Morgunblaðið - 16.03.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Vinna við byggingu undirganga með
tilheyrandi vegtengingum við álverið
í Straumsvík stendur nú yfir og á
meðan fer umferð um Reykjanes-
braut á bráðabirgðavegi framhjá
framkvæmdasvæðinu. Framkvæmd-
um lýkur síðsumars.
Undirgöngin eiga að auka öryggi
vegfarenda og draga úr slysahættu.
Byggð verða 9 m breið og um 23 m
löng undirgöng og alls er unnið við
um 1,7 km af vegum. Þar af eru nýir
vegir um 0,6 km, breikkanir, að- og
fráreinar og lagfæringar núverandi
vega um 0,8 km og þar sem aðeins er
unnið við lagfæringar á núverandi
vegum um 0,3 km.
Undirgöngin verða um 85 m aust-
an við núverandi vegamót við álver-
ið. Þau verða fyrir umferð að og frá
álverinu. Sunnan Reykjanesbrautar
verður lögð frárein að göngunum og
aðrein að Reykjanesbraut frá þeim.
Framkvæmdir hófust í janúar síð-
astliðinn og var stefnt að því að ljúka
þeim í júlí í ár en Einar Már Magn-
ússon verkefnisstjóri segir að vegna
tíðarfars hafi framkvæmdir tafist og
gera megi ráð fyrir að þeim ljúki
ekki fyrr en í ágúst. steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirgöng við Straumsvík
eiga að draga úr slysahættu
Vegna aukins flugs í sumar þarf Ice-
landair að fjölga starfsfólki verulega
en flugáætlunin er 14% umfangs-
meiri en á síðasta ári og verður sú
stærsta í sögu Icelandair. Nýjum
heilsársáfangastað hefur verið bætt
við, Denver í Colorado, og fjölga á
ferðum til ýmissa borga í Bandaríkj-
unum og Evrópu. Gerir félagið ráð
fyrir að farþegar verði um tvær
milljónir talsins á þessu ári.
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna, FÍA, vekur á því athygli í
fréttabréfi sínu að Icelandair hafi
boðað alla flugmenn í vinnu fyrir
sumarið og ráðið að auki 10 nýja
flugmenn til starfa. Það séu fyrstu
nýráðningar hjá Icelandair frá árinu
2007. Félagið verður með 16 vélar í
farþegaflugi í sumar og þrjár frakt-
vélar í ýmsum verkefnum.
1.500 starfsmenn í sumar
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar,
upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur
félagið frá árinu 2009 aukið jafnt og
þétt við sig starfsfólki, eða um ríf-
lega 600 manns hjá Icelandair Gro-
up í 430 stöðugildum. Fjöldi flug-
manna í sumar verður nærri 300 og
flugfreyjur og -þjónar nærri 600,
sem er 30-40 fleiri en síðasta sumar.
Heildarfjöldi starfsmanna flug-
félagsins Icelandair í sumar verður
um 1.500 í um 1.300 stöðugildum.
Icelandair tilkynnti í gær að ætl-
unin til London yrði aukin næsta
vetur þegar flug hefst til Gatwick-
flugvallar 18. október nk. og stendur
til 7. apríl á næsta ári. Flogið hefur
verið tvisvar á dag til Heathrow-
flugvallar, eða 14 sinnum í viku, og
heldur félagið þeirri tíðni áfram.
Fljúga á tvisvar í viku til Gatwick; á
fimmtudagsmorgnum og sunnu-
dagskvöldum, en í tilkynningu segir
félagið þessa tímasetningu henta vel
fyrir helgarferðir Íslendinga til
Bretlands og Breta til Íslands.
Icelandair bætir
við sig tugum
starfsmanna
Flug til London Gatwick næsta vetur
Morgunblaðið/Ernir
Icelandair Sumarið í sumar verður
það stærsta í sögu félagsins.