Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 109 árni gUðmUnDsson Í fyrstu voru viðfangsefni í hópastarfinu á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur verk- miðuð og áttu að vera gagnleg og til þess fallin að búa ungmennin undir atvinnuþátt- töku. Starfsemin átti að taka mið af aðalatvinnuvegum landsins. Sjóvinnunámskeið, sem voru ákaflega vel sótt, þóttu vitnisburður um mjög vel heppnað uppeldisstarf. Á þessum árum, þ.e. sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, var hlutverk starfsmanna að mörgu leyti ekki ósvipað hlutverki hins hefðbundna kennara, a.m.k. hvað agavald varðaði: starfsmaðurinn réð, unglingurinn hlýddi. Gæsluhlutverkið var áberandi, starfsmenn sáu t.d. um að útdeila spilum og gættu þess að allt færi sómasamlega fram. nýjar áHErslUr Á áttunda og níunda áratug 20. aldar urðu miklar breytingar á starfseminni í takt við þær breytingar sem áttu sér stað í umhverfi ungmenna almennt á Vesturlöndum í kjölfar stúdentamótmælanna árið 1968. Í stað verklegra viðfangsefna urðu samveran, samskiptin og sjálfsmyndin lykilatriði í starfseminni. Hópastarfið tók mið af þessu og leitast var við að hafa samskipti starfsmanna og ungmenna á jafningjagrunni. Á þessu tímabili var hópastarfið tekið til gagngerrar endurskoðunar. Starfsmenn Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur lögðu mikla vinnu í skilgreiningar og markmið klúbba- og hópa- starfs. Kenningar Georgs Herberts Mead um félagslega sjálfið og sjálfsmyndina voru grunnstef í þeirri vinnu (Gísli Árni Eggertsson, Sverrir Friðþjófsson og Skúli Björns- son, 1983). Í upphafi níunda áratugarins kom til starfa í félagsmiðstöðvunum sérmenntað starfsfólk frá Svíþjóð (hafði stundað nám sem fritidsledare og pedagoger) og síðar meir einnig frá Danmörku (hafði menntast sem fritids- og klubpædagoger. Um aldamótin 2000 hófst nám í tómstunda- og félagsmálafræði hér á landi (sjá Jakob Frímann Þor- steinsson, í þessu hefti). Um 1990 voru teknar upp starfsaðferðir unglingalýðræðis í því augnamiði að stuðla frekar að valdeflingu ungmenna. Norski fræðimaðurinn Knut Bøhler var einn af upp- hafsmönnum þessara starfsaðferða og gaf m.a. út bækurnar Vi er på vei sem notaðar voru við útfærslu á þessum starfsaðferðum (Bøhler, 1982, 1983a, 1983b). Tekin var upp starfsemi unglingaráða, í fyrstu í sambandi við félagsmiðstöðvarn- ar í hverfunum. Unglingaráðin í hverfunum hófu síðan samstarf, fyrst í einstökum borgarhlutum og síðari í borginni allri. Þessi starfsemi er nú þekkt sem Ungmennaráð Reykjavíkur. Í Æskulýðslögum frá 2007 segir svo: „Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð“ (Æskulýðslög, nr. 70/2007, 11. gr.). Hlutverk starfsmanna Æskulýðsráðs Reykjavíkur breyttist og við innleiðingu að- ferða unglingalýðræðis varð breytingin veruleg. Starfsmenn þurftu í auknum mæli að laga sig að beinum og auknum áhrifum unglingana á starfsemina. Starfsmenn voru til aðstoðar fremur en að vera ráðandi eins og áður (Árni Guðmundsson, 2007). Haukur Sigtryggsson, sem hér er áður getið, og starfaði að æskulýðsmálum í Reykjavík og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.