Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 109
árni gUðmUnDsson
Í fyrstu voru viðfangsefni í hópastarfinu á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur verk-
miðuð og áttu að vera gagnleg og til þess fallin að búa ungmennin undir atvinnuþátt-
töku. Starfsemin átti að taka mið af aðalatvinnuvegum landsins. Sjóvinnunámskeið,
sem voru ákaflega vel sótt, þóttu vitnisburður um mjög vel heppnað uppeldisstarf. Á
þessum árum, þ.e. sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, var hlutverk starfsmanna
að mörgu leyti ekki ósvipað hlutverki hins hefðbundna kennara, a.m.k. hvað agavald
varðaði: starfsmaðurinn réð, unglingurinn hlýddi. Gæsluhlutverkið var áberandi,
starfsmenn sáu t.d. um að útdeila spilum og gættu þess að allt færi sómasamlega fram.
nýjar áHErslUr
Á áttunda og níunda áratug 20. aldar urðu miklar breytingar á starfseminni í takt við
þær breytingar sem áttu sér stað í umhverfi ungmenna almennt á Vesturlöndum í
kjölfar stúdentamótmælanna árið 1968. Í stað verklegra viðfangsefna urðu samveran,
samskiptin og sjálfsmyndin lykilatriði í starfseminni. Hópastarfið tók mið af þessu og
leitast var við að hafa samskipti starfsmanna og ungmenna á jafningjagrunni. Á þessu
tímabili var hópastarfið tekið til gagngerrar endurskoðunar. Starfsmenn Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur lögðu mikla vinnu í skilgreiningar og markmið klúbba- og hópa-
starfs. Kenningar Georgs Herberts Mead um félagslega sjálfið og sjálfsmyndina voru
grunnstef í þeirri vinnu (Gísli Árni Eggertsson, Sverrir Friðþjófsson og Skúli Björns-
son, 1983).
Í upphafi níunda áratugarins kom til starfa í félagsmiðstöðvunum sérmenntað
starfsfólk frá Svíþjóð (hafði stundað nám sem fritidsledare og pedagoger) og síðar meir
einnig frá Danmörku (hafði menntast sem fritids- og klubpædagoger. Um aldamótin
2000 hófst nám í tómstunda- og félagsmálafræði hér á landi (sjá Jakob Frímann Þor-
steinsson, í þessu hefti).
Um 1990 voru teknar upp starfsaðferðir unglingalýðræðis í því augnamiði að stuðla
frekar að valdeflingu ungmenna. Norski fræðimaðurinn Knut Bøhler var einn af upp-
hafsmönnum þessara starfsaðferða og gaf m.a. út bækurnar Vi er på vei sem notaðar
voru við útfærslu á þessum starfsaðferðum (Bøhler, 1982, 1983a, 1983b).
Tekin var upp starfsemi unglingaráða, í fyrstu í sambandi við félagsmiðstöðvarn-
ar í hverfunum. Unglingaráðin í hverfunum hófu síðan samstarf, fyrst í einstökum
borgarhlutum og síðari í borginni allri. Þessi starfsemi er nú þekkt sem Ungmennaráð
Reykjavíkur. Í Æskulýðslögum frá 2007 segir svo: „Sveitarstjórnir hlutast til um að
stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum
til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja
nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð“ (Æskulýðslög, nr. 70/2007, 11. gr.).
Hlutverk starfsmanna Æskulýðsráðs Reykjavíkur breyttist og við innleiðingu að-
ferða unglingalýðræðis varð breytingin veruleg. Starfsmenn þurftu í auknum mæli að
laga sig að beinum og auknum áhrifum unglingana á starfsemina. Starfsmenn voru til
aðstoðar fremur en að vera ráðandi eins og áður (Árni Guðmundsson, 2007). Haukur
Sigtryggsson, sem hér er áður getið, og starfaði að æskulýðsmálum í Reykjavík og