Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 21
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 21 HaLLa jÓnsDÓTTir sýnir fram á að hugsun um starf eða starfshugsun sé ólík eftir kynferði. Hún byggir niðurstöður sínar á rannsókn meðal rúmlega 900 grunnskólanemenda í 10. bekk. Niðurstaða hennar er sú að áhuga- og tekjuskalar fari saman hjá drengjum en áhuga- og virðingarskali hjá stúlkum, þ.e. að áhugi drengja á störfum sé tengdur launum en hjá stúlkum sé það fremur spurning um virðingu samfélagsins. Varðandi starfsval megi því greina skýran „kynjahabitus“ í anda Bourdieus. Þá hefur Guðbjörg einnig fjallað um sýn ungmenna á grunnskólakennarastarfið sérstaklega í ljósi sömu rann- sóknar (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2005). Þar kemur í ljós að drengjum finnst grunn- skólakennarastarfið alls ekki eins virðingarvert og stúlkum, þeim finnst það síður áhugavert, ábyrgðarminna, það sé kvenlegra og bjóði síður upp á samskipti. Hér hlýt- ur að vera mikilvægt viðfangsefni til að takast á við á 21. öldinni þar sem jafnréttismál eru mikilvæg réttindamál, og ljóst er að hér er verulega vikið frá jafnréttisstefnu þeirri sem mörkuð er bæði í Háskóla Íslands og í íslensku samfélagi yfirleitt. Kennaranemar töldu að kennarastarfið nyti ekki mikillar virðingar og það sama kemur fram hjá þátttakendum annars staðar á Norðurlöndum, að Finnlandi undan- skildu. Laun væru hlutfallslega lág miðað við lengd námsins. Það er því afar forvitni- legt að skoða þær ástæður sem grunnskólakennaranemar hafa fyrir því að hefja fimm ára nám, undirbúning undir starf sem þeir telja illa launað og að njóti ekki sanngjarnrar virðingar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensku kennaranemarnir, sem rannsóknin náði til, velji sér ekki starf út frá stöðutákni og launum heldur gefa þeir upp persónulegar ástæður fyrir vali sínu. Þeir töldu sig vera að mennta sig fyrir starf sem væri mjög mikilvægt fyrir samfélagið, starf sem þeir töldu erfitt og að í því fælist mikil ögrun. Einnig töldu þeir að þeim gæfist möguleiki á persónulegum þroska í starfi og því fylgdi mikil tilbreyting, vinnutími væri sveigjanlegur og miklar siðferðis- kröfur gerðar, sem fælust í því að þeir ættu að vera fyrirmyndir nemenda sinna. Kennaranemarnir á Menntavísindasviði 2009 völdu nám sem fól í sér samvinnu fram yfir samkeppni, hagnýtt nám, sem gæfi nokkuð góða möguleika á fjölbreyttum störf- um en væri ekki mjög mikils metið. Kennaranemarnir töldu námið frekar þungt en áhugavert og meirihlutinn taldi að náminu lyki ekki við útskrift. Framhaldsskólanem- arnir í rannsókninni litu ekki á kennaranám og starf sem valkost fyrir sig. Laun væru of lág. Starfið væri hins vegar mikilvægt. Hér hefur einkum verið fjallað um niðurstöður sem snerta viðhorf framhaldsskóla- nema og kennaranema til grunnskólakennaramenntunar. Nemarnir töldu að persónu- leiki kennarans og viðhorf hans skiptu mestu máli í kennarastarfinu. Virðingarstaðan og sú nauðsynlega sérfræðiþekking sem háskólinn einn átti að geta veitt hafa verið helstu rökin fyrir flutningi annarra kennaramenntunarstofnana yfir í rannsóknar- háskóla (Gyða Jóhannsdóttir, 2004). Háskólastigið eitt nægir augljóslega ekki; fleira þarf að koma til svo að kennaramenntunin njóti fullrar virðingar og viðurkenningar. Athygli vekja niðurstöður Westburys og félaga þess efnis að mjög sterkur rannsókna- grunnur, sem hin finnska grunnskólakennaramenntun byggist á, sé ein af megin- stoðum hennar og helsti styrkur og ein veigamesta ástæðan fyrir þeirri velgengni og virðingu sem hún nýtur (Westbury, Hansén, Kansanen og Björkvist (2005).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.