Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 126
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014126
UPPeLDisréTTUr
aðila (bls. 21). Sigurður rekur síðan ýmis sjónarmið, bæði trúarleg og veraldleg.
Ítarlegur kafli er um evangelísk-lútersk viðhorf. Sigurður vitnar í þýska fræðikonu,
Ingeborg Röbbelen, sem bendir á að foreldraréttur sé afstæður og breytilegur, þ.e.
að kirkjan geti „því aðeins barist fyrir foreldrarétti að hún hafi frelsi og ábyrgð
einstaklingsins að leiðarljósi“. Hún geti ekki barist fyrir foreldrarétti „til að koma
sínum eigin pólitísku markmiðum í trúmálum og skólamálum að“ (bls. 28, þýðing
Sigurðar á texta Röbbelen). Einnig er ítarlegur þáttur um íslam þar sem er rætt um „rétt“
barna og skyldur. Sigurður bendir einnig á að hugtakið „réttur“ sé ekki til í búddasið.
Í kaflanum eru langar tilvitnanir í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá
1948 og aðra alþjóðlega samninga, auk íslenskrar löggjafar. Sigurður leggur áherslu
á það að uppeldisréttur foreldra sé í raun undirstaða undir mannréttindi barna og
rétt þeirra til að fá uppeldi. Í mannréttindasáttmálum og íslenskri löggjöf sé gengið
út frá frumrétti foreldra til uppeldismótunar. Þetta sé þó hvergi skýrt orðað og
takmörkunum háð (bls. 43).
Í stuttum kafla um réttindi barna er sérstaklega bent á að lengst af hafi ekki verið litið
á börn sem sjálfstæða handhafa réttinda heldur hafi verið litið á þau sem einstaklinga
sem þyrfti að vernda. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1989 sé hins vegar
staðfest hið breytta viðhorf að börn séu sjálfstæðir einstaklingar. Þetta hefur vitaskuld
áhrif á uppeldisrétt foreldra sem ætíð skulu taka mið af „hag og heill barnsins“, eins
og Sigurður orðar það (bls. 50). Í öðrum stuttum kafla ber Sigurður saman hlutverk
ýmissa aðila í uppeldi barna: foreldra, ríkisvalds sem krefst skólaskyldu, kirkju
o.s.frv. Hlutverk skóla hefur sennilega ekki aukist mikið frá því að bókin var fyrst
skrifuð – en það hefur fest í sessi, einkum leikskólastarfið, og reyndar má telja hækkun
sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 til marks um aukna hlutdeild skóla í uppeldi.
grUnngilDi sKóla
Allítarlegur kafli fjallar um grunngildi skyldunámsskólans og þær mótsagnir sem
felast í kröfum um að skólar séu hlutlausir. Sigurður telur að skólarnir geti verið hlut-
lausir eingöngu ef þeir forðast álitamál er varða trúarbrögð – en þá bregðist þeir líka
skyldu sinni því að uppeldi og kennsla um gildi þurfi að eiga sér stað. Í kaflanum
er einnig skýrt frá því hvernig það atvikaðist að hugtakið „kristin arfleifð íslenskrar
menningar“ kom í grunnskólalögin árið 2008 þar sem áður hafði verið kveðið á um
að skólastarfið skyldi vera í samræmi við „kristilegt siðgæði“. Sigurður vísar til um-
ræðna og dómsmála, bæði í Noregi og Tyrklandi, og kallar eftir því að reglur verði
settar um hvort og hvernig foreldrar geti fengið undanþágu frá einstökum námsgrein-
um rétt eins og trúarbrögðum (bls. 64).
Nú hafa verið gefin út viðmið um samskipti skóla og trúfélaga, bæði af ráðuneyti
(Mennta- og menningarmálaráðuneytið, e.d.) og Reykjavíkurborg (Borgarráð Reykja-
víkur, 2013). Viðmiðin og reglurnar eru of ný til þess að hægt sé að átta sig á því hver
áhrifin og afleiðingarnar verða. Reglur borgarráðs sýnast mér ganga skemmra í því að
aðskilja starfsemi skóla og lífsskoðunarfélaga en umdeildar reglur sem Mannréttinda-
ráð borgarinnar samþykkti í júní 2011 og vísað er til í neðanmálsgrein í riti Sigurðar