Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipi | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 ISS.IS • SÍMI: 580 0600 LEIÐANDI Í FASTEIGNAUMSJÓN FASTEIGNAUMSJÓN ISS Öll þjónusta við fasteignina á einni hendi. Þjónusta ISS: • Húseftirlit og daglegur rekstur • Viðhaldsmál og viðhaldsáætlanir • Fjármálaumsýsla • Lóð og umhverfi • Ræstingar og hreingerningar • Samskipti við leigjendur Með FASTEIGNAUMSJÓN ISS losnar þú við áreiti og umstang ásamt því að tryggja virði fasteignarinnar. F J Á R F E S TA R O G F A S T E I G N A E I G E N D U R                                            !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ +00.1 +,/.23 ,,.1,- ,+.0,4 +/.5,/ +1-.20 +.3,4- +04.-, +55.2, +,-.3/ +00.-/ +,/.4, ,,.10, ,+.0/0 +/.5/1 +1-.4- +.3,0, +03.1 +55.4/ ,,/.4100 +,-.// ,22.,5 +,/.-0 ,,.43- ,,.234 +/.-1/ +1-./3 +.311- +03.// +55.04 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Heildar- launakostnaður á greidda stund jókst um 11,1% frá fyrri ársfjórðungi í sam- göngum og flutn- ingum, 9,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,3% í iðnaði og 6,4% í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Heildarlaunakostnaður án óreglu- legra greiðslna á greidda stund jókst einnig. Í slíkum útreikningi eru greiðslur útilokaðar sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili eins og des- emberuppbót. Launakostnaður eykst á milli ársfjórðunga Vinna Meira fólk, meiri kostnaður. ● Fyrirtæki í eigu Creditinfo hefur fengið starfsleyfi á Jamaíku. Um er að ræða fyrsta fyr- irtækið á Jamaíku sem fær leyfi til að innleiða fjárhags- upplýsingakerfi (Credit Bureau), samkvæmt tilkynn- ingu. Starfsleyfið veit- ir fjármálaráðherra á grundvelli laga sem samþykkt voru árið 2010. Credit- info Jamaica mun nú starfa undir eft- irliti Seðlabankans á Jamaíku. Kristinn Örn Agnarsson, sem hefur unnið að verkefninu fyrir Creditinfo, tel- ur að öll skilyrði fyrir leyfisveitingu verði uppfyllt eigi síðar en í lok júlí á þessu ári, samkvæmt tilkynningu. Credit til Karíbahafsins CreditInfo Fer til sólarstrand- arinnar. Stuttar fréttir ... Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Íslendingar geta uppfyllt Maast- richt-skilyrðin árið 2016, sagði Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráð- herra á Iðnþingi í gær sem haldið var undir yfirskriftinni „Verk að vinna“. „Vegna þess árangurs sem náðst hefur í fjármálum hins opinbera og trúverðugrar áætlunar á því sviði, bendir allt til þess að verg skulda- staða hins opinbera að frádregnum skuldum vegna gjaldeyrisvaraforð- ans gæti verið komin undir 60% af landsframleiðslu árið 2016,“ sagði Oddný og að gjaldeyrishöftin væru skýr birtingarmynd þess að íslenska krónan gæti ekki talist góður kostur. „Síðustu þriggja ára verður minnst sem týndu áranna eða glötuðu ár- anna á Íslandi, áranna þegar tæki- færin voru ekki nýtt,“ sagði Helgi Magnússon, fráfarandi formaður Samtaka iðnaðarins. „Við verðum að bíða enn um sinn og treysta á að hér komi til valda ríkisstjórn sem vill vinna með atvinnulífinu og fólkinu í landinu að öflugri uppbyggingu og kraftmikilli athafnastefnu,“ sagði Helgi. Evran kemst yfir erfiðleikana Jón Daníelsson hagfræðingur hélt erindi og sagði hönnun evru- samstarfsins hafa verið svo gallaða frá upphafi að erfiðleikar hennar hefðu verið óhjákvæmilegir. Hann taldi að evran myndi lifa erfiðleikana af, en það myndi gerast á ómarkviss- an hátt og með smáskammtalækn- ingum. Hann nefndi fjóra kosti fyrir Íslendinga; að halda gjaldeyrishöft- um óbreyttum til langs tíma, að af- nema höftin og halda krónunni, að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, sem væri fráleit leið að hans mati og fjórði kostur væri ESB aðild og upp- taka evrunnar. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, hélt erindi og sagði rót vandans hérlendis slæmt siðferði, eiginhagsmunasemi, óheiðarleika og virðingarleysi. Hún sagði fólk helst bara vilja tala um ágreiningsatriði og þess vegna væri lítið rætt um 60 milljarða yfirstand- andi fjárfestingu Alcan í Straumsvík. Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðar- forstjóri Marels, hélt einnig erindi þar sem hann kynnti starf fyrirtæk- isins, en fyrirtækið rekur 17 fram- leiðslueiningar um allan heim. Forsendur til að uppfylla Maastricht-skilyrðin 2016 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Iðnþing Helgi Magnússon, fráfarandi formaður Samtaka iðnaðarins, hélt ræðu á Iðnþingi í gær. Svana Helen Björnsdóttir tók við formennsku í gær.  Evrusamstarfið gallað í byrjun, segir hagfræðingur Helstu punktar Iðnþings » Skilyrði til upptöku evru verður komið á í ríkisfjár- málum árið 2016. » Síðustu þriggja ára verður minnst sem hinna týndu eða glötuðu ára. » Íslendingar hafa fjóra kosti í gjaldeyrismálum. » Slæmt siðferði, eiginhags- munasemi, óheiðarleiki og virðingarleysi einkenna sam- félagsumræðuna. Hagnaður Arion banka nam 11,1 milljarði króna á liðnu ári eftir skatta borið saman við hagnað upp á 12,6 milljarða árið 2010, að því er fram kemur í afkomutilkynningu frá bank- anum. Arðsemi eigin fjár minnkaði nokkuð á milli ára – úr 13,4% fyrir ár- ið 2010 í 10,5% á síðasta ári. Á móti kemur að arðsemi bankans af reglu- legri starfsemi jókst úr 8,8% í 10,8%. Eiginfjárhlutfall bankans í árslok 2011 var 21,2% sem er töluvert yfir því 16% lágmarkshlutfalli sem Fjár- málaeftirlitið gerir kröfu um. Í ársreikningi bankans fyrir árið 2011 er sérstaklega tekið tillit til gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum í tengslum við fyrirhugaðan endurútrekning á gengistryggðum lánum Arion. Áætl- aður kostnaður Arion banka vegna endurútreiknings þeirra lána sem bankinn telur að falli undir ákvæði dómsins er um 13,8 milljarðar. Í tilkynningu frá bankanum er haft eftir Höskuldi Ólafssyni, banka- stjóra Arion banka, að „uppgjör bankans fyrir árið 2011 er ásættan- legt, sérstaklega í ljósi áhrifa af ný- föllnum dómi Hæstaréttar, en dóm- urinn hefur veruleg áhrif á afkomu bankans. Dómur sem þessi sýnir vel hversu mikilvægt það er að við höf- um byggt upp fjárhagslegan styrk og getum tekið á okkur fjárhagslegt högg“. Á fjórða ársfjórðungi 2011 nam tap Arion banka 2,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við jákvæða um 3,6 milljarða króna árið 2010. Áhrif dóms Hæstaréttar eru gjald- færð á ársfjórðungnum en á móti kemur 3,6 milljarða hagnaður af sölu hluta Eignabjargs í Högum hf. og hækkun á virði fyrirtækjalána upp á um fimm milljarða króna. Vaxtamunur Arion – mismunur inn- og útlánavaxta – jókst nokkuð á árinu og var 3,4% að meðaltali borið saman við 2,8% frá fyrra ári. Á sama tíma þurfti bankinn að greiða 1.046 milljónir króna vegna sérstaks bankaskatts, sem er næstum fjórfalt hærri upphæð en 2010. Á fyrri helmingi ársins greiddi bankinn sex milljarða króna arð til ríkisins samkvæmt samkomulagi milli skilanefndar Kaupþings og rík- isins frá september 2009. Hagnaður dregst lítillega saman en arðsemi af reglulegri starfsemi eykst töluvert Arion hagnast um 11,1 milljarð Morgunblaðið/Ómar Uppgjör Bankastjóri Arion segir af- komu síðasta árs „ásættanlega“. Íbúðaverð mun hækka um 16% yfir þetta og næsta ár, sam- kvæmt spá Grein- ingar Íslands- banka, sem spáir 8% hækkun hvort ár. Að teknu tilliti til verðbólguspár þeirra er þetta um 8,5% raun- verðshækkun yfir þessi tvö ár. Gangi spáin eftir mun sú lækkun sem varð á nafnverði íbúðarhúsnæðis frá hruni hafa gengið að fullu til baka um mitt þetta ár. Raunverð íbúða verður hinsvegar enn um sinn langt undir því sem það fór hæst í aðdrag- anda hrunsins. Margir fyrirvarar eru á spánni sem byggist á þeim for- sendum að efnahagsbati verði. Íbúðaverð mun hækka  Margir fyrirvarar á spá Íslandsbanka Íbúð Á að kaupa eða selja núna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.