Morgunblaðið - 16.03.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Flísar framtíðarinnar
gæði og glæsileiki á góðu verði
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þ
að var líf og fjör í Mýr-
arhúsaskóla á Seltjarn-
arnesi fyrr í vikunni.
En þar gengu nem-
endur í 1.-6. bekk frá
sendingu af ýmiss konar ritföng-
um til jafnaldra sinna í Namazizi-
barnaskólanunum í þorpinu Chi-
rombo í Malaví. Sendingin á nokk-
uð langa ferð fyrir höndum en
fjarlægðin á milli landanda er um
9.800 kílómetrar.
Vinaskólar í yfir áratug
Namazizi-barnaskólinn við
Apaflóa og Mýrarhúsaskóli hófu
vináttusamband árið 2000 en þá
hafði Þróunnarsamvinnustofnun
Íslands (ÞSSÍ) nýlokið við að
byggja fyrsta grunnskólann af
mörgum á svæðinu. Til stóð að
senda gám með veiðarfærum á
svæðið og í honum var pláss fyrir
skóladót handa vinaskólanum.
Söfnuðu þá nemendur á Seltjarn-
arnesi saman ýmsum gagnlegum
hlutum sem sendir voru til Malaví
og eftir það hafa verið góð sam-
skipti milli skólanna. Í haust voru
haldnir Afríkudagar í Mýrarhúsa-
skóla og unnu nemendur þá skart-
gripi og myndir sem seldar voru
foreldrum. Afraksturinn var send-
ur með hjálp ÞSSÍ með viðbót-
arframlagi frá Fjölbraut á Suð-
urnesjum nú í febrúar. Vonast nú
Gumbala, skólastjóri í Namazizi-
skólanum, og skólanefndin til að
með þessu fjármagni verði hægt
að koma á varanlegu rafmangi í
skólanum. Þannig munu nem-
endur, sem búa úti í sveit án raf-
magns, en vilja læra á kvöldin,
koma í skólann til að læra.
Skortur á ritföngum
Árið 2007 sendu nemendur í
Mýrarhúsaskóla kassa með skóla-
dóti með hjálp DHL til Malaví.
Í ár var mögulegt að end-
urtaka leikinn en í gegnum bréfa-
skriftir við nemendur skólans og
skólastjórann mátti ráða að skort-
ur væri á ritföngum í Namazizi.
Var þá leitað til nemenda og for-
eldra og brugðust allir vel við.
Einnig gáfu Office1 og A4 heil-
mikið af ritföngum.
„Við vitum að það gleður þau
mjög að fá svona sendingu og við
vitum nokkurn veginn hvað það er
sem nýtist þeim vel eftir að hafa
heimsótt skólann árið 2008,“ segir
Margrét Sigurgeirsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Grunnskóla Sel-
tjarnarness.
Tengt við skólastarfið
„Við reynum að tengja þetta
vináttusamband eins og hægt er
inn í skólastarfið. Kennararnir
Ritföng frá Seltjarn-
arnesi til Malaví
Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi og Namazizi-barnaskólinn í Malaví hafa verið
vinaskólar frá árinu 2000. Síðan þá hefur reglulegt samband verið á milli nem-
enda og starfsfólks skólanna en í vikunni fór sending af ritföngum frá nemendum
af stað frá Seltjarnarnesi til Malaví. Afríkudagar hafa verið haldnir í skólanum
og ýmislegt gert til að kynna landið og efna til ýmissa safnana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verkefnastjóri Margrét Sigurgeirsdóttir með tilbúna sendingu.
Skólastund Nemandi við Namazizi-barnaskólann önnum kafinn við námið.
Ljósmynd/Árni Árnason
Ein er sú vefsíða íslensk sem vert er
að benda á en hún heitir Seiðkonur,
grasaguddur og allt það lið. Þar er að
finna allskonar upplýsingar um
ásatrú, jurtir, grænan lífsstíl, upp-
skriftir, drauma og tákn, Harry Potter
og óteljandi aðra hluti. Til dæmis er
sérstakur flokkur sem heitir gyðjur
og er mjög áhugaverður, en þar má
meðal annars finna þetta heillaráð
um hvernig skal fá útrás fyrir reiði, í
eldhúsinu: Taktu stóran hníf og hvít-
lauksrif, settu blaðið á rifið og lemdu
á það með krepptum hnefa og jafnvel
öskra á meðan, sérstaklega ef enginn
annar er heima. Á þessari bráð-
skemmtilegu síðu eru líka uppskriftir
að heimatilbúnum snyrtivörum fyrir
andlit, hendur, hár, líkaman allan og
fæturna. Sérstakur flokkur er um
græn heimili, annar um jóga og enn
annar um konuna og líkama hennar.
Margir ættu að hafa gagn af því að
kíkja á flokkinn, lesa um kvefið,
flensuna og allan pakkann, en þar eru
meðal annars uppskriftir að heilsu-
bætandi kvefdrykkjum. Einnig skal
nefna flokk um Múmínálfa og nornir.
Vefsíðan www.seidkona123.is
Múmínást Sérstakur flokkur um Múmínálfana dásamlegu er á vefsíðunni.
Seiðkonur og grasaguddur
Í gær frumsýndi Fúría, Leikfélag
Kvennaskólans í Reykjavík, hinn ógn-
vænlega gamanleik Frankenstein.
Næsta sýning er á sunnudagskvöld
og aðrar sýningar verða næstu daga
þar á eftir. Sagan gerist í litlum bæ í
Þýskalandi þar sem allt hefur gengið
sinn vanagang öldum saman en á
einni niðdimmri nóttu breytist allt.
Viktor Frankenstein er ungur metn-
aðargjarn raunvísindanemi sem tekst
að kollvarpa sýn mannsins á heimi
vísindanna með sköpunarverki sínu.
Draumar hans breytast fljótlega í
martröð og spinnst upp atburðarás
sem Viktor ræður ekki við. Igor vinur
hans hjálpar honum að reyna að
bæta fyrir misgjörðirnar. Miðasala í
hádeginu í Kvennó. Hægt er að panta
miða á leikfelagidfuria@gmail.com
og símleiðis: 856 2732 og 866 2614.
Endilega …
… tékkið á
Frankenstein
Frankenstein Ekki árennilegur.
Leik- og grunnskólanemendur munu-
fylla miðbæ Akureyrar á Söngdögum
á 150 ára afmælisári Akureyrar. Í dag
verða samankomnir í miðbænum
1500 leik- og grunnskólanemendur
sem munu fylla miðbæinn kraftmikl-
um og fallegum tónum. Viðburðurinn
verður á milli 10-11 í dag en þá koma
krakkarnir saman í göngugötunni
(neðst í stöllunum í Skátagilinu).
Söngdagarnir eru skipulagðir af
starfsfólki leik- og grunnskóla Ak-
ureyrar og eru haldnir í tilefni af 150
ára afmæli bæjarins en sjálfur af-
mælisdagurinn er 29. ágúst. Staðið
hafa yfir miklar æfingar í skólunum
síðustu mánuði þar sem tónstiginn
hefur komið að góðum notum í upp-
hituninni. Krakkarnir munu hefja upp
raust sína með lögum á borð við “Ak-
ureyri og norðrið fagra, Snert hörpu
Söngdagar leik- og
grunnskólanema
Fylla miðbæ
Akureyrar af
fallegum söng
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.