Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 13
HaLLa jÓnsDÓTTir
kennaranáms og til kennarastarfsins. Til hægðarauka er hér yfirleitt talað um kennara-
nema þegar átt er við grunnskólakennaranema.
Kennaranemar
Um 83% íslensku kennaranemanna í rannsókninni voru konur en 17% karlar. Hér
skar Ísland sig úr með hæsta hlutfall kvenna í grunnskólakennaranámi. Þá voru 98%
kennaranemanna með íslensku sem móðurmál.
Um 18% kennaranemanna á Menntavísindasviði hófu nám strax að loknu fram-
haldsskólaprófi, 45% einu til tveimur árum eftir að framhaldsskóla lauk og 8% nema
hófu kennaranám fimm til sautján árum eftir að þeir luku framhaldsskólaprófi. Tæp-
lega 30% íslensku kennaranemanna höfðu áður hafið annað háskólanám en ekki lokið
því. Í rýnihópaviðtölum kom fram að þetta var nám í ólíkum greinum, t.d. stjórn-
málafræði, sagnfræði, íslensku eða erlendum málum. Finnskir nemar fóru flestir strax
að loknu framhaldsskólanámi í kennaranám en danskir, norskir, sænskir og íslenskir
stúdentar biðu lengur með það. Meðalaldur kennaranema, sem voru að hefja nám, var
því lægstur hjá finnsku nemunum, eða 21 ár, en 25 ár hjá íslensku kennaranemunum.
Margir kennaranemar sögðu frá því í rýnihópaviðtalinu að kennarar þeirra eða
kennarar í fjölskyldunni hefðu haft mikil áhrif á val þeirra á kennaranámi. Íslenskur
kennaranemi lýsti því til dæmis þegar hann spurði móður sína, sem var kennari og
hann hafði séð „streða“ og vinna oft langt fram á nætur, af hverju hún hefði gerst
kennari. „Hún ljómaði þegar hún sagði frá því sem hún sæi gerast hjá börnunum. Þá
skildi ég að mamma elskaði starfið sitt.“
Viðhorf til kennaramenntunar
Íslenskir framhaldsskólanemar töluðu af virðingu um góða kennara og mörg dæmi
voru einnig nefnd um einstaklinga með kennaramenntun í öðrum störfum. Íslensku
og dönsku kennaranemarnir sögðu það auðvelt að komast inn í kennaranám en þeir
finnsku töldu það erfitt í samanburði við aðrar greinar. Í Finnlandi eru inntökuviðtöl
sem nemendur sögðu að væru góð en erfið.
Í rýnihópaviðtalinu voru framhaldsskólanemar spurðir hvort það skipti máli að
auðvelt eða erfitt væri að komast í nám. Íslensku nemendurnir töldu það til marks
um að nám væri eftirsóknarvert að erfitt væri að komast í það og námið væri ekki of
auðvelt. Annað sem kom fram, og tengdist vali á námi, var að staða námsins í sam-
félaginu hefði nokkur áhrif en einnig að starfið væri mikilvægt fyrir samfélagið. Vinir
og ættingjar hefðu líka áhrif á það hvaða nám yrði fyrir valinu.
Í spurningakönnuninni má merkja jákvæðari svör hjá íslensku kennaranemunum
en nemum annars staðar á Norðurlöndum við þeirri fullyrðingu að kennaramenntun-
in sé áhugaverð og áskorun í sjálfu sér. Íslensku kennaranemarnir héldu því fram að
ekki skipti miklu máli þó að auðvelt væri að komast í námið. Spurt var hvort námið
væri létt og voru 80% kennaranema mjög eða frekar ósammála því að námið væri létt
en hins vegar töldu þeir að það væri áhugavert og áskorun í sjálfu sér. Þetta sjónarmið
kom fram í svari eins kennaranemans en hann sagði: „Maður fær ekkert að halda