Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201458
framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík
þungur k > 1,6. Hlutfallslegur fjöldi bókstafaforma sem börnin skrifa rétt í hverjum
þyngdarflokki fyrir sig eftir hópum og bekkjum var reiknaður út.
Tölfræðigreining og túlkun á áhrifastærðum
Tölfræðileg marktektarmörk voru sett við p = 0,05 og áhrifastærðir gefnar sem Cohens
d. Til þess að túlka áhrifastærðir var stuðst við túlkun Cohens (1988) þar sem d < 0,3
var túlkað sem lítil áhrif og d > 0,5 var túlkað sem mikil áhrif. Með hliðsjón af þessu
voru mörkin fyrir umtalsverð áhrif (e. practically significant effect) sett við d = 0,4.
niÐUrstÖÐUr
Meðalframfarir í skriftargetu
Á töflu 2 sjást niðurstöður úr skriftargæðaprófum. Kennsla í grunnskrift hófst
í 2. bekk og eiga niðurstöðurnar fyrir 1. bekk því við byrjunarskriftina. Á
mynd 5 sjást meðalframfarir barnanna í grunnskrift. Dreifigreining á mismun
meðalskriftargæðaeinkunna eftir bekkjum sýndi tölfræðilega marktækan mun (Wilks
λ = 0,51, F(4,156) = 36,95; p < 0,0005). Dreifigreining á mismun meðalskriftargæða-
einkunna fyrir tvo og tvo bekki í einu sýndi einnig tölfræðilega marktækan mun nema
fyrir samanburð á milli 4. bekkjar og 6. bekkjar (2. bekkur í samanburði við 3., 4., 5. og
6. bekk: p < 0,0005; 3. bekkur í samanburði við 4. bekk: p = 0,003, 5. bekk: p < 0,0005 og
6. bekk: p = 0,026; 4. bekkur í samanburði við 5. bekk og 5. bekkur í samanburði við
6. bekk: p < 0,0005). Áhrifastærðirnar voru d = 3,2 í 2. bekk, d = 0,43 í 3. bekk, d = 0,25
í 4. bekk, d = 0,29 í 5. bekk og d = 0,32 í 6. bekk. Við athugun á rithandarsýnunum úr
skriftargæðaprófunum sést að strax frá 3. bekk gætir tilhneigingar hjá öllum börnun-
um til þess að kringja skörpu hornin sem einkenna grunnskriftina (dæmi á mynd 4). Í
4., 5. og 6. bekk kringdu um það bil 40%, 54% og 54% barnanna skörpu hornin í öllum
bókstöfum. Í 3. bekk skrifa öll börnin tengda skrift á skriftargæðaprófum, en í 4., 5.
og 6. bekk skrifa 12%, 12% og 26% þeirra ótengda skrift að hluta til eða að öllu leyti.
Á töflu 2 og mynd 6 sjást niðurstöður úr skriftarhraðaprófum fyrir grunnskriftina.
Dreifigreining á mismun meðalskriftarhraðaeinkunna eftir bekkjum sýndi tölfræðilega
marktækan mun (Wilks λ = 0,082, F(3,117) = 434,50; p < 0,0005). Dreifigreiningar á
mismun meðalskriftarhraðaeinkunna fyrir tvo og tvo bekki í einu sýndu einnig töl-
fræðilega marktækan mun (3. bekkur í samanburði við 4., 5. og 6. bekk; 4. bekkur
í samanburði við 5. og 6. bekk og 5. bekkur í samanburði við 6. bekk: p < 0,0005).
Áhrifastærðirnar voru d = 2,8 í 4. bekk, d = 2,4 í 5. bekk og d = 2,5 í 6. bekk. Við athug-
anir á rithandarsýnum úr skriftarhraðaprófum kemur í ljós að strax frá 3. bekk gætir
tilhneigingar hjá börnunum til þess að skrifa ótengda skrift á hraðaprófum (dæmi á
mynd 7B og 7C). Í 4., 5. og 6. bekk skrifuðu um það bil 59%, 56% og 62% af börnunum
ótengda skrift á hraðaprófunum og um það bil sama hlutfall barnanna kringdi skörpu
hornin og á skriftargæðaprófunum. Með því að hagræða skriftinni á þennan hátt gátu
börnin að meðaltali aukið skriftarhraðann. Í 5. og 6. bekk var meðalskriftarhraðinn hjá
þeim börnum sem hagræddu skriftinni 90 og 101 bókstafur á mínútu samanborið við