Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 68

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 68
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201468 framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík eru til samanburðar við niðurstöður þessarar rannsóknar sýndar niðurstöður úr rann- sókn Ragnheiðar Karlsdóttur (1997) þar sem meðalframfarir grunnskólabarna sem haustið 1990 lærðu lykkjuskrift eftir forskrift Guðmundar I. Guðjónssonar (mynd 1D) og hina nýinnleiddu grunnskrift eru bornar saman. Dreifigreining á mismun meðal- skriftargæðaeinkunna fyrir þennan samanburð sýndi tölfræðilega marktækan mun í 6. bekk (F(3,177) =11,2, p < 0,001) (Ragnheiður Karlsdóttir, 1997). Dreifigreining hefur ekki verið gerð á mun á meðalskriftargæðum milli þessarar rannsóknar og rannsókn- ar Ragnheiðar Karlsdóttur (1997). Þess vegna verður að gæta varúðar við samanburð á niðurstöðum úr þessum tveimur rannsóknum. Að þessu gefnu má þó fullyrða að ekkert bendir til þess að framfarir eftir að nýtt forskriftarletur var tekið í notkun séu minni en þær voru áður en það var tekið upp. Þættir sem torvelda framfarir Framfarir í skriftargetu má sennilega rekja til samspils margra þátta. Þeir þættir sem voru kannaðir hér tengjast forsendum barnsins til þess að læra handskrift og þáttum tengdum kennslu bókstafaformanna. Einnig var viðbrögðum barnanna við sérein- kennum í gerð grunnskriftarletursins haldið til haga. Tveir þættir sem varða forsendur barnsins voru kannaðir: getan til þess að samhæfa sjón og hönd og kyn. Hópur C var myndaður til þess að ná utan um þau börn sem samkvæmt fyrri rannsóknum mætti búast við að ættu í erfiðleikum með að samhæfa sjón og hönd. Þegar meðalárangur hópa A, B og C1 á forprófi í samhæfingu sjónar og handar er borinn saman sést að meðaleinkunnin í samhæfingu sjónar og handar er há í öllum hópunum og að lítill munur er á milli þeirra (tafla 4). Þetta er vísbending um að sjón- og hreyfigeta torveldi ekki framfarir hvað varðar skriftargæði hjá börnunum í þessum hópum. Þetta er í samræmi við þá niðurstöðu að enginn teljandi munur sé á fylgni á milli getu til þess að samhæfa sjón og hönd og skriftareinkunna hjá börnunum í hópi C og börnunum í öllu úrtakinu (tafla 3). Í hópi C2 eru börn með SSH-einkunn < 8 stig. Það er ekki hægt að útiloka að ástæðan fyrir því að börnin í þessum hópi læra færri bókstafi og tengingar rétt í 2. og 3. bekk en börnin í hópi C1 sé röskun á sjón- og hreyfiþroska, einkanlega þegar gáð er að því að sama hlutfall er á milli fjölda drengja og stúlkna í báðum hópum (tafla 4) og því er ólíklegt að kynjamunur á milli hópanna valdi mismuninum. Hins vegar er á það að líta að svipaðar meðalframfarir eru frá 2. bekk til 5. bekkjar í hópi C2 og í hópum C1 og B. Niðurstaðan er því sú að það er ekki greinilegt að geta til þess að samhæfa sjón og hönd torveldi framfarir í skrift í 2. og 3. bekk og framfarirnar frá 2. bekk til 5. bekkjar benda til þess að vel sé hægt að kenna börnunum í hópi C2 handskrift jafnvel þótt þau kynnu að glíma við röskun á sjón- og hreyfiþroska. Það kemur greinilega fram í þessari rannsókn (tafla 2) að stúlkum fer að jafnaði umtalsvert hraðar fram hvað varðar skriftargæði (0,63 ≤ d ≤ 0,93) og skriftarhraða (0,86 ≤ d ≤ 0,95) en drengjum. Þetta er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna hér á landi og erlendis (Graham o.fl., 1998; Guðmundur B. Kristmundsson og Ólafur Proppé, 1984) og endurspeglast í kynjahlutfallinu í hópum A, B og C (tafla 4). Niðurstöðurnar sýna einnig að stúlkur ná að jafnaði umtalsvert betri árangri á prófi í samhæfingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.