Hermes - 01.12.1988, Side 106

Hermes - 01.12.1988, Side 106
104 Skúli Gubjónsson. Útskr. 1928. Bóndi á Ljót- unnarstöðum í Strandasýslu og jafnan kennd- ur við þann bæ. Tók mikinn þátt í félagsstörf- um. Missti sjónina á miðjum aldri en tók eftir sem áður þátt í öllum störfum og skrifaði bækur, greinar í blöð og samdi fjölda útvarps- erinda. Lindarpenninn er úr bókinni Svo hleypur æskan unga sem út kom 1975. Mynd eftir Ingiberg Magnússon. Skúli Gudjónsson Lindarpenninn að var einu sinni ungur maður, sem ímyndaði sér að hann gæti orðið skáld, rithöfundur, eða eitthvað þessháttar. Hann fór að gera tilraunir með að setja saman ljóð og segja sögur í lausu máli. Þetta gekk þó ekki eins vel og hann myndi hafa kosið, einkum vildi það við brenna, að þegar hann deyf pennanum ofan í blekbyttuna, þá slitnaði hugs- unarþráðurinn og andagiftin rann út í sandinn. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að honum hlyti að ganga betur, ef I hann skrifaði með lindarpenna. Pá myndi hann ekki truflast við að dýfa pennanum í blekið. Eitt haustkvöld í hellirigningu átti hann þrjátíu og tvær krónur í vasanum. Pá gekk hann inn í ritfangaverzlun til þess að kaupa sér lindarpenna. Búðarstúlkan kom með ýmsar gerðir lindarpenna, og í fékk honum blað til þess að reyna þá. Þegar hann beygði sig niður til þess að skrifa á blaðið, helltist vatnið af hattinum niður á það. Stúlkan brosti og hann brosti líka vandræða- lega og beygði sig lengra niður yfir blaðið og hellti meira | vatni niður af hattinum. Stúlkan kom með annað blað, og það var ekki meira vatn á hattinum til þess að hella niður. Svo skrifaði hann, reyndi hvern pennann af öðrum. Loks fann hann einn, sem honum líkaði. Hann rann mjúkt og hljóðlaust yfir pappírinn. Hann kostaði einmitt aðeins þrjátíu og tvær krónur, nákvæmlega það, sem hann hafði í vasanum. En hvaða ungur maður myndi ekki vilja gefa aleigu sína fyrir það, að verða skáld, rithöfundur, eða eitthvað þessháttar. Síðan hélt hann heim. Og í hrifningu sinni yfir því, að hafa eignast lindarpenna, sem rann mjúkt og hljóðlaust yfir pappírinn, skrifaði hann svo góða sögu, að hjartagóður tímaritsútgefandi tók hana til birtingar. Upp frá því dvaldi ungi maðurinn samvistum við pennann alltaf, þegar hann mátti því við koma. Venjulega skrifaði hann með pennan- um. Eitthvað af því komst á prent, meira lenti þó í borð- skúffunni, en mest fór þó í pappírskörfuna eða beint í ofninn. En stundum sat hann þó aðgerðalaus, mundaði pennann og horfði á hann, líkt og ástfangnir menn horfa til heit- kvenna sinna. Svo kom að því, er stundir liðu, að unga manninum nægði ekki lengur að eiga félag við pennann ein- an. Hann tók þá skynsamlegu ákvörðun, að giftast stúlk- unni, sem hafði selt honum pennann áður fyrr. En þá tók hann að afrækja pennann og notaði hann ekki til annars, en fylla út skattaskýrslu sína og annarra álíka skrifta, er hver heiðarlegur borgari verður að inna af hendi. Árin liðu og ungi maðurinn, sem einu sinni var ungur, var nú orðinn fulltíða, ágætur verkmaður og óaðfinnanlegur þjóðfélagsþegn. Allir voru fyrir löngu búnir að gleyma því, að hann hafði einu sinni fengist við skriftir og varla nennt að vinna fyrir mat sínum. Hitt vissu aftur á móti margir, að hann átti ágætan lindarpenna. Hann hafði svo oft sézt nota þennan penna, þegar hann skrifaði upp á víxla fyrir kunn- ingjana, en það kom ósjaldan fyrir því maðurinn var bón- góður og vildi allra vandræði leysa. En svo kom ógæfan yfir hann. Eitt janúarkvöld sat hann frammi í stofunni og gerði skattaskýrslu sína, en konan og börnin voru sofnuð inni í herberginu. Eftir að skýrslugerðinni var lokið, sat hann enn og hélt á pennanum, svo sem vandi hans var áður fyrr. Að langri stundu liðinni brá hann hart við, náði sér í pappír og hóf að rita. Mestan hluta næturinnar sat hann og skrifaði stanzlaust. Það var þvílíkt sem losnað hefði um stíflu, ein- hversstaðar innst inni í sálarfylgsnum hans. Að lokum stöðvaði hann þó pennann, las yfir blöðin og leiðrétti þar sem með þurfti. Að því loknu sat hann lengi með pennann í hendinni og starði á hann sem í ljúfri leiðslu. Hefirðu setið svona alla nóttina og gónt á pennann maður? Það var hin árrisula kona hans, sem birtist í dyrun- um. Hún var löngu búin að gleyma því, að senda bros yfir búðarborð. Maðurinn hrökk við eins og hann hefði verið staðinn að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.