Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 119
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 119
HRUnd HlÖðveRsdóttiR
HRafnaGilsskóla
GUnnÞóR eyfJÖRð GUnnÞóRsson
áRskóGaRskóla
Uppeldi og menntun
23. árgangur 1. hefti 2014
Skil á milli leikskóla og grunnskóla
Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir (ritstjórar). (2013).
Á sömu leið: Tengsl leikskóla og grunnskóla. Reykjavík: RannUng
og Háskólaútgáfan. 173 bls.
Í bókinni er fjallað um kennara í þremur leikskólum og þremur grunnskólum í Reykja-
vík sem tóku þátt í starfendarannsókn á tveggja ára tímabili þar sem þeir leituðust við
að stefna í sömu átt með tengsl skólastiganna. Þátttakendur í rannsókninni voru leik-
skólakennarar og grunnskólakennarar í sex skólum, meistaranemar og rannsakendur
við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og leikskóla- og grunnskólabörn í skólunum
sex. Tilgangur rannsóknarinnar var að skapa vettvang fyrir samræðu og samvinnu
um nám barna á mótum skólastiganna og stuðla að bættu skólastarfi. Bókin er alls
níu kaflar og þar er fjallað um leikskóla og grunnskóla á sömu leið, rannsóknir sem
breytingaafl, hugmyndir kennara um stærðfræðinám og leik, byggingaleik og stærð-
fræði, leik og nám í grunnskóla, útiumhverfið og náttúrufræði og upplifun og viðhorf
kennara í rannsókninni.
Efni bóKarinnar
Starfendarannsóknin Á sömu leið hófst í mars árið 2009. Kennararnir sem tóku þátt í
rannsókninni völdu viðfangsefni sem þeir höfðu áhuga á að þróa í samvinnu við hitt
skólastigið. Allir skólarnir kusu að einbeita sér að tengslum leiks og náms og urðu við-
fangsefnin þrjú: Leikur og stærðfræði, leikur og byrjendalæsi og leikur, náttúrufræði
og útikennsla. Í upphafskafla bókarinnar fjallar Jóhanna Einarsdóttir um starfshætti í
leikskóla og grunnskóla og um hugmyndir um það hvernig megi tengja þessi skóla-
stig og mynda samfellu í námi barna. Í 2. kafla fjallar hún síðan um rannsóknir sem
breytingaafl í skólastarfi og gefur þar greinargóða mynd af starfendarannsóknum.
Kaflarnir sem á eftir koma eru í skýrsluformi og greina hver og einn frá einum þætti
starfendarannsóknarinnar. Þar eru fyrst skoðaðar athuganir á leik og stærðfræði og
greint frá tveimur hlutum starfendarannsóknarinnar sem tengdust þeim þætti. Síðan