Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 22

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201422 Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna? Tæplega 80% framhaldsskólanema sem svöruðu spurningalistanum ætluðu að fara í nám að loknu stúdentsprófi. Það var hæsta prósenta sem mældist í norrænu rann- sókninni. Það kom þó í ljós í rýnihópaviðtalinu að enginn þátttakendanna ætlaði sér að fara í kennaranám. Þessir þátttakendur töldu að kennarar sinntu mikilvægu starfi í samfélaginu, en töldu starfið hafa þar lága stöðu og vísuðu þar bæði til umræðu um kennara og einkum lágra launa. Þessir framhaldsskólanemar vildu helst mennta sig til starfs sem nýtur félagslegrar virðingar og gefur góð laun. Þá var sýn þeirra á kennara- menntunina einnig umhugsunarefni; þeir töldu að þar væri ekki um fræðigrein að ræða heldur að slík menntun fælist í dýpkun á faggreinum þeim sem þau hafa þegar lært. Þeir töldu góða fagþekkingu kennara mikilvægasta í kennarastarfinu, á meðan kennaranemar töldu það vera samskiptafærni. lOKaOrÐ Kennaramenntun á Íslandi stendur frammi fyrir áskorunum sem felast í því að skapa aukna virðingu fyrir henni, auka fjölbreytileika í hópi kennaranema og kanna hvern- ig tengja má námið enn betur rannsóknum. Í ljósi þess áhuga sem greina mátti hjá framhaldsskólanemunum á að stunda hluta af námi sínu erlendis er áframhaldandi þátttaka í Bologna-ferlinu mikilvæg fyrir íslenskt háskólasamfélag og vert að skoða hvort ekki megi gera meira af því að bjóða kennaranemum að taka t.d. eitt misseri í erlendum skóla. Samtímis því að dregið hefur úr aðsókn í kennaranám á Íslandi á undanförnum árum má sjá merki þess í fjölmiðlaumræðu síðustu missera að nei- kvæðnitónn sá sem nemar í hinum norrænu löndunum benda á, og þeir telja eiga þátt í að gera námið óspennandi, hafi náð Íslandsströnd. Augljóst er af svörum framhaldsskólanemanna að vinna þarf að því að gera kennaranámið og -starfið heillandi svo að ungt fólk á Íslandi sjái það sem raunhæft val fyrir sig. Í þessum efnum þarf sameiginlegt átak kennaramenntunarstofnana og sveitarfélaga. Launin og virðingin voru nefnd sem helstu ástæður þess að velja ekki námið og starfið. En jákvætt viðhorf íslensku þátttakendanna sýnir að enn er tækifæri til að vinna að styrkari stöðu grunnskólakennaramenntunar. Leita þarf leiða til að nemendahópurinn verði fjölbreyttari, t.d. ætti að freista þess að fá fleiri karlmenn til að stunda kennaranám og reyna að laða að fólk af erlendum uppruna. Hér eru því ögrandi verkefni þeirra sem að kennaramenntun standa er lúta að jafnréttismálum, virðingu fyrir menntun grunnskólakennara og ráðstöfunum gegn brotthvarfi úr nám- inu. Svo mætti nýta sér það viðhorf kennaranema til starfsins að það sé spennandi og gefi tækifæri til persónulegs þroska og leggja áherslu á þann þátt í kynningu á náminu. Ljóst er að mikið liggur við að standa vörð um gæði kennaramenntunar, kennara- starfið og um leið menntun komandi kynslóða og framtíð lands og þjóðar. Margt bendir til þess að við séum á leið í svipaða átt og nágrannaþjóðir okkar. Enn höfum við þó nokkurt forskot sem einkum felst í jákvæðri sýn ungs fólks á kennarastarfið og menntunina. Eins og fjallað var um í upphafi hafa viðhorf mikil áhrif og ráða miklu um val einstaklings á menntun til framtíðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.