Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 99 Ný menntun í takt við kröfur samtímans: Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands inngangUr Í greininni er fjallað um aðdraganda og þróun náms í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Leitast er við að svara því hvað kallaði á nám í tómstunda- og félagsmálafræði, hvaða meginþættir einkenna námið og hvaða þörfum er mikilvægt að nám á þessu sviði mæti. Á þeim rúmu 10 árum sem liðin eru frá því að fyrstu nemendur útskrifuðust með BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði hefur orðið til nýr faghópur sem starfar á fjölbreyttum vettvangi. Í greininni er dregin upp mynd af þessum vettvangi og mikilvægi fagmenntunar í að efla fagmennsku og stuðla að rannsóknar- og þróunarstarfi. aÐDraganDi náMs Í tóMstUnDa- Og félagsMálafrÆÐi Nám í tómstunda- og félagsmálafræði varð til fyrir þrýsting frá fagstétt í mótun, þ.e. starfsfólki sem starfaði á vettvangi frítímans. Þessi nýja fagstétt varð til á Íslandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, m.a. með tilkomu félagsmiðstöðva í Reykja- vík og víðar sem kallaði á starfsfólk (Árni Guðmundsson, 2007). Þessum breyting- um fylgdi markvissari þróun á skipulagi og starfsemi félags- og tómstundastarfs hjá sveitarfélögum. Frjálsum félagasamtökum hafði einnig fjölgað og fjöldi fólks starfaði innan þeirra (Steinunn Hrafnsdóttir, 2008). Í kjölfarið jukust smám saman kröfur um faglega færni og starfsfólkið fór að leita sér menntunar. Á níunda áratugnum fóru til að mynda margir í nám til Svíþjóðar eða Danmerkur til að læra tómstundafræði. Samhliða því að starfsfólkið sótti í nám erlendis hófu stærri sveitarfélög á Íslandi að þróa og efla sí- og endurmenntun sína. Til marks um það þróaði Gísli Árni Eggertsson hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) á níunda áratugnum fræðslustarf að JakoB fRíMann ÞoRsteinsson Menntavísindasviði Háskóla íslands Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.