Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 28
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201428
fjöLmenningarLegT námssamféLag
m.a. þar sem „hnattvæðing er marghliða ferli með efnahagslegar, félagslegar, póli-
tískar og menningarlegar afleiðingar fyrir menntun á háskólastigi“ (UNESCO, 2004,
bls. 6, íslensk þýðing greinarhöfunda). Auknum hreyfanleika fólks fylgja þannig ný
tækifæri til menntunar. Í nýlegri bók sinni, þar sem hún fjallar m.a. um margvísleg
áhrif hnattvæðingar á menntun, kallar Darling-Hammond (2010) eftir valdeflandi
menntun, menntun sem gerir fólki kleift að hugsa á gagnrýninn og áhrifamikinn hátt,
að taka stjórn á námi sínu og ákveða hlutskipti sitt, fremur en að fylgja eingöngu fyrir-
mælum sem aðrir móta.
Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2011 á áhrifum
náms sem byggt er upp og mótað á grunni gagnrýninnar uppeldisfræði, með útgangs-
punkt í styrkleikum nemenda í fjölbreyttum alþjóðlegum hópi og með valdeflingu
sem leiðarstef (Darling-Hammond, 2010). Markmið rannsóknarinnar var að athuga
hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu námi í menntunarfræði (International Studies in
Education) við Háskóla Íslands (2013a, 2013b) hefur haft á líf og störf sjö nemenda
af erlendum uppruna. Námið var fyrst boðið haustið 2008 á Menntavísindasviði HÍ.
Það er nýjung á Menntavísindasviði að tvennu leyti. Annars vegar er í fyrsta skipti
á sviðinu heildstæð námsleið í boði þar sem kennt er á ensku. Hins vegar er námið
byggt á hugmyndafræði og kenningum um fjölmenningarlega menntun (Banks, 2007)
og menningarmiðaða menntun (Gay, 2000) auk gagnrýninnar uppeldisfræði í anda
Freire (1985, 1999, 2007) en jafnframt er reynt að skapa alþjóðlegt og fjölmenningarlegt
námssamfélag (Nieto, 2010) með áherslu á valdeflingu (Darling-Hammond, 2010). Al-
þjóðlegt nám í menntunarfræði við HÍ var m.a. þróað til að bregðast við fjölgun nem-
enda af erlendum uppruna í háskólanámi á Íslandi, sem ekki höfðu möguleika á að
stunda nám á íslensku, og til að skapa alþjóðlegra umhverfi náms á sviði menntunar-
fræða en verið hafði í boði á Íslandi fram að þeim tíma (Hanna Ragnarsdóttir, 2012;
Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal, 2007).
Fyrirliggjandi rannsóknum á náminu eða einstaka námskeiðum þess hafa þegar
verið gerð nokkur skil. Helstu niðurstöður í rannsókn Allyson Macdonald og Auðar
Pálsdóttur (2011) leiddu í ljós aukna meðvitund nemenda um þau áhrif sem þau sjálf
höfðu á mótun og þróun námsins. Meirihluti þeirra kennara sem tók þátt í mótun,
þróun og kennslu á fyrstu árum námsins deildi þessari hugmyndafræði (Allyson
Macdonald og Auður Pálsdóttir, 2011; Books, Hanna Ragnarsdóttir, Ólafur Páll Jóns-
son og Allyson Macdonald, 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012). Hvorki reynsla kvenna,
né reynsla nemenda sem lokið hafa náminu hefur fram að þessu verið rannsökuð
sérstaklega og er með þeirri rannsókn sem hér er greint frá leitast við að bæta úr því.
frÆÐilEgUr baKgrUnnUr
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar fellur vel að hugmyndafræðilegum grunni
alþjóðlega námsins í menntunarfræði, en megináherslur eru á gagnrýna uppeldis-
fræði (e. critical pedagogy), gagnrýna fjölmenningarhyggju (e. critical multicultural-
ism) og hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar (e. multicultural education)
sem fræðilegan grunn rannsóknarinnar og námsins. Einnig er fjallað um þróun