Morgunblaðið - 16.03.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 16.03.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Niðurstöður vinnumarkaðsrann- sóknar Hagstofu Íslands fyrir febr- úarmánuð, sem birtar voru á mið- vikudag, koma ekki á óvart, segja viðmælendur Morgunblaðsins. Sam- kvæmt tölunum er starfandi fólki ekki að fjölga, sem þykir gefa vís- bendingu um að störfum hafi heldur ekki fjölgað. Á sama tíma og atvinnu- lausum fækkar detta því fleiri út af vinnumarkaði. Samkvæmt rannsókninni fækkaði atvinnulausum um 1.100 milli ára en atvinnuþátttaka dróst saman um 1,2%. Lítil sem engin breyting varð á fjölda starfandi fólks en hlutfall starfandi lækkaði um 0,6 prósentu- stig. „Þetta kemur okkur ekki beinlínis á óvart,“ segir Ingunn S. Þorsteins- dóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Hún segir að líklega megi að einhverju leyti rekja þróunina til vinnumark- aðsaðgerða; t.d. hafi hátt í þúsund þátttakendur átaksins Nám er vinn- andi vegur farið út af atvinnuleys- isskrá og á námslán um áramótin. Ingunn segir það mat ASÍ að at- vinnurekendur muni áfram leitast við að nýta starfsfólk sitt betur áður en þeir ráðast í nýráðningar. „Það hefur vissulega valdið von- brigðum hvað störfum er lítið að fjölga. En hins vegar er vinnutíminn að lengjast og það eru færri í hluta- störfum, sem þýðir að þó að árs- verkum fjölgi þá er það fyrst og fremst vegna lengri vinnutíma,“ seg- ir hún. Ástandið muni ekki batna að ráði fyrr en fjárfestingar aukist og fram- leiðslugeta þjóðarbúsins sömuleiðis. Eðlileg þróun? „Þó svo að þeim fækki sem eru at- vinnulausir þá fjölgar starfandi fólki ekki, heldur þeim sem eru utan vinnumarkaðar,“ segir Lárus Blön- dal, deildarstjóri atvinnu- og félags- máladeildar Hagstofunnar. Hann bendir á samkvæmt síðustu tölum, fyrir 2010-2011, hafi námsfólki utan vinnumarkaðar fækkað og því megi ætla að fólk sé í auknum mæli að hverfa til annarra hluta en náms. Lárus segir þó einnig vert að hafa í huga að atvinnuþátttaka á Íslandi hafi hingað til verið mun meiri en víða annars staðar. „Kannski er þetta ákveðin þróun; að með auknu at- vinnuleysi dragi úr atvinnuþátttöku, fólk fari að sinna öðru, s.s. heimilinu eða námi, og svo framvegis,“ segir hann. Karl Sigurðsson, sviðstjóri upplýs- ingatækni- og rannsóknasviðs Vinnumálastofnunnar, segir vinnu- markaðsrannsókn Hagstofunnar eina mælikvarðann á þróun starf- afjölda í landinu og segir tölurnar vísbendingu um að störfum hafi ekki fjölgað svo teljandi sé. Hann segir að hugsanlega væri hægt að vinna upplýsingar um fjölda starfa á vinnumarkaði upp úr stað- greiðsluskrá ríkisskattstjóra. Úr- vinnslan yrði þó tímafrek og frekar til þess fallin að horfa aftur í tímann en til að skila samtímaheimild. Morgunblaðið/Eggert Ferðalag Jón Gunnarsson þingmaður segir að góður gangur í ferðaþjónustu og einstök fjárfestingaverkefni dugi ekki til að draga þann bát sem koma þurfi á flot. Uppsöfnuð fjárfestingaþörf sjávarútvegsins sé um 60 milljarðar. Batnar ekki nema fjárfestingar aukist  Tölur Hagstofunnar besta vísbendingin um fjölda starfa Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslensk skip hafa fiskað vel í Bar- entshafinu síðustu vikur þrátt fyrir ótíð þar eins og á Íslandsmiðum. Alls hafa íslenskar útgerðir heimild til að veiða 6.835 tonn af þorski í norskri lögsögu og 4.272 tonn í rúss- neskri lögsögu. Að auki má meðafli nema 30% og hefur hann mest verið ýsa. Þorskurinn í Barentshafi hefur braggast hressilega undanfarin ár og heildarkvótinn þar fyrir þetta ár er 751 þúsund tonn. Er það aukning um 60 þúsund tonn eða 8% frá því í fyrra. Hlutdeild Íslendinga í þessum afla byggist á svokölluðum Smugu- samningi frá árinu 1999 og hefur Ís- lendingum ekki áður verið heimilt að veiða eins mikið og í ár. Það eru einkum frystiskip sem sækja þennan afla og ná 1-2 túrum. Venus, Gnúpur, Þór, Sigurbjörg, Kleifaberg, Málmey og Kaldbakur hafa m.a. verið í Barentshafinu. Hjá HB Granda fengust þær upplýsing- ar að Venus hefði komið úr Barents- hafinu á sunnudag eftir 36 daga veiðiferð höfn í höfn. Aflabrögð hefðu verið mjög góð og aflinn verið um 1.100 tonn upp úr sjó. Venus var aðeins í norskri lögsögu, en t.d. hef- ur Gnúpur einnig verið í rússneskri lögsögu og aflabrögð þar sömuleiðis verið mjög góð. Eftir nokkurra ára deilur í lok síð- ustu aldar hættu Íslendingar veiðum í Smugunni og á Svalbarðasvæðinu. Samið var við Norðmenn og Rússa um að Íslendingar fengju ákveðna hlutdeild í þorskveiðum í Barents- hafi. Á móti fengu Norðmenn að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og vegna Smugusamninga máttu þeir veiða 24.411 tonn af loðnu hér við land í vetur. Einnig hafa þeir heim- ildir til veiða á takmörkuðu magni af löngu, keilu og blálöngu hér við land. Góður afli ís- lenskra togara í Barentshafi  Þorskstofninn þar að styrkjast  Meiri veiðiheimildir en áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Venus Afrakstur 36 daga veiði- ferðar var um 1.100 tonn. Erlendur laumu- farþegi fannst í gærmorgun um borð í súrálsskipi við Grund- artangahöfn en þangað komst hann með því að lesa sig upp eftir landfestum skipsins. Lög- regla handtók manninn. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Borgarnesi var að yf- irheyrslum loknum farið með hann til Keflavíkur þar sem hann dvelur á vegum Rauða krossins. Laumufarþegi um borð í súrálsskipi við Grundartanga Laumufarþegi Skip í höfninni á Grundartanga. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Siglingastofnun vinnur að útfærslu búnaðar til flýta dælingu sands úr höfninni. Hugmyndin er að sandælu- skipið geti tengt sig við lagnir og dælt efni yfir garðana til skiptis, eftir því hvernig hvernig straumur og öldustefna er hverju sinni. Þórhildur Elín Elínardóttir, upp- lýsingafulltrúi Siglingastofnunar, tekur fram að þessi tækni sé þekkt og hafi verið notuð annars staðar. Hugmyndin er að leggja rör yfir báða hafnargarðana sem tengd verði við flotlagnir í höfninni. Skandia gæti þannig tengt sig við hvora lögn sem er. Þórhildur segir að með þess- ari aðferð sé hægt að flýta dælingu efnis því skipið þurfi ekki að sigla með efnið út fyrir höfnina. Hún tek- ur fram að hætta sé á að eitthvað af efninu berist til baka. Þá sé galli hvað lagnirnar eru viðkvæmar. Því sé ekki hægt að nota þær nema í lít- illi öldu. Rörin eru 40 sentímetra í þvermál og þarf um 200 metra lögn. Siglingastofnun undirbýr aðgerðir til að bæta höfnina, sérstaklega að draga úr sandburði. Fram hefur komið að til athugunar er að hækka rifið sem skýlir höfninni og koma upp föstum dælubúnaði. Stefnt er að því að áætlun um raunhæfar lausnir til framtíðar og kostnaðaráætlun liggi fyrir innan árs. Ljóst er að miklar frátafir verða í siglingum um höfnina þangað til grunnristara skip kemst í gagnið. Unnið er að undir- búningi þess á vegum Vegagerðar, ráðuneytis og heimamanna. Dælt út fyrir garðana  Reynt að flýta dælingu úr Landeyjahöfn á meðan unnið er að varanlegri lausn  Tengja rör við sanddæluskipið til að dæla efninu yfir báða hafnargarðana Landeyjahöfn » Skandia hóf dælingu úr höfninni í gær, eftir langt hlé. » Herjólfur hefur lítið notað höfnina í vetur og siglt til Þor- lákshafnar. » Frestur til að bjóða í rekstur Herjólfs rennur út í næstu viku. Fulltrúar þriggja félaga hafa kynnt sér aðstæður í Eyjum. „Hann blasir þarna við blákaldur raunveruleikinn; að þrátt fyrir lækkandi atvinnuleysisprósentu þá er ekki verið að skapa nein ný störf og það kemur í sjálfu sér engum á óvart,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í at- vinnuveganefnd, um tölur Hagstofunnar. Jón segir ekki fyrirsjáanlegt að atvinnuástandið fari batnandi fyrr en ráðist verði í verkefni í orku- frekum iðnaði og fjárfestingar í sjávarútvegi komist í gang. „Að sjálfsögðu þurfum við að horfa eins víða í þessum efnum og mögulegt er en þarna liggja okkar stóru tækifæri og aukin umsvif á þessum vettvangi kalla á aukin umsvif í öðrum greinum,“ segir Jón. Brýnt að ráðast í fjárfestingar SKÖPUN STARFA Jón Gunnarsson Um tugur skipa var í gær á loðnuveið- um vestan við Reykjanes. Logn og blíða var á þessum slóðum, sennilega besta veðrið á vertíðinni, sagði einn skipstjórinn upp úr hádegi í gær. Þá brá svo við að lítið fannst af loðnu og þeir sem voru búnir að kasta höfðu lít- ið fengið. Ekki eru margir dagar eftir af vertíðinni, en samt sem áður eru menn bjartsýnir á að kvótinn náist. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu er búið að landa um 530 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Hins vegar má reikna með að búið sé að veiða hátt í 550 þúsund tonn þar sem tíma tekur að sigla með aflann og vigta og frysta loðnuhrogn. Þá eru um 40 þúsund tonn óveidd af rúmlega 590 þúsund tonna heildarkvóta íslenskra skipa. Í Vestmannaeyjum hefur verið landað um 107 þúsund tonnum og rúmlega 92 þúsund tonnum í Nes- kaupstað. Aflahæstu skipin eru Vilhelm Þor- steinsson EA með tæplega 40 þúsund tonn, Jón Kjartansson SU með tæp 35 þúsund tonn og Norðfjarðarskipin Birtingur og Beitir hafa komið að landi með tæp 33 þúsund og rúmlega 30 þúsund tonn miðað við tölur Fiski- stofu. aij@mbl.is Loksins veður- blíða á miðunum  Bjartsýni á að loðnukvótinn náist Hrogn Lífið snýst um loðnuhrogn víða í sjávarplássum þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.