Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 83

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 83 koLBrún Þ. PáLsDÓTTir • Kennari eða leiðbeinandi til staðar • Námi lýkur með einkunn eða mati • Viðurkennd hæfniviðmið (Eraut, 2000, bls. 114). Óformlegt nám getur átt sér stað innan eða utan skólastofnana og það byggist á sveigjan- leika og frelsi þess sem lærir. Óformlegt nám getur verið að miklu leyti ósýnilegt, jafn- vel þannig að einstaklingar átti sig ekki á að þeir séu að læra nokkurn skapaðan hlut. Eftirfarandi þættir einkenna að jafnaði óformlegt nám: • Enginn sérstakur kennari eða leiðbeinandi • Einstaklingurinn stýrir ferlinu sjálfur, meðvitað eða ómeðvitað • Nám af reynslu • Nám sem er bundið aðstæðum • Ekkert tiltekið mat eða hæfniviðmið (sjá Colley, Hodkinson og Malcolm, 2002). Sé rýnt betur í greinarmun formlegs og óformlegs náms verða skilin óskýr. Óformlegt nám á sér líka stað innan formlegra skólastofnana, og öfugt (Colley o.fl., 2002). Á frí- stundaheimilum eiga sér til að mynda stað bæði formleg og óformleg námsferli sé vel staðið að verki. Með viðtölum við starfsfólk og börn komust danskir rannsakendur að því að þrenns konar lærdómur ætti sér stað á frístundaheimilum. Börnin lærðu a) að vera þau sjálf, b) þau tileinkuðu sér nýja hæfni og c) þau öðluðust ýmiss konar þekkingu (Bjerresgaard, Olesen og Sørensen, 2009, bls. 73). Lærdómsferli barnanna voru bæði formleg og óformleg, og lutu ýmist stjórn hinna fullorðnu leiðbeinenda eða barnanna sjálfra. En hins vegar voru námstækifærin alfarið háð forsendum starfsem- innar, sem sé því að til staðar væri uppeldisleg hugmyndafræði, hæfni leiðbeinenda, sameiginleg gildi, skipulag, tími og ytri stuðningur. Til að tryggja möguleika barna til formlegs og óformlegs náms á frístundaheimilum verða því stjórnvöld og fagfólk að vakna til vitundar um mikilvægi þess að efla fagumhverfi starfsins. saMÞÆtting sKóla- Og frÍstUnDastarfs Nærtækasta leiðin til að treysta uppeldislegt hlutverk frístundaheimila er að efla samstarf og samþættingu skóla og frístundaheimila. Skipuleggja þarf heildstæðan vinnudag yngstu barnanna sem nú þegar dvelja daglangt í skóla og á frístundaheim- ili. Þannig má nýta þann auð og tækifæri sem börnum gefast til þroska með frjáls- um leik og skapandi starfi, með óformlegu námi á formlegum vettvangi (um viðhorf barna, sjá nánar Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, 2012a). Auknar áherslur á gildi frístunda- starfsins má sjá hjá ýmsum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg hefur til að mynda lagt áherslu á stefnumótun og að efla faglega umgjörð í starfi frístundaheimila (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2009). Meirihluti sveitarfélaga telur sig samþætta skóla- og frístundastarf yngstu skólabarnanna með einhverjum hætti, en mjög ólíkur skilningur er á því hvað geti falist í slíkri samþættingu (sjá Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2014). Áhugavert verður að fylgjast með þróunarverkefnum sem nú eru í gangi og felast í því að boðið er upp á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.