Hermes - 01.12.1988, Page 116
114
Jóhann G. Jóhannsson. Útskr. 1965.
Sjá texta viö mynd afmálverki. Þjóöfé-
lagsblús er ort viö nýtt lag sem er á
hljómplötu sem kemur út um líkt'
leyti og þetta tfmarit.
Jóhann G. Jóhannsson
Þjóðfélagsblús
Þetta þjóðfélag er engu líkt
af verðbólgnu hugarfari alvarlega sýkt
alskyns boð og bönn - kerfisböl
erflestum þegnum löngu orðin kvöl
Mönnum er refsað fyrir dugnað og þor
á flestum sviðum stigin ógœfuspor
meiri skattar og hœrri gjöld
einu úrrœði þeirra sem sitja við völd
Við segjum stopp
aðeins breytt hugarfar
getur komið þjóðfélaginu í lag
Samtryggingin veður ttppi
í okkar helsjúka þjóðfélagi
Iteiðarleiki - hvað er ntí það
var einhver að segja að eitthvað vœri að
Við segjttm stopp
aðeins breytt hugarfar
getur komið þjóðfélaginu í lag
Úrrœðaleysi almennings
sést á þeim herrum er veljast til þings
pólitísk spilling og hagsmunapot
stefnir þjóðfélaginu í endanlegt þrot
Árni Reynisson fyrir utan nýbygginguna að Sæviðarsundi 27.
Ólafur Ottósson tekur fyrstu skóflustungu að samvinnuheimilinu að
Etstalandi 61. Þeir horfa á atburðinn Baldur Óskarsson, Einar Árnason
sem ekki var í Samvinnuskólanum, Hjörtur Guðbjartsson og Ólafur G.
Sigurðsson.
Víxlarnir falla
Það mun hafa verið á árinu 1964, að nokkrir félagar úr Bifröst
tóku sig saman og sendu sameiginlega umsókn til Reykjavíkur-
borgar um lóð undir stigahús í fjölbýlishúsi. Nokkrar bolla-
leggingar urðu um nafn félagsins, því umsækjendur höfðu
tröllatrú á að traustvekjandi nafn myndi auka möguleikana á
jákvæðri umfjöllun við úthlutun en „Þak“ nafngiftin varð sem
sagt fyrir valinu.
Á þeim árum var eftirspurn eftir lóðum mun meiri en fram-
boð og varð því uppi fótur og fit er þau firnatíðindi spurðust að
Borgarráð hefði samþykkt úthlutunina og látið af hendi rakna
lóð undir miðstigahús í blokk innst við Kleppsveg, nánar tiltek-
ið nr. 138.
Næstu mánuðir fóru í að telja undir koddanum og ráða
iðnaðarmenn í verkið, sem hófst vorið 1965. Þar gengu hús-
byggjendur glaðir og prúðir til hinna margvíslegustu verka, allt
frá byrjun til loka. Var gjörf höndin lögð á margt, svo sem
sementspokaburð, timburfráslátt og ótal margt fleira. í þá
daga voru á Stór-Reykjavíkursvæðinu aðeins 1-2 tæki sem