Hermes - 01.12.1988, Page 114

Hermes - 01.12.1988, Page 114
112 AF HINU ÓFORMLEGA FÉLAGSSTARFI BIFRÖSTUNGA Það væri æði mikil bjartsýni að halda, að þessum þætti væri hægt að gera einhver tæmandi skil, enda ekki ætlunin heldur aðeins að koma með dæmi um þetta starf, sem ekki hefur beinlínis farið fram á vegum nem- endasambandsins. Hér er sagt frá elsta saumaklúbbnum sem enn starfar og fyrstu byggingasamvinnufé- lögunum. Það má líklega slá því föstu að samskipti félagsmanna utan hins fasta ramma NSS hafi verið kynskipt. Karlar hafa byggt saman hús, stundað íþróttir og teflt og spilað en konur hafa gjarnan haldið sig við hefð- bundinn vettvang og hist á heimilum sínum yflr kaffibolla, oftast hefur einn bekkur myndað þar hóp en stundum fleiri. Samkomur þessar sem í sumum tilfellum hafa verið kjölfesta bekkjarstarfs viðkomandi bekkjar eru tíðast nefndar saumaklúbbar, þó saumaskapur sé víða í lágmarki og saumaklúbburinn sé jafn- vel hádegisverðarfundur úti í bæ, eins og dæmi eru um. Handavinnan á undanhaldi aumaklúbburinn Eilífur (uppnefndur „Æðsta ráðið") hefur nú samfellt í rúman aldarfjórðung fyllt upp í félags- legar eyður í tilveru okkar kvennanna sem útskrifuð- umst frá Bifröst það herrans ár 1958. Stofndagurinn var 15. nóvember 1962 og stofnendur 4. Reyndar höfðu nokkrar bekkjarsystranna hafið vísi að slíkum klúbbi strax veturinn 1958-59 en þá urðu miklar breytingar á heimilishögum margra, giftingar og barneignir helltust yfir og sumar fóru út á land og aðrar til útlanda. En haustið 1962 var þráðurinn sem sagt tekinn upp aftur og hefur ekki slitnað síðan. Hinsvegar hefur orðið aukning á félagatölu, þar sem með- limirnir hafa skilað sér til höfuðborgarsvæðisins aftur í fullu samræmi við dreifbýlisreglur. Handavinna var lengi vel firna mikil en segja má að hin síðari ár hafi málefni dagsins tekið svo mikinn tíma að fátt hafi orðið um framkvæmdir, þó Katrín sé alltaf nokkur undantekning hvað þetta varðar. Önnur starfsemi hefur verið allnokkur: Þorrablót voru vinsæl um tíma og fengu þá makar að fljóta með. Hvítasunnuferðir hafa tvær verið farnar, önnur í sumar- bústaðinn hennar Önnu Finns í Grímsnesinu og hin til Vest- mannaeyja (á söguslóðir Lólóar) og urðu báðar eftirminnileg- ar. Hámenningarlegust mun þó vera hin árlega Jónsmessuferð. Haldið til fjalla á Jónsmessunótt eða þar um bil og velt sér upp úr fegurð og tign okkar fagra lands. Þá hefur skipulag afmælishalds bekkjarins að verulegu leyti hvílt á herðum klúbbsins og hefur hann haft uppi ótal hug- myndir hvað þau varðar enda samheldni og framtakssemi ’58 árgangsins viðbrugðið. Dagbjört Torfadóttir útskr. 1958. Einn saumaklúbbur samvinnuskólameyja ab störfum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.