snýr svo við og stefnir með hraða tundurspill- is á hvalfangarann. Vélsíminn glymur, þrjár hringingar í striklotu: fulla ferð áfram! - afturábak! - áfram! Vélarnar þrymja, þagna, þrymja. Ferlíkið nálgast með boðaföllum. Byssuhlaupið sígur; svartur byssukjafturinn gín við skepnunni og skotið ríður af- en geigar. Boðaföllin brotna yfir skipið og risavax- inn blásvartan sporð, löðrandi í blóði, ber sem fjall við hirnin, síðan dynkur, brothljóð, járnglamur, spýtnabrak. Frammastrið steytir á boða og skipið kastast til á sjónum; tréverkið við vantinn splundrast mélinu smærra og járnriðið sópast í hafið. Skipið hörfar hratt afturábak - nemur staðar, snýst síðan hægt og þunglamalega unz blóðflekkað stefnið horfir við hvalnum; þá glymur stálbjallan, vélsíminn gellur og hval- fangarinn gerir atlögu á nýjan leik, hraðar, hraðar - og einn af öðrum rjúfa skothvellirnir morgunkyrrðina og þung rjúk- andi skothylkin endasteypast látlaust af skotpallinum í haf- ið og hvalur og hvalfangari, umluktir sótsvörtum púður- reyk, byltast til og frá í hafrótinu. Þeir halda áfram að skjóta unz þeir hafa skotið í skepnuna 900 pundum af járni og 10 sprengikúlum. Síðasta skotið hæfir hana í lungun. Þá gefur hún frá sér þunga stunu og blæs feiknlegum blóðstrók í síðasta sinn, eins og formæl- ingu, yfir skipið. Blóðsugan brotnar eins og holskefla á brúnni og skorsteinsmerkinu. Veikir kippir fara um skrokk hvalsins, ferð hans er lokið -og hægt og silalega veltur hann um hrygg í blóði sínu. Hvalfangarinn plægir sjóinn á hálfri ferð. Þeir hafa hlekkjað bráðina við skipssíðuna, skorið hana eftir endi- löngum kviðnum, og úr sárinu fossar í sífellu blóð, það skol- ast aftur með síðunni, heitt, þykkt og rjúkandi, og í iðukast- inu frá skrúfunni blæs það upp glitrandi froðu. Þeir í brúnni skima þögulir; glampa slær á sjónglerin, síð- an beinast þau skyndilega öll í sömu átt. Snör hönd lýstur vélsímann. Góann! Vélstjórinn hverfur í iðandi gufumökk; svitinn perlar á enni hans og á ljósavélina falla tíðir glampar framan af fírplássinu. Skipið tekur viðbragð; blóðfroðan blæs upp. Skorsteinninn þeysir eldi og sóti til himins, blóðið á honum hristist upp í lögun risakrabba, sýður og vellur í sjóðheitu járninu - og hnarreist skipið, knúið allri orku sinni, þenur sig yfir hafflötinn með þungum túrbínudyn. Það fjarlægist meir og meir unz það er aðeins lítill depill í fjarska, - sem að lokum hverfur í morgunsárið. Og innan stundar er ekkert lengur sem minnir á tilvist þess, blóð- flekkirnir leystir upp, skothríðin þögnuð - og hafið er aftur flekklaust og hreint, slétt og glitrandi eins og fægður spegill.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.