Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 51

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 51
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 51 ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson mun á skriftargæðum og skriftarhraða hjá drengjum og stúlkum. Hvað varðar skrift- argæði jókst munurinn, gefinn sem Cohens d, frá d = 0,5 í 1. bekk upp í d = 0,6 í 6. bekk og hvað varðar skriftarhraða frá d = 0,5 í 1. bekk upp í d = 0,7 í 6. bekk. Byrjunarskrift Í mörgum löndum byggist skriftarkennsla á þeirri hugmynd að flókin form séu samsett úr einfaldari formum sem beri að kenna fyrst (Clemens, 2000). Þess vegna hefur til dæmis verið talið eðlilegt að kenna bókstafina fyrst án þess að tengja þá saman. Einnig hefur verið leitast við að hafa lögun byrjunarbókstafa sem líkasta þeim prentbókstöf- um sem notaðir eru við lestrarkennslu. Til þess að kanna hversu haldbærar þessar forsendur fyrir skriftarkennslu eru gerði Ragnheiður Karlsdóttir (1985; 1996a; 1996b) rannsóknir á áhrifum byrjunarskriftar á framfarir í skrift og lestri hjá norskum börn- um. Í grófum dráttum voru niðurstöðurnar þær að enginn munur á framförum í skrift fannst á milli barna sem notuðu prentskrift, ótengda skrifstafi eða tengda skrifstafi sem byrjunarskrift í 1. bekk. Hins vegar hafði byrjunarskriftin áhrif á framfarir í lestri. Meðaleinkunnir í lesskilningi og leshraða í lok 3. bekkjar voru um það bil 16% hærri hjá þeim börnum sem notuðu prentskrift eða ótengda skrifstafi sem byrjunarskrift en hjá þeim börnum sem notuðu tengda skrifstafi. Ekki skipti máli hvort bókstafaformin í forskriftinni voru nákvæmlega eins og bókstafaformin í prentskriftinni sem notuð var í lestrarkennslunni eða ekki. Þetta er í samræmi við þá ályktun, sem draga má af kenningu Bakkers (1982) um skynjun, að stakir bókstafir styðji betur við byrjenda- kennslu í lestri en bókstafir sem renna saman í eina heild tengdrar skriftar. Tengd skrift Til þess að kanna hvort forskriftarletur geti haft áhrif á framfarir í skrift bar Ragn- heiður Karlsdóttir (1997) saman framfarir í skrift hjá börnum sem lærðu þær fjórar mismunandi leturgerðir sem eru sýndar á mynd 1. Rannsóknin var þversniðsrann- sókn á norskum og íslenskum börnum í 3.–6. bekk framkvæmd haustið 1990 þar sem fjórir mismunandi hópar í hverjum bekk lærðu hver sína leturgerð, samtals 521 barn í 16 hópum af svipaðri stærð. Umfang skriftarkennslu og kennsluaðferðir voru sam- bærilegar í öllum hópunum. Niðurstöðurnar voru þær að íslenskum börnum sem notuðu lykkjuskrift í útfærslu Guðmundar I. Guðjónssonar og grunnskriftina sem nú er notuð sem forskrift á Íslandi fór að meðaltali meira fram hvað varðar skriftar- gæði en norskum börnum sem notuðu einfaldaðar gerðir af leturgerðum sem líkjast íslensku leturgerðunum. Hins vegar fór norsku börnunum að meðaltali meira fram hvað varðaði skriftarhraða en íslensku börnunum. Þetta gæti skýrst af því að norsku forskriftarletrin voru einfölduð með því að stytta háleggi og lágleggi í lykkjuskrift- inni og með því að kringja hvössu hornin sem einkenna grunnskriftina og skyldar leturgerðir. Munurinn á meðaleinkunnum í skriftargæðum og skriftarhraða á milli leturgerðanna var hins vegar aldrei meiri en 10%. Það er því ekki hægt að fullyrða að einhver ein af þessum fjórum leturgerðum hafi veruleg áhrif á framfarir hvað varðar skriftargæði og skriftarhraða miðað við hinar. Hins vegar sýndi það sig að leturgerðirnar voru misendingargóðar. Veikust fyrir var grunnskriftin þar sem fram kom tilhneiging hjá börnunum til þess að kringja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.