Morgunblaðið - 16.03.2012, Page 18
Aðalmeðferð í landsdómsmálinu18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
DÓMSORÐ
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Á áttunda degi Landsdóms barst
mér spurning með tölvupósti: „Hver
var það sem sagði að djöfullinn væri
ekki juridisk persóna og því ekki
hægt að kalla hann til vitnis í saka-
máli?“
Þessi röksemdafærsla lýsir vel
þeim formfasta og „juridiska“ eða
lögfræðilega þangagangi sem þjóð-
félög eru römmuð inn í. Eflaust kann
einhver styttri leið að þeirri ályktun
að djöfullinn þætti ekki trúverðugt
vitni fyrir dómstólum. En það væri
þá ekki juridiskt og ekki boðlegt fyr-
ir dómstólum.
„Virðulegi Landsdómur,“ eru
upphafsorð Sigríðar Friðjónsdóttur,
saksóknara Alþingis. Dagurinn í
gær var dagurinn hennar. Það er
ekki fyrr en í dag sem verjandinn
grípur til varna. En þetta var þó
fyrst og fremst dagur þeirra þing-
manna sem mynduðu meirihluta á
Alþingi um að draga Geir H. Haarde
fyrir Landsdóm.
Sigríður snýr baki í áhorfendur,
en spyrja má hvort eðli réttarhald-
anna hafi ekki allt eins boðið upp á
að hún sneri fram í salinn. Og það er
að vissu leyti táknrænt að áður en
hún tekur til máls, á hún erfitt með
að opna skjalatöskuna því hún kann
ekki eða man ekki númerið á lásnum.
Hún er nefnilega ekki á eigin for-
sendum í Þjóðmenningarhúsinu
þennan dag, heldur sækir málið fyrir
pólitískan meirihluta á Alþingi.
Þrátt fyrir að hefðin sé sú að sak-
sóknari taki sjálfur afstöðu til þess
hvenær eigi að ákæra og hvenær
ekki, þá flytur hún aðeins málið í
þessu tilfelli. Hún hefur því þurft að
finna rökstuðning fyrir ákvörðun
annarra – að pikka upp lásinn ef svo
má segja.
Salurinn er smekkfullur í upphafi
og fljótlega fara skissubækur á loft.
Heill bekkur af myndlistarnemum
fangar augnablik úr réttarhöldunum
á pappír. Gott ef baksvipur blaða-
manns ratar ekki í tvær þeirra.
Þarna er líka prófíll af verjandanum.
Og skrifað hátíðlega í eina blokkina:
Sérstakur saksóknari. Það er ekki
gott að henda reiður á rangölum
réttarkerfisins nú til dags – öllum
þessum saksóknurum. Ekki líður á
löngu áður en nemendurnir hverfa á
braut með hálfkláraðan sannleik í
farteskinu.
Sigríður fer í gegnum ákæruliðina
einn af öðrum. Óneitanlega er það
fróðlegt er hún tekur dæmi um vitn-
isburð Halldórs J. Kristjánssonar,
fyrrverandi bankastjóra Lands-
bankans, og nefnir að skilanefnd
Landsbankans hafi selt fjármálafyr-
irtækið Kepler á „ásættanlegu“
verði eftir hrun „og hitt fyrirtækið
sem ég náði ekki nafninu á“.
Engan skyldi undra að hún hafi
ekki náð nafninu á „hinu fyrirtæk-
inu“, því eins og ég lýsti í pistli eftir
vitnaleiðsluna sem fram fór í síma,
þá skildist varla orð á löngum köfl-
um. Einhverra hluta vegna var látið
gott heita.
Hún nefnir söluna til marks um að
hægt hafi verið að selja fyrirtæki ár-
ið 2008 án þess að það væri of þungt
högg fyrir efnahagsreikninga bank-
anna, þ.e. kæmi til lækkunar á eigin
fé þeirra. En úr fréttatilkynningu
skilanefndarinnar má allt eins lesa
að Kepler hafi verið selt á hrakvirði
til starfsmanna og stjórnenda, eins
og það er orðað: „á farsælan hátt
með tilliti til þeirrar erfiðu stöðu sem
nú sé á fjármálamarkaðnum“.
Í lok dags hóar stífgreiddur og
ábúðarfullur maður í blaðamann á
kaffistofunni og segir: „Þú veist
hvaða dagur er dag?“
– 15. mars
„Dagurinn sem Sesar var myrt-
ur.“
Svo hlær hann ógurlega.
Þankagangur,
skjalataska og
„hitt fyrirtækið“
málið á fundunum. Sigríður gerði
grein fyrir ákæruliðnum í málflutn-
ingi sínum og lagði áherslu á að ekki
væri hægt að líta á stöðu bankanna í
aðdraganda hrunsins sem annað
mikilvægt stjórnarmálefni. Málin
yrðu ekki mikið stærri en vandinn í
bankakerfinu fyrir hrun.
Upplýsingaskyldan hjá Geir
Sigríður sagði að ekkert hefði ein-
faldlega verið rætt um þau vanda-
mál sem voru aðsteðjandi í banka-
kerfinu á ríkisstjórnarfundum og
vísaði meðal annars til fundargerða í
þeim efnum. Ljóst væri að ef ekki
væru haldnir fundir um vanda bank-
anna, málið tekið formlega á dag-
skrá og það rætt öðruvísi en í óform-
legu spjalli í upphafi fundar væru
möguleikar á því að afstýra mögu-
legu tjóni vegna yfirvofandi fjár-
málaáfalls minni. „Orð eru jú til alls
fyrst,“ sagði hún.
SAMANTEKT
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturj@mbl.is
Undir lok málflutnings síns fyrir
Landsdómi í gær fjallaði Sigríður J.
Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis,
um annan ákæruliðinn í landsdóms-
málinu gegn Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra. Sam-
kvæmt þeim ákærulið er Geir gefið
að sök að hafa í aðdraganda banka-
hrunsins „látið farast fyrir að fram-
kvæma það sem fyrirskipað er í 17.
gr. stjórnarskrár lýðveldisins um
skyldu til að halda ráðherrafundi um
mikilvæg stjórnarmálefni.“
Fram kemur í ákæruliðnum að á
því tímabili sem um ræði hafi lítið
verið fjallað á ráðherrafundum um
hinn yfirvofandi háska, ekki fjallað
með formlegum hætti um hann á
þeim fundum og ekkert skráð um
Þá lagði Sigríður áherslu á það í
þessu sambandi að fleiri hefðu verið
í ríkisstjórninni en Geir og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, þáverandi utan-
ríkisráðherra og formaður Samfylk-
ingarinnar. Í það minnsta hefði verið
eðlilegt að Björgvin G. Sigurðsson,
sem var viðskiptaráðherra í rík-
isstjórn Geirs, hefði verið hafður
meira með í ráðum en raunin hefði
verið. Geir hefði sem forsætisráð-
herra og verkstjóra ríkisstjórn-
arinnar borið að sjá til þess að
Björgvin væri upplýstur hverju
sinni um stöðu mála í það minnsta til
jafns við aðra.
Sigríður sagði ennfremur í þessu
sambandi að ekki væri nóg í þeim
efnum að vísa til samstarfs rík-
isstjórnarflokkanna og segja að for-
menn þeirra ættu að halda utan um
sitt fólk og miðla til þess upplýs-
ingum. Ábyrgðin hefði legið hjá Geir
sem forsætisráðherra.
Ekkert formlega rætt
um yfirvofandi hættu
Morgunblaðið/Kristinn
Landsdómur Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, undirbýr málflutning sinn fyrir Landsdómi í gær.
Saksóknari Alþingis, Sigríður J.
Friðjónsdóttir, ítrekaði í lok mál-
flutnings síns fyrir Landsdómi rétt
fyrir klukkan fjögur í gær að sækj-
andi færi fram á það að hinn
ákærði, Geir H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, yrði dæmd-
ur til refsingar og til greiðslu sak-
arkostnaðar að mati dómsins í
samræmi við lög um hann. Sagði
hún það blasa við að sakfella ætti
Geir vegna málsins „með vísan til
þess sem hér hefur verið reifað um
vanrækslu hans“ en refsiramminn
vegna málsins væri tveggja ára
fangelsi.
Sigríður tók þó fram að erfitt
væri fyrir saksóknara að leggja
fram kröfu um ákveðna þyngd
dóms þar sem engin væru for-
dæmin í málinu enda hefur mál
ekki verið höfðað hér á landi fyrir
Landsdómi áður. Sagði hún nær-
tækasta dæmið í því sambandi
fangelsisdóm yfir danska ráðherr-
anum Erik Ninn-Hansen, en hann
hefði árið 1995 verið dæmdur í
fjögurra mánaða fangelsi, skil-
orðsbundið til eins árs.
Saksóknari sagði að hugsanlega
mætti meta Geir það til refsilækk-
unar hve langur tími væri liðinn
síðan hin meintu brot voru framin
og jafnframt að sakavottorð hans
væri hreint. Á hinn bóginn væri
það hinum ákærða til refsiþyng-
ingar að mati sækjanda að um
stórfellda vanrækslu hefði verið að
ræða af hans hálfu.
Í dag mun Andri Árnason,
hæstaréttarlögmaður og verjandi
Geirs, flytja mál skjólstæðings
síns fyrir Landsdómi og hefst mál-
flutningur hans klukkan níu. Eftir
hádegi í dag fær saksóknari síðan
tækifæri til þess að bregðast við
málflutningi Andra og að því loku
fær Andri einnig aftur að taka til
máls. Að því loknu verður málið
lagt í dóm. hjorturj@mbl.is
Segir að sekt Geirs blasi við
FER FRAM Á REFSINGU OG GREIÐSLU SAKARKOSTNAÐAR
Dómur Dómarasætin í Landsdómi.