Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201486
viðHorf TiL náms
lOKaOrÐ
Menntun er ekki góss, gæði eða afurð sem skólar skila út í samfélagið – menntun er
þroski sem einstaklingar öðlast þegar þeir leggja rækt við hæfileika sína og persónu-
lega sýn og marka sér stöðu sem hugsandi og ábyrgar manneskjur. Skólar gegna vissu-
lega mikilvægu hlutverki á þroskagöngu einstaklings, en þeir útdeila ekki menntun
líkt og bílaverksmiðjur framleiða bíla. Menntun er ekki nema að litlu leyti tæknilegt
viðfangsefni. Því þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði óformlegs náms samhliða
hinu formlega námi, þar sem börn fá að spreyta sig á eigin forsendum, hafa val um
viðfangsefni og njóta töluverðs sjálfræðis. Börn eru ákaflega skapandi og hugsandi
verur sem nýta hvert tækifæri til náms. Hugmyndafræði óformlegs náms byggist á
því að efla sjálfstæði barnsins til að nýta umhverfi og athafnir á uppbyggilegan hátt.
Að endingu er það einstaklingurinn sjálfur sem verður að bera ábyrgð á og móta eigin
þroska- og námsferil. Grunnur er lagður að því að börn öðlist slíka sjálfsstjórn í skóla-
og frístundastarfi þar sem nýttar eru bæði formlegar og óformlegar námsleiðir.
atHUgasEMDir
1 Ég hef annars staðar gert grein fyrir sögu frístundaheimila í Reykjavík (Kolbrún
Þ. Pálsdóttir, 2009), fjallað um viðhorf 6–9 ára barna til vinnudags í skóla og á frí-
stundaheimili (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012a og 2012b) og tekið þátt í skýrslugerð
um stöðu þessarar starfsemi á landinu öllu (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2014; Kolbrún Þ.
Pálsdóttir og Valgerður Freyja Ágústsdóttir, 2011).
2 Informal learning hefur einnig verið þýtt á íslensku sem formlaust nám, en það er ekki
fullnægjandi þýðing að mínu viti þar sem ýmis form og mynstur einkenna daglegt
líf einstaklinga og hið óformlega nám sem þar á sér stað.
HEiMilDir
Ackesjö, H. (2011). Medspelare och ordningsvakter: Barns bilder av fritidspedagogens
yrkesroller på fritidshemmet och i skolan. Í A. Klerfelt og B. Haglund (ritstjórar),
Fritidspedagogik: Fritidshemmet teorier och praktiker (bls. 182–203). Stockholm: Liber.
Bjerresgaard, H., Olesen, N. L. og Sørensen, L. H. (2009). Ord og billeder på
fritidspædagogikken: En undersøgelse af fritidspædagogikken og dens betydning for og
bidrag til børns trivsel, læring og dannelse. Haderslev: University College Syddan-
mark.
Calander, F. (2000). From ‘the pedagogue of recreation’ to teacher’s assistant. Scandi-
navian Journal of Educational Research, 44(2), 207–224.
Colley, H., Hodkinson, P. og Malcolm, J. (2002). Non-formal learning: Mapping the
conceptual terrain. A consultation report. Sótt af http://www.infed.org/archives
/e-texts/colley_informal_learning.htm
Guðmundur Finnbogason. (1994). Lýðmenntun: Hugleiðingar og tillögur. Reykjavík:
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. (Bókin kom fyrst út 1903).