Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201454 framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík Í þessari rannsókn er lagt mat á hversu vel hefur tekist að kenna skrift samkvæmt ákveðnu forskriftarletri. Þess vegna voru gæði skriftarinnar í rithandarsýnunum metin með því að gefa einkunnir fyrir útvalda eðlisþætti hvers einstaks bókstafaforms miðað við lögun þess í forskriftarletrinu í stað þess að gefa einkunnir fyrir útvalda eðlisþætti skriftarinnar sem heildar eins og algengt er að gera. Öll lágstafaformin og hástafa Þ-ið í textanum voru metin, samtals 28 mismunandi bókstafaform. Fyrir hvert bókstafaform voru gefnar einkunnir fyrir eðlisþættina lögun, stærð, bil fyrir framan og röðun á beina línu. Vegna þess að lögun bókstafa og lögun tenginga var kennd hvor í sínu lagi var lögun bókstafa og lögun tenginga metin hvor fyrir sig við mat á tengdri skrift. Þannig byggðist einkunn fyrir rithandarsýni á mati á 4 x 28 = 112 eðlisþáttum ótengdrar skriftar og 5 x 28 = 140 eðlisþáttum tengdrar skriftar. Einkunn fyrir lögun var gefin á grundvelli samanburðar við lögun bókstafa og tenginga í forskriftarletrinu. Eins og fram kemur í næsta kafla gætti tilhneigingar hjá öllum börnunum til þess að kringja hornin sem einkenna grunnskriftina. Vegna þess hve þetta var algengt var ákveðið að líta fram hjá þessu fráviki frá forskriftarletr- inu við mat á lögun bókstafa og tenginga. Einkunn fyrir stærð bókstafa og bil fyrir framan bókstaf var gefin á grundvelli samanburðar við „meðaltal“ í rithandarsýninu. Einkunn fyrir röðun bókstafa á beina línu var gefin á grundvelli samanburðar við línustrikun blaðsins. Allar einkunnir voru gefnar á tvíkosta kvarða þar sem einkunn- in 0 var gefin fyrir þann eðlisþátt sem augljóst var að barnið hafði ekki náð valdi á. Annars var talið að barnið hefði náð valdi á þættinum og einkunnin 1 gefin. Þau fimm bókstafaform (Þ, é, t, ó, p) sem aðeins birtust einu sinni í textanum voru metin samkvæmt þeirri birtingu. Þau 23 bókstafaform sem birtust oftar en einu sinni voru að jafnaði metin eftir tveimur fyrstu birtingunum. Einkunnin 1 var gefin fyrir þá þætti sem barnið hafði vald á í báðum birtingum. Annars var einkunnin 0 gefin. Talið var að bókstafaform væri rétt skrifað ef barnið hafði náð valdi á öllum eðlis- þáttum þess og einkunnin 1 gefin fyrir bókstafaformið. Annars var einkunnin 0 gef- in. Hrátala einkunnar fyrir skriftargæði rithandarsýnis í heild var gefin sem fjöldi þeirra bókstafaforma sem barnið hafði vald á (kvarði: 1 til 28). Afleidd einkunn var skilgreind sem 28. hluti hrátölu og gefin sem tugabrot (kvarði: 0 til 1) þar sem túlka má tugatöluna sem þá hundraðstölu bókstafaforma í rithandarsýni sem barnið hef- ur skrifað samkvæmt forskrift. Nákvæmari lýsing á þessari aðferð við að meta gæði skriftar er tiltæk (Þórarinn Stefánsson og Ragnheiður Karlsdóttir, 2003). Til þess að gefa hugmynd um sambandið á milli rithandar og einkunnar eru á mynd 4 sýndar fyrstu tvær línur þriggja rithandarsýna sem í 5. bekk hlutu afleiddu einkunnirnar 1,0; 0,71 og 0,32 sem svarar til þess að 28, 20 og 9 bókstafaform af 28 hafi verið skrifuð rétt. Á töflu 1 er sýnt yfirlit yfir þær einkunnir sem gefnar voru fyrir eðlisþætti fyrstu fimm bókstafanna í rithandarsýnunum og þær einkunnir sem gefnar voru fyrir hvert bókstafaform fyrir sig. Allir þessir bókstafir, nema Þ, komu oftar en einu sinni fyrir og voru metnir eftir tveimur fyrstu birtingunum. Áreiðanleiki og réttmæti skriftargæðaprófsins var metið í sérstakri rannsókn óháðri þessari (Þórarinn Stefánsson og Ragnheiður Karlsdóttir, 2003). Áreiðanleiki var meðal annars metinn með því að reikna út fylgni einkunna 23 grunnskólabarna í 2. bekk fengnum: a) úr tveimur prófum teknum með tveggja vikna millibili sem gaf r = 0,87,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.