Hermes - 01.12.1988, Síða 119

Hermes - 01.12.1988, Síða 119
117 Af munnlegri byggingavinnu Það var á miðju ári 1962, að nokkrir skólafélagar frá Bifröst fóru að ræða þann möguleika að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið. Það sýnir félagsþroska þessara manna að ákveðið var að stofna félag í þessum tilgangi. Samkvæmt fundargerðabók, sem formaður hefur varðveitt dyggilega, var stofnfundur haldinn þann 27. september 1962. Félaginu var að sjálfsögðu gefið nafnið Byggingafélagið Bifröst. A einum af fyrstu fundunum var samþykkt einróma að fara ærlega út að skemmta sér „til að samræma hugi félagsmanna áður en aðrar framkvæmdir hefjast", eins og segir í fundar- gerð. Þetta sýnir að líf húsbyggjenda á þessum tíma hefur ekki ver- ið sá táradalur sem síðar varð, enda hugtök eins og verðtrygg- ing og vaxtaokur ekki komin til sögunnar. Fljótlega var hafist handa og sótt um lóð undir 2 stigahús í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut, samtals 16 íbúðir. Samþykkt var að fjölga félagsmönnum, ef umsóknin næði fram að ganga. Vorið 1963 var félaginu úthlutað lóð undir eitt stigahús við Háaleitisbraut og hófust framkvæmdir síðsumars þetta ár. Að jafnaði unnu 4 til 5 smiðir við mótauppslátt en félags- menn sáu um að rífa frá er steypt hafði verið. Miðaði verkinu vel áfram um veturinn enda tíðarfar með eindæmum gott. Lögðu félagsmenn hart að sér og mættu til verks flesta daga að loknum venjulegum vinnutíma. Gísli Jónsson formaður var að sjálfsögðu verkstjórinn og sá auk þess um flesta aðdrætti. Átti hann Opelbifreið af station gerð og flutti í henni flest sem til þurfti, nagla jafnt sem móta- timbur. Hafði Ragnar Gunnarsson eitt sinn á orði að Gísli væri best- ur í munnlegri byggingarvinnu. Staðreyndin var hins vegar sú, að miklu meiri tíma tók þá að afla ýmissa hluta en nú er. Oft þurfti að hringja út um allar jarðir. Til dæmis þurfti eitt sinn að fara alla leið austur í Hveragerði til að fá skolprör. Að sjálf- sögðu voru þau sótt á Opelnum og hef ég alla tíð síðan haft mikið álit á þeirri bíltegund. Um páskaleytið 1964 var húsið fokhelt. Var af því tilefni haldið veglegt reisugildi. Smiðirnir höfðu lagt mikla áherslu á að það yrði gert. Að öðrum kosti myndu þeir flagga á nýreistu húsinu með bleikum nærbuxum, okkur til háðungar. Undir því vildi enginn sitja. Eftir að húsið var orðið fokhelt má segja að hver hafi ráðið framkvæmdahraða sjálfur, eftir efnum og ástæðum. En upp úr áramótum 1964-65 fóru þeir fyrstu að flytja inn og munu allir hafa verið fluttir um haustið. Þegar þetta er ritað eru allir félagsmenn í Byggingarfélaginu Bifröst fluttir úr húsinu. Síðastur fór undirritaður, snemma árs 1986. En ég held að allir eigi góðar minningar um byggingu þessa húss og veruna þar. Sigfús Gunnarsson útskr. 1957 Einar Björgvin Minning Pegar ég var lítill drengur hafði éggaman að þvíað leika mér einn niður við hafið stundum sat ég tímunum saman úti á klöppunum og horfði á hvernig Itafið byltist til og frá ég man að ég hugsaði um hvernig vœri að drukkna íþessu leyndar- dómsfulla hafi og berast svo til fjarlœgra landa þarsem sólin var beint fyrir ofan höfuðið á manni Einar Björgvinsson. Útskr. 1970. Hefur stundað blaðamennsku, kennslu ogskrifað nokkrar barnabækur. Minning varprentað í 1. tbl. Samvinnunnar 1970. einu sinni þegar mér þótti veðrið fjarska leiðinlegt og nennti ekki að leika mér datt mér allt f eintt í hug að fara niður að hafinu og atluiga hvernig vœri að drekkja sér íþvígat varla verið mjög slœmt ekki verra en að sitja heima og hafa alls ekkert fyrir stafni svo fór égniður að hafinu oggekk út íþað en þegar hafið fyllti litlu stígvélin mín uppgötvaði ég hvað það var íraun og veru kalt ég hœtti þess vegna við að drekkja mér íhafinu gekk aftur á þurrt land fullviss um að það gat alls ekki verið gaman að drukkna í svona köldu hafi en ég man að um nóttina drevmdi mig undarlegan draum mig dreymdi grátt hafog ofan á því flaut lítið blátt hjarta síðan hefur mig ekki dreymt liti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.