Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 37 Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL boðið. Vada sagði: „Við skildum ekki hvað var verið að kenna. Það var skrýtið fyrir okkur. En með tímanum náðum við því. En það hefði mátt gera það öðruvísi.“ Að- spurðar um hvaða umbætur þær teldu að helst þyrfti að gera á náminu, nefndu þær m.a. að mikilvægt væri að nemendur í alþjóðlega náminu og aðrir nemendur væru að hluta til saman í námskeiðum. Viola sagði um þetta: „Ekki alltaf búa til þína eigin eyju.“ Hún vísar hér til þeirrar hættu að nemendur í alþjóðlega náminu einangrist og fari á mis við mikilvæg samskipti við aðra nemendur skólans. Framtíðarsýn og áform: Að láta gott af sér leiða Margar kvennanna höfðu áform um hvernig þær vildu byggja á reynslu sinni af nám- inu og nýrri þekkingu í því að skapa öðrum tækifæri. Valerie vildi aðstoða ungmenni: „Ég vil skapa alþjóðlegt lærdómssamfélag. Hjálpa ungu fólki að finna sig. Ég vil miðla einhverju af þeim upplýsingum sem ég hef og þannig getum við öll lært saman.“ Vida lýsti framtíðaráformum sínum þannig að hún sæi fyrir sé tvær ólíkar leiðir að loknu meistaranáminu. Önnur væri að starfa við menntarannsóknir og kennslu í háskóla því hún væri sannfærð um að það nám sem hún átti að baki væri líka mikilvægt fyrir aðra og að hún gæti ekki samvisku sinnar vegna haldið því út af fyrir sig. Hin leiðin væri pólitískari þar sem hún vildi gjarnan starfa t.d. með frjálsum félagasamtökum sem sinna menntamálum og var ástæðan að hennar sögn: Alþjóðlega námið hefur haft dálítið undarleg áhrif á hvöt mína til að halda áfram námi; ég fæ sífellt meira á tilfinninguna að ég vilji gera ´eitthvað raunverulegt´, gera eitthvað fyrir aðra og ekki eingöngu fyrir sjálfa mig! Vanda sagðist vilja halda áfram, fara í doktorsnám og gera rannsóknir. Hún sagðist vilja stuðla að umbótum í sínu heimalandi, helst breytingum á menntakerfinu öllu. Vanda sagðist þegar vera búin að hafa samband við aðila í menntakerfinu í sínu heimalandi og viðra hugmyndir sínar við þá. Hún talaði jafnframt um þá hvatningu til náms sem hún hafði alla tíð fengið frá föður sínum sem sé sterkur málsvari þess að hvetja stúlkur til náms, eitthvað sem var ekki sjálfgefið í heimalandinu. Hún sagði: Hann er ýtin manneskja, hann er alltaf að reka mig áfram. Þegar ég lauk BA-náminu sagði hann: ´Fínt, en hvenær byrjarðu í MA-náminu?´, svo ég byrjaði á því og nú þegar ég er að ljúka því spyr hann hvenær ég ætli að byrja í doktorsnáminu. Hún segir hann líka hafa verið duglegan að hvetja aðra feður til að senda dætur sínar í skóla og vísaði hann þá gjarnan til þess hversu vel hans eigin dætrum hafði vegnað máli sínu til stuðnings. Vera lýsti reynslu sinni þannig að námið hafi algerlega breytt viðhorfum hennar og framtíðaráformum, hún hefði ekkert nema jákvætt að segja um alþjóðlega námið og að hún vildi óska þess að fleiri innflytjendakonur vissu af því. Konurnar ræddu einnig um hvort þær myndu mæla með náminu við aðra og í frásögn Vidu kom eftirfarandi fram: Ég myndi mæla með náminu við vini mína af því að með því að stunda það öðlast maður ekki eingöngu akademíska þekkingu, heldur einnig það sem er sennilegra enn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.