Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 28

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 28
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201428 fjöLmenningarLegT námssamféLag m.a. þar sem „hnattvæðing er marghliða ferli með efnahagslegar, félagslegar, póli- tískar og menningarlegar afleiðingar fyrir menntun á háskólastigi“ (UNESCO, 2004, bls. 6, íslensk þýðing greinarhöfunda). Auknum hreyfanleika fólks fylgja þannig ný tækifæri til menntunar. Í nýlegri bók sinni, þar sem hún fjallar m.a. um margvísleg áhrif hnattvæðingar á menntun, kallar Darling-Hammond (2010) eftir valdeflandi menntun, menntun sem gerir fólki kleift að hugsa á gagnrýninn og áhrifamikinn hátt, að taka stjórn á námi sínu og ákveða hlutskipti sitt, fremur en að fylgja eingöngu fyrir- mælum sem aðrir móta. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2011 á áhrifum náms sem byggt er upp og mótað á grunni gagnrýninnar uppeldisfræði, með útgangs- punkt í styrkleikum nemenda í fjölbreyttum alþjóðlegum hópi og með valdeflingu sem leiðarstef (Darling-Hammond, 2010). Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu námi í menntunarfræði (International Studies in Education) við Háskóla Íslands (2013a, 2013b) hefur haft á líf og störf sjö nemenda af erlendum uppruna. Námið var fyrst boðið haustið 2008 á Menntavísindasviði HÍ. Það er nýjung á Menntavísindasviði að tvennu leyti. Annars vegar er í fyrsta skipti á sviðinu heildstæð námsleið í boði þar sem kennt er á ensku. Hins vegar er námið byggt á hugmyndafræði og kenningum um fjölmenningarlega menntun (Banks, 2007) og menningarmiðaða menntun (Gay, 2000) auk gagnrýninnar uppeldisfræði í anda Freire (1985, 1999, 2007) en jafnframt er reynt að skapa alþjóðlegt og fjölmenningarlegt námssamfélag (Nieto, 2010) með áherslu á valdeflingu (Darling-Hammond, 2010). Al- þjóðlegt nám í menntunarfræði við HÍ var m.a. þróað til að bregðast við fjölgun nem- enda af erlendum uppruna í háskólanámi á Íslandi, sem ekki höfðu möguleika á að stunda nám á íslensku, og til að skapa alþjóðlegra umhverfi náms á sviði menntunar- fræða en verið hafði í boði á Íslandi fram að þeim tíma (Hanna Ragnarsdóttir, 2012; Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal, 2007). Fyrirliggjandi rannsóknum á náminu eða einstaka námskeiðum þess hafa þegar verið gerð nokkur skil. Helstu niðurstöður í rannsókn Allyson Macdonald og Auðar Pálsdóttur (2011) leiddu í ljós aukna meðvitund nemenda um þau áhrif sem þau sjálf höfðu á mótun og þróun námsins. Meirihluti þeirra kennara sem tók þátt í mótun, þróun og kennslu á fyrstu árum námsins deildi þessari hugmyndafræði (Allyson Macdonald og Auður Pálsdóttir, 2011; Books, Hanna Ragnarsdóttir, Ólafur Páll Jóns- son og Allyson Macdonald, 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012). Hvorki reynsla kvenna, né reynsla nemenda sem lokið hafa náminu hefur fram að þessu verið rannsökuð sérstaklega og er með þeirri rannsókn sem hér er greint frá leitast við að bæta úr því. frÆÐilEgUr baKgrUnnUr Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar fellur vel að hugmyndafræðilegum grunni alþjóðlega námsins í menntunarfræði, en megináherslur eru á gagnrýna uppeldis- fræði (e. critical pedagogy), gagnrýna fjölmenningarhyggju (e. critical multicultural- ism) og hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar (e. multicultural education) sem fræðilegan grunn rannsóknarinnar og námsins. Einnig er fjallað um þróun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.