Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201412 Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna? áhugasvið, svo og um viðhorf til kennaranáms og kennarastarfsins. Notaðir voru fyrir- fram ákveðnir kóðunarflokkar þar sem um var að ræða fyrirfram skilgreint rann- sóknarverkefni. Viðhorf voru könnuð með fjögurra kvarða spurningum (t.d. mjög sammála, frekar sammála, frekar ósammála, alveg ósammála) og tvær spurningar með átta undirfullyrðingum voru með möguleikana aldrei og veit ekki til viðbótar). Spurninga- listarnir fyrir hópana tvo voru mismunandi. Listinn sem lagður var fyrir grunnskóla- kennaranema var ítarlegri, tíu bls., en listinn sem var lagður fyrir framhaldsskólanema var átta bls. Bakgrunnsspurningar voru þær sömu í báðum listunum. Rýnihópaviðtöl Tekin voru rýnihópaviðtöl við hóp kennaranema á fyrsta ári og hóp nemenda sem var að ljúka námi í framhaldsskóla, eitt við hvorn hóp. Rýnihópaviðtölunum var ætlað að ná fram umræðu meðal þátttakenda og sem virkastri þátttöku allra (Sóley S. Bender, 2003). Rýnihópaviðmælendur voru valdir með tilviljunarúrtaki, tólf kennaranemar og fimmtán framhaldsskólanemar tóku þátt í hvoru viðtali. Rýnihópaviðtölin fóru fram á ensku þar sem norrænir fulltrúar rannsóknarinnar tóku þátt í viðtölunum. Nem- endur vissu að viðtalið færi fram á ensku og virtist það ekki vera hindrun. Þeir nýttu sér aðstoð við túlkun á einstökum orðum meðan sjálft viðtalið fór fram. Viðtölin voru tekin eftir að unnið hafði verið úr niðurstöðum spurningalistanna og voru settar fram opnar spurningar um áhugaverða þætti sem fram komu í niðurstöðum úr spurninga- listakönnuninni. Greining gagna Við greiningu gagna var tekið tillit til þess að svarendahóparnir voru tveir í hverju landi, samtals tíu hópar (kennaranemar og framhaldsskólanemar). Því var í mörg- um tilvikum kosið að kynna meðaltal úr gögnunum. Mikilvægt er að hafa í huga að gögnin greina aðeins frá viðhorfum hópanna sem tóku þátt í könnuninni, og ekki skal alhæfa í ljósi þeirra. Ekki var framkvæmd greining á þeim sem voru fjarverandi þegar könnunin var lögð fyrir og á Íslandi vantaði fjarnema í úrtakið. Mögulegt er að fjarvera þeirra skekki niðurstöðurnar kerfisbundið. Tölfræðileg vinna með gögnin var í höndum Bernhard Block Datenerfassung í Þýskalandi eftir lyklun rannsakenda hjá EVA og DPU undir stjórn þeirra Agi Csonka og Lars Qvortrup, en þeir ásamt rannsóknarhópi á þeirra vegum höfðu séð um gerð spurningalistanna og báru ábyrgð á þeim. úrvinnsla tölfræðilegra gagna fór fram á vormisseri 2010 (Norræna ráðherranefndin, 2010). niÐUrstÖÐUr Hér er fyrst gerð grein fyrir bakgrunni þeirra sem hófu grunnskólakennaranám á Menntavísindasviði HÍ haustið 2009 en meginhluti kaflans er um viðhorf þeirra sömu grunnskólakennaranema annars vegar og framhaldsskólanema hins vegar til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.