Hermes - 01.12.1988, Page 145

Hermes - 01.12.1988, Page 145
143 Siguröur Hreiöar Hreiðarsson Ég hef aldrei ;rið alveg fastur í neinu Rabbaö við Hörö Haraldsson um feril hans í lífinu og þær hliöar sem Bifröstungar þekkja flestir minna. vc Allt tekur breytingum í tímans rás. Einkum er það eðli skólastofnana og aðall að breytast eftir þörfum tímans. Samvinnuskólinn tók stór- felldum breytingum þegar hann fluttist frá Reykjavík upp að Bifröst, og þar hefur hann þróast með árunum. Ekki síst hefur hann tekið stökkbreytingum nú síðari árin. Sá skóli sem nú er starfræktur í nafni samvinnunnar aö Bifröst á fátt sameiginlegt með þeim skóla sem við nemendur í skólastjóratíð Guð- mundar Sveinssonar þekktum. Aðeins einn maður tengir saman þann tíma og nútímann: Hörður Haraldsson. Ég efast um að mörg okkar hafi kynnst Herði nokkuð sem heitið gat, meðan við vorum nemendur hans. Ég þekkti hann lítið eftir tveggja vetra skólasetu. Hins vegar urðu kynni okkar Harðar og sam- skipti meiri og skemmtilegri síðar meir, þegar við kenndum báðir að Bifröst og bjuggum að auki þannig um fimm ára skeið að aðeins var einn veggur í milli okkar. Þá tókust þau kynni sem ekki hafa rofnað síðan. Segja má að betra sé seint en aldrei, að bregða hér upp mynd af manninum bak við kennarann, og spjalla við Hörð um þær hliðar hans sem nemendur almennt kynntust lítt eða ekki. Þetta er ekki við- tal í eiginlegum skilningi, heldur mætti alveg eins kalla það samtal. Við Hörður erum að skemmta okkur við að spjalla saman rifja upp gamlar minningar, og ég er að fræðast í leiðinni: Þar er fyrst til að taka að þú kemur að Samvinnuskólanum þegar hann hefur verið að Bifröst í eitt ár, 1956. Þá kemur þú beint frá prófi í viðskiptafræði. Ég lauk námi ári fyrr. Þetta ár vann ég við endurskoðun hjá Vegagerð ríkisins. Ég hafði unnið þar að einhverju leyti með háskólanum. Ég gerði nefnilega ýmislegt þessi fjögur ár sem ég var í há- skólanum. Þá lauk ég við teiknikennara- prófið, var í landsliðinu í frjálsíþróttum, og vann þar að auki ýmislegt sem til féll. Svo var það sumarið 1956 að Guð- mundur Sveinsson hafði samband við mig og óskaði eftir því að ég gerðist kennari hjá honum uppi að Bifröst. Við áttum sameiginlega kunningja, sem lík- lega hafa bent á mig, og svo hafði ég unn- ið tvö sumur í Sambandinu. Þar var ég meðal annars í kaupfélagaeftirlitinu hjá Ólafi Sverrissyni, sem síðar varð kaup- félagsstjóri í Borgarnesi. Hvað stundaðirðu íþróttirnar lengi? Al- veg þangað til þú fórst að Bifröst? Ég hætti þegar ég fór að Bifröst, en byrj- aði svo aftur. Það var nefnilega svo þegar ég byrjaði að kenna að Bifröst, að ég var látinn kenna öll þau fög sem hinir vildu ekki kenna. Ég hafði auðvitað lært þetta allt saman, annað hvort í háskóla eða menntaskóla, en það var margt sem ég hafði ekki minnstu praktíska reynslu af. Verslunarréttur, til dæmis, sem ég þurfti að kenna-jú, ég hafði tekið próf í þessu, upp úr bók og fyrirlestrum, þrem árum áður, en hafði meira að segja aldrei fyllt út víxil. Eitthvað hjálpaði Gunnar Grímsson mér í þessum praktísku málum. Engu að síður virðistu hafa lent á réttri hillu, því á þessari hillu ertu búinn að vera síðan. Já, þetta var bara erfitt fyrst. Svo vandist ég þessu og lærði betur það sem ég þurfti að læra betur. Ég varð meðal annars að kenna þýsku, og til þess þurfti ég að læra alla málfræðina upp á nýtt, kunni raunar skammarlega lítið í henni fyrir og var búinn að gleyma því að mestu. Það var mjög gott, þegar maður var úti að ganga eða skokka, að beygja þá óreglulegar sagnir og þess háttar. FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Markmið Félags íslenskra iðnrekenda er að efla íslenskan iðnað þannig að iðnaðurinn verði undirstaða hagvaxtar og bættra lífskjara. Starfsemi félagsins er í því fólgin að gæta hagsmuna inaðarins útávið, einkum gagnvart opinberum aðilum og veita félagsmönnum ýmiskonar þjónustu. Aðsetur Skrifstofa F I I er að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 27577.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.