Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 117

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 117 jÓna g. ingÓLfsDÓTTir frekar og tengja við möguleg viðbrögð og/eða lausnir. Með því að sleppa svo ítar- legri umfjöllun um rannsóknina og hinn fræðilega bakgrunn hennar, fækka undir- köflunum en láta atriðisorðaskrá fylgja hefði bókin orðið aðgengilegri og líklegri til að ná þeim hagnýtu markmiðum að koma að gagni við þróun stuðningsþjónustu (bls. 12). Hefði Jarþrúður gengið skrefinu lengra, hugsað efnistökin upp á nýtt og skrifað handbók eða kennslubók hefði hún getað verið frjálsari í forminu og til dæmis notað skýringarmyndir og fleira. Slíkt efni er ekki eins háð þeim þröngu skorðum sem fræði- legum texta eru settar, en texti bókarinnar er einmitt mjög fræðilegur. Þeim sem hafa fræðilegan áhuga á efninu og vilja kynna sér rannsóknina mætti þá benda á að lesa ritgerðina sjálfa. Þá finnst mér titill bókarinnar of líkur heiti ritgerðarinnar og hefði hún mátt fá þjálla heiti. Kápu bókarinnar prýðir falleg mynd úr persónulegu mynda- safni Jarþrúðar, mynd sem vekur í senn vellíðan og einmanakennd. aÐ lOKUM Það er óvenjulegt og lofsvert framtak af meistaranema að gefa út bók sem byggist á lokaverkefni námsins. Ljóst er að Jarþrúður er hér með einstakt efni í höndunum og hefur einlægan áhuga á að koma því á framfæri við sem flesta og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta líf fólks sem er á einhverfurófinu. Í bókinni er að finna mikilvægar upplýsingar sem eru ekki bara gagnlegar heldur nauðsynlegar fyrir alla þá sem umgangast fólk með einhverfuraskanir, hvort sem það eru börn eða fullorðið fólk. Ég mæli sérstaklega með að efni bókarinnar verði kynnt sem flestum sem starfa eða hyggjast starfa innan mennta- heilbrigðis- eða félagskerfisins svo og vinnuveitendum og samstarfsfólki fólks á einhverfurófinu og mun ég eindregið mæla með henni við nemendur mína. Af lestri þessarar bókar má læra að það að vera með einhverfurösk- un er líkt og að lifa í annars konar veröld, því er nauðsynlegt að sem flestir fái innsýn í þá veröld og fræðist um hana. Að lokum má geta þess að bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmennta- verðlauna kvenna, árið 2013. HEiMilD Wing, L. (1988). The continuum of autistic characteristics. Í E. Schopler og G. B. Mesi- bow (ritstjórar), Diagnosis and assessment in autism (bls. 91–110). New York: Plenum Press.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.