Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 117
jÓna g. ingÓLfsDÓTTir
frekar og tengja við möguleg viðbrögð og/eða lausnir. Með því að sleppa svo ítar-
legri umfjöllun um rannsóknina og hinn fræðilega bakgrunn hennar, fækka undir-
köflunum en láta atriðisorðaskrá fylgja hefði bókin orðið aðgengilegri og líklegri til
að ná þeim hagnýtu markmiðum að koma að gagni við þróun stuðningsþjónustu (bls.
12). Hefði Jarþrúður gengið skrefinu lengra, hugsað efnistökin upp á nýtt og skrifað
handbók eða kennslubók hefði hún getað verið frjálsari í forminu og til dæmis notað
skýringarmyndir og fleira. Slíkt efni er ekki eins háð þeim þröngu skorðum sem fræði-
legum texta eru settar, en texti bókarinnar er einmitt mjög fræðilegur. Þeim sem hafa
fræðilegan áhuga á efninu og vilja kynna sér rannsóknina mætti þá benda á að lesa
ritgerðina sjálfa. Þá finnst mér titill bókarinnar of líkur heiti ritgerðarinnar og hefði
hún mátt fá þjálla heiti. Kápu bókarinnar prýðir falleg mynd úr persónulegu mynda-
safni Jarþrúðar, mynd sem vekur í senn vellíðan og einmanakennd.
aÐ lOKUM
Það er óvenjulegt og lofsvert framtak af meistaranema að gefa út bók sem byggist á
lokaverkefni námsins. Ljóst er að Jarþrúður er hér með einstakt efni í höndunum og
hefur einlægan áhuga á að koma því á framfæri við sem flesta og leggja þannig sitt
lóð á vogarskálarnar til að bæta líf fólks sem er á einhverfurófinu. Í bókinni er að finna
mikilvægar upplýsingar sem eru ekki bara gagnlegar heldur nauðsynlegar fyrir alla
þá sem umgangast fólk með einhverfuraskanir, hvort sem það eru börn eða fullorðið
fólk.
Ég mæli sérstaklega með að efni bókarinnar verði kynnt sem flestum sem starfa eða
hyggjast starfa innan mennta- heilbrigðis- eða félagskerfisins svo og vinnuveitendum
og samstarfsfólki fólks á einhverfurófinu og mun ég eindregið mæla með henni við
nemendur mína. Af lestri þessarar bókar má læra að það að vera með einhverfurösk-
un er líkt og að lifa í annars konar veröld, því er nauðsynlegt að sem flestir fái innsýn
í þá veröld og fræðist um hana.
Að lokum má geta þess að bókin var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, bókmennta-
verðlauna kvenna, árið 2013.
HEiMilD
Wing, L. (1988). The continuum of autistic characteristics. Í E. Schopler og G. B. Mesi-
bow (ritstjórar), Diagnosis and assessment in autism (bls. 91–110). New York: Plenum
Press.