Hermes - 01.12.1988, Page 117
115
Margir skólafélagar fara saman í likamsæfingar og hér eru tveir á fullri
ferð.
höfðu þá náttúru að geta blásið pússingasandi upp á efri hæðir
húsa og önnuðu auðvitað hvergi nærri eftirspurn. Það var ekk-
ert vandamál að keyra í hjólbörum þann sand sem þurfti til að
múra kjallarann og 1. hæðina en málið vandaðist þegar kom að
2. og 3. hæðinni. Varð þá að ráði að smíða gálga sem trjónaði
út um eldhúsglugga á íbúð Þórs Símonar á 3. hæð, hvar á var
fest talía til að hífa upp sandinn í stórum fötum og þótti hof-
mannlegt starf.
Byggingahraði var alveg bærilegur og fluttu fyrstu íbúarnir
inn í maíbyrjun 1966 og síðan hinir hver af öðrum sama ár.
Þegar byggingaframkvæmdir hófust voru þrír byggjenda á
lausum kili, en er það spurðist út að drjólar þessir væru svo gott
sem komnir með íbúð upp á vasann, hækkaði gengisskráning
þeirra allsnarlega, þrátt fyrir að á byggingastað gæfi aðeins að
h'ta gapandi grunngímald, plús kamar nokkurn sem var upphit-
unarverkefni smiða og stolt staðarins þar til rifinn var. Fór
enda svo að téðir sveinar voru allir kvongaðir er flutt var inn og
fengu trúlega færri en vildu.
Margs skemmtilegs er að minnast frá búsetunni á Klepps-
veginum, ágætt samkomulag að öllu jöfnu meðal íbúanna og
vinskapartengsl sem þar mynduðust hafa haldist óslitið síðan.
Að endingu skal frá því greint að í vinnuskúrnum var fest á
vegg kvæðið „Hús í smíðum'* eftir Böðvar frá Hnífsdal, sem
lýsir vel hinni þyrnum stráðu braut þorra almennra hús-
hyggjenda. Kvæðið endaði á þessum línum:
'-Þetta gekk svo sem ekki andskotalaust,
°g víxlarnir falla vitanlega allir í haust.“
Húsið var enn uppistandandi þegar síðast fréttist.
Sigurgeir Porkelsson útskr. 1958.
* — alíslenskt greiðslukort.
Val um greiðslutímabil.
Á flestum sviðum innanlands.
Lægra stofngjald.
Lægra árgjald.
Ekkert útskriftargjald.
Ekkert tryggingargjald.
Tveggja ára gildistími.
Engir óútfylltir víxlar.
Gagnkvæmt traust í viðskiptum.
Samkort
Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími 91-680988 % v so°\ ^ °> _ %s>0 ÁyÁp oA 'V 1 '