Morgunblaðið - 16.03.2012, Page 23
AP
Spilling Liðsmenn Hosnis Mubaraks
vilja kaupa sig lausa úr fangelsi.
Forustumenn úr stjórn Hosnis Mub-
araks, fyrrverandi forseta Egypta-
lands, sem sitja í fangelsi fyrir spill-
ingu hafa boðist til þess að láta af
hendi eignir sínar verði þeir látnir
lausir, að því er fram kom í egypsk-
um ríkisfjölmiðlum í gær.
Egypsk stjórnvöld segja að þau
séu að skoða málið og ekki veiti af
peningum. „Það væri hagur
Egyptalands að fá peningana aftur
frá þeim, sem sitja í fangelsi, svo
lengi sem lögin mæla ekki gegn sátt
í spillingarmálum,“ sagði Mumtaz
Said fjármálaráðherra.
Líklegt er hins vegar að slíkur
samningur myndi vekja mikla reiði
mómtælenda, sem kröfðust þess að
spilltir forustumenn yrðu sóttir til
saka. Tugir manna sitja nú í fang-
elsi vegna spillingar og bíða dóms.
Meðal þeirra er Mubarak.
Tveir þeirra sem hafa boðið fé
fyrir frelsi hafa verið nafngreindir.
Egypska ríkisdagblaðið Al-Ahram
segir að „225 milljónum dollara
hafi verið stolið af Egyptalandi“.
Reyna að kaupa sér frelsi
Liðsmenn Mubaraks vilja losna úr fangelsi í Egyptalandi
AP
máli Wangs og þótti þeim orðum
beint sérstaklega að Bo. Hann fékk
hins vegar ekki mikinn tíma til að til-
einka sér lexíuna því að daginn eftir
var hann rekinn.
Skapraunaði valdamönnum
„Hann fór í skapið á mörgum
valdamiklum mönnum þegar hann
blés til sóknar gegn spillingu og
„rauðu“ söngvarnir bökuðu honum
óvinsældir hjá öllum, sem teljast
frjálslyndir, þannig að hann hafði afl-
að sér margra óvina,“ sagði ónefnd-
ur, vestrænn stjórnarerindreki um
Bo í samtali við fréttastofuna AFP.
Haft er eftir Guo Yingjie, prófess-
or í málefnum Kína við Tækniháskól-
ann í Sydney, að brottvikning Bos
beri vitni valdabaráttu milli íhalds-
arms kommúnistaflokksins og hins
frjálslynda arms flokksins, þar sem
Wen Jiabao forsætisráðherra og Hu
Jintao forseti eru í forustu. Þessir
tveir armar eru nokkurn veginn jafn-
ir að völdum, þótt sá frjálslyndi sé
ívið sterkari.
Stjórnmálaráðið er æðsta valda-
stofnun Kína og sitja þar 25 manns.
Voldugust er þó níu manna fasta-
nefnd ráðsins, sem tekur allar lyk-
ilákvarðnir í kínverskum stjórnmál-
um. Í haust er gert ráð fyrir að Hu,
Wen og fimm aðrir yfirgefi sæti sín í
fastanefndinni. Þeir muni síðan láta
af embættum forseta og forsætisráð-
herra í mars á næsta ári.
Aðeins Xi Jinping varaforseti, sem
veðjað er á að muni taka við af Hu, og
Li Keqiang aðstoðarforsætisráð-
herra munu sitja áfram í fastanefnd-
inni. „Ég tel að Hu Jintao og Wen
Jiabao séu að senda Xi Jinping merki
til að koma í veg fyrir að hann sveigi
of langt til vinstri,“ segir fræðimað-
urinn Guo. Hann telur að brottvikn-
ing Bos sé vísbending um að Wang
Yang, sem hefur verið helsti keppi-
nautur Bos – þeir hafa verið kallaðir
fallbyssurnar tvær – sé nú fremstur í
röð væntanlegra fastanefndar-
manna.
Frétt ríkisfréttastofunnar Xinhua
af brottrekstri Bos fylgdu engar
skýringar. Hins vegar spannst þegar
mikil umræða á kínverskum fé-
lagsvefjum á borð við örskilaboða-
vefinn Weibo, sem svipar til Twitter,
þegar fyrstu vísbendingar um að
framtíð Bos væri í óvissu komu fram
fyrir rúmum mánuði. „Brottrekstur
Bos var grímulaus stjórnmálabar-
átta,“ skrifaði einn. „Í kommúnista-
flokknum virðist ríkja mikil eining,
en armarnir takast allir á bæði ljóst
og leynt.“
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Maður ársins Bo Xilai hefur
skorið sig úr í kínverskum
stjórnmálum. Hann berst á og
hefur ekki farið dult með sókn
sína eftir völdum. Hann hefur
náð til almennings og var kjör-
inn maður ársins í almennri
netkosningu Dagblaðs alþýð-
unnar 2009. Stíll hans hefur
hins vegar ekki verið ýmsum
forustumönnum að skapi.
Gegn spillingu Bo réðst gegn
spillingu þegar hann komst til
valda í Chongqing, þar sem
búa rúmlega 30 milljónir
manna. Tugir embættismanna
voru handteknir og flett ofan
af gjálífi þeirra. Margir voru
teknir af lífi.
Harmsaga Þegar Bo var tán-
ingur hóf Maó menningarbylt-
inguna sem var tími ofbeldis
og glundroða þar sem nem-
endur snerust gegn kennurum
og víðtækar hreinsanir áttu
sér stað. Faðir Bos, Bo Yibo,
var byltingarforingi, en féll í
ónáð og var handtekinn og
pyntaður. Bo Xilai var sendur
í þrælkunarbúðir og móðir
hans var barin til dauða.
Uppreisn æru Fjölskyldan fékk
uppreisn æru þegar Maó dó og
Deng Xiaoping tók við og inn-
leiddi umbætur. Bo Yibo varð
einn valdamesti maður Kína
og sonur hans naut góðs af því
þar til nú.
Ris og fall Bo lærði fjölmiðla-
fræði, en flestir af forustu-
mönnum Kína eru með gráður
í verkfræði eða raunvísindum.
Hann er nú 62 tveggja ára og
hefur komið víða við á valda-
ferli sínum. Árið 2004 varð
hann viðskiptaráðherra og
heillaði erlenda ráðherra, sem
hann tók á móti. Þegar hann
fór til Chongqing töldu margir
að hann myndi hverfa úr
sviðsljósinu, en hann kom í
veg fyrir það með herferðinni
gegn spillingu. Mörgum þótti
hann ganga of langt og fara á
svig við lög í þeirri herferð og
varð hún honum á endanum að
falli.
Fallin stjórnmála-
stjarna í Kína
Belgísk stjórn-
völd lýstu yfir
því í gær að í dag
yrði þjóðarsorg í
Belgíu vegna
hins hörmulega
rútuslyss í Sviss
á miðvikudag
þar sem 22 börn
og sex fullorðnir
létu lífið. 21
hinna látnu var
Belgi og sjö voru með hollenskt rík-
isfang. Í rútunni voru 11 og 12 ára
börn úr tveimur katólskum skólum
í Belgíu. 24 börn til viðbótar slös-
uðust.
Mínútu þögn verður klukkan 11
að staðartíma í fyrramálið og verð-
ur flaggað í hálfa stöng og næstu
daga verða haldnar minning-
arathafnir. „Allt landið grætur
börn sín,“ sagði Elio Di Rupo, for-
sætisráðherra Belgíu á þingi í gær.
BELGÍA
Þjóðarsorg út
af rútuslysi
Þjóðarsorg var
lýst yfir í Belgíu.
Argentínsk
stjórnvöld lýstu
yfir því í gær að
þau myndu grípa
til lögformlegra
aðgerða gegn ol-
íufélögum, sem
starfa við hinar
umdeildu Falk-
landseyjar.
Hector Ti-
merman, utan-
ríkisráðherra Argentínu, sagði á
blaðamannafundi að olíufélögum,
sem nú boruðu við eyjarnar, yrði
stefnt. Vaxandi spenna hefur verið
vegna eyjanna, sem Argentína hef-
ur krafist yfirráða yfir frá 1833, en
eru undir stjórn Breta. Í byrjun
apríl verða 30 ár liðin frá Falk-
landseyjastríðinu.
ARGENTÍNA
Stefna olíufélögum
við Falklandseyjar
Port Stanley á
Falklandseyjum.
Norskrar herflutningavélar með
fimm manns um borð var saknað yf-
ir norðurhluta Svíþjóðar síðdegis í
gær og voru leitar- og björg-
unarsveitir sendar á vettvang.
„Norsk flutningavél af gerðinni
Hercules var á leið frá Evenes í
Noregi til Kurana í Svíþjóð og hef-
ur verið tilkynnt að hennar sé sakn-
að skammt frá Kiruna,“ saðgi
Matthias Hansson, talsmaður björg-
unaraðgerðanna.
Flugmaður vélarinnar hafði sam-
band við flugturninn í Kiruna
klukkan 13.40 að íslenskum tíma í
gær og eftir það hvarf vélin af
ratsjá. Slæmt veður var á svæðinu.
Þyrlur voru sendar frá Noregi, Sví-
þjóð og Danmörku til að leita.
SVÍÞJÓÐ
Norskrar her-
flugvélar saknað
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.