Morgunblaðið - 16.03.2012, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
✝ Emil SigdórGuðmundsson,
skipasmiður, fædd-
ist á Barðsnesgerði
í Norðfjarð-
arhreppi 1. sept-
ember 1917. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
8. mars 2012. For-
eldrar hans voru
Þórunn Guðbjörg
Halldórsdóttir, hús-
freyja og bóndi, fædd á Þuríðar-
stöðum á Völlum, S-Múlasýslu, 4.
desember 1894, látin 12. sept-
ember 1977, og Guðmundur
Halldórsson bóndi, fæddur 26.
desember 1891 á Barðsnesgerði
í Norðfjarðarhreppi, látinn 29.
apríl 1976. Þau buggju í Barð-
snesgerði fram til ársins 1955 er
þau fluttu að Lyngbergi í Garða-
bæ, nú Hafnarfirði. Þau voru síð-
ustu ábúendur í Barðsnesgerði.
Emil var næstelstur 14 systk-
ina. Systkini Emils voru Ásgeir
Halldór, f. 1916, d. 1979, Helgi
Sigfinnur, f. 1919, d. 1975, Guð-
rún Oddný, f. 1921, d. 1972,
drengur Guðmundsson f. 1922,
d. 1922, Ingvar Sigurður, f.
1923, d. 1953, Ólína, fædd 1924,
Magnús, f. 1926, d. 1997, Hjalti f.
barn er Freyja Herdís b) Dísa, f.
1983, maki Ulf Nylin, og c)
Fríða, f. 1991 3) Guðrún, f. 1957,
búsett í Svíþjóð, börn a) Anna
Linnea, f. 1990, og b) Emil Vikt-
or, f. 1992, faðir Rune Lysell.
Emil ólst upp í Barðsnesgerði
við sjómennsku og sveitastörf.
Hugur hans stóð til náms. Hann
stundaði nám í Héraðsskólanum
á Laugum í Þingeyjarsýslu 1939-
1941 og nám í skipasmíðum í
Vestmannaeyjum 1942-1946.
Eftir það vann hann í skipa-
smíðastöð í Svíþjóð og í Nes-
kaupstað. Þar kynntist hann eft-
irlifandi maka sínum, Kristínu
Sveinsdóttur. Þau fluttust til
Reykjavíkur 1948 og hófu bú-
skap í Eskhlíð 12b. Þau fluttu á
Digranesveg 34 í Kópavogi 1959
og bjuggu þar alla tíð síðan. Em-
il hóf störf í skipasmíðastöð
Daníels Þorsteinssonar 1948 og
vann þar í rúmlega 40 ár. Hann
tók virkan þátt í verklýðsbarátt-
unni. Emil var mikill hagleiks-
smiður. Hann vann alltaf mikla
aukavinnu, hjálpaði mörgum að
gera við bátana sína, byggja eða
laga húsin sín og sumarbústaði
eða ýmis önnur viðvik. Emil var
mikil félagsvera og var ein-
staklega umhyggjusamur maður
sem lét sér mjög annt um fjöl-
skyldu sína, ættingja, vini og
samferðamenn.
Útför Emils fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag,
16. mars 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
1927, Sigríður
Sveinlaug. f. 1929,
Karl Guðgeir. f.
1930, Ásdís, f. 1932,
Svavar, f. 1934, og
Jósep, f. 1934, d.
1953.
Emil kvæntist 6.
mars 1948 Kristínu
Sveinsdóttur, f. í
Bolungarvík 13.10.
1923. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Pálmadóttir og Sveinn Hall-
dórsson. Börn Emils og Krist-
ínar eru: 1) Guðbjörg, f. 1948,
maki Pétur Karl Sigurbjörnsson,
f. 1946; þeirra börn eru a) Emil,
f. 1968, maki Ólafía Bjarnadótt-
ir, börn Emils Pétur Axel og Úlf-
ur, þeirra móðir er Andrea
Gréta Axelsdóttir og Emilía Rán
og Rakel Ylfa, móðir Ólafía
Bjarnadóttir b) Kristín, f. 1971,
barn Pétur Karl c) María, f.
1971, maki Bragi Halldórsson,
börn Maríu Vera Líf, f. 1990, d.
1990, og Víðir Alexander, faðir
Jón Júlíus Sandal, og Una Guð-
björg, faðir Bragi Halldórsson 2)
Ástríður Herdís, f. 1951, búsett í
Svíþjóð, maki Pär Åhman, f.
1956, börn a) Jónas, f. 1979,
maki Sunneva Ösp Helgadóttir,
Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt
okkur. Það gerðist snögglega og
eins og þú vildir hafa það. Það
síðasta sem þú sagðir við mömmu
og brostir svo fallega var að biðja
hana fyrir kveðju heim. Líklega
vissir þú hvert stefndi þó svo við
hin vildum ekki sjá það.
Þú varst góður maður sem
vildir öllum vel og vildir alltaf
gera allt það besta fyrir alla í
kringum þig. Mikilvægast af öllu
fyrir þig var að allt gengi vel hjá
okkur systrum og mömmu. Fram
til dauðadags spurðir þú: „Get ég
gert eitthvað fyrir ykkur?“ Þú
hefur alla tíð gert mikið fyrir
okkur og betri fyrirmyndir en þig
og mömmu gætum við og börnin
okkar ekki átt. Það var mikilvægt
fyrir þig að við menntuðum okk-
ur og yrðum sjálfstæðar. Þú
kenndir okkur samkennd, rétt-
læti og æðruleysi.
Þú varst svona pabbi sem gast
allt. Þú smíðaðir allt, báta, hús,
húsgögn og leikföngin okkar,
gerðir við alla hluti sem biluðu,
bíla og önnur farartæki og meira
að segja líka fötin. Þú tókst virk-
an þátt í heimilishaldinu með
mömmu eftir að þú hættir í Daní-
elsslippnum og annaðist alla í
kringum þig. Þú varst svona eig-
inmaður eins og ungar stúlkur nú
til dags vilja hafa maka sína.
Þú varst mjög félagslyndur og
duglegur að rækta samband við
ættingja og vini og eignaðist
stöðugt nýja kunningja sem urðu
fljótt bestu vinir þínir. Þar skipti
aldur ekki máli. Þú varst mjög
barngóður og börn hændust að
þér. Þú varst stóri bróðir systk-
ina þinna og höfðingi fjölskyld-
unnar á seinni árum og höfðingi í
einu og öllu. Það hefur alltaf ver-
ið mikill gestagangur á heimilinu
og allir alltaf velkomnir og þar
hafið þið mamma verið mjög
samtaka.
Þú varst nægjusamur og vildir
aldrei láta hafa fyrir þér. Þú
hafðir á orði þegar þú lást veikur
á spítalanum daginn áður en þú
kvaddir að þetta væri nú meira
uppátækið hjá þér að taka upp á
þessu og láta hafa svona fyrir
þér. Við spurðum þig oft þegar
þú komst heim úr sjúkravitjun-
um, sem þú varst svo duglegur að
fara í, hver myndi heimsækja þig
þegar þú yrðir gamall og fótafú-
inn. En sem betur fer fyrir þig
þurftir þú ekki á því að halda. Þú
vildir alltaf gefa og áttir erfitt
með að þiggja.
Þú áttir fallegt og gott ævi-
kvöld. Þið mamma máttuð ekki
hvort af öðru sjá síðustu árin. Þið
áttuð 64 ára brúðkaupsafmæli 6.
mars sl. Þið spiluðuð vist um
kvöldið eins og svo oft áður,
mamma fór fram og tók til kvöld-
kaffið á sinn einstaka og fallega
hátt, þú lagðir síðasta kapalinn á
meðan og varst svo rétt sestur
við eldhúsborðið þegar hjartað
fór að slá feilslög.
Elsku pabbi, nú ertu áreiðan-
lega kominn til móður þinnar,
föður og systkina þinna sem sum
létust alltof ung. Í huga okkar er
mikill söknuður og jafnframt
mikið þakklæti fyrir að hafa átt
svona góðan föður og að hafa
fengið að hafa þig svona lengi á
meðal okkar. Við munum styðja
eins vel við mömmu og við getum.
Megir þú hvíla í friði. Ljós þitt og
minning mun lifa með okkur.
Þínar
Guðbjörg, Ásta og Guðrún.
Elsku afi. Mikið vorum við
heppnar að fá að njóta samvista
við þig svona lengi. Við minnumst
þín frá æskuárunum, hvernig þú
lékst við okkur, kenndir okkur
lönguvitleysu, last fyrir okkur
þjóðsögur og ævintýri og smíð-
aðir handa okkur rúm og leikföng
af miklum hagleik. Skjóni ruggu-
hestur þjónaði okkur systkinun-
um lengi og höfðum bæði við og
vinir okkar mikla gleði af. Við
minnumst þess hvernig þú unnir
fallegum hlutum úr náttúrunni.
Þú safnaðir kuðungum, kórölum
og steinum sem þú sýndir öllum
nýjum gestum af miklu stolti svo
og víðáttumikið útsýnið út um
stofugluggann á húsinu sem þú
byggðir sjálfur á Digranesvegin-
um.
Bílskúrinn hefur alltaf verið
fullur af dóti sem þú gætir þurft
að nota einhvern tímann, og ótrú-
legt að þú skulir alltaf hafa fund-
ið það sem þú þurftir, ef þú þurft-
ir að nota eitthvað sem þar
leyndist. Aldrei hefur mátt henda
neinu sem bilar eða brotnar. Það
var örugglega hægt að laga flest
og nota aftur, nú eða gefa því
nýtt líf sem listaverk. Sum okkar
í fjölskyldunni hafa deilt þessari
söfnunar- og endurnýtingar-
stefnu þinni og önnur okkar not-
ar ennþá gömlu, stoppuðu ullar-
sokkana þína sem voru látnir
hlaupa í þvottavélinni svo að þeir
pössuðu.
Það var ótrúlegt að fylgjast
með þér síðustu árin; allir göngu-
túrarnir sem þú fórst í daglega
og aldrei mátti bjóða þér bílfar,
hvernig þú dansaðir við ömmu,
þegar þú málaðir þakið á bíl-
skúrnum kominn á níræðisaldur
og þegar þú lagðir parket á stig-
ann um nírætt, allar bækurnar
sem þú last og endursagðir okkur
eða lánaðir okkur til að lesa, þið
amma að spila tveggja manna
vist eða þú að leggja kapal.
Þú varst alltaf mjög áhuga-
samur um hvað við vorum að
bralla, bæði í lífi og starfi, og
spurðir ávallt frétta af langafa-
börnunum ef þú hafðir ekki hitt
þau nýlega. Nýjasta langafa-
barnið, sem fæddist á nýársdag,
var svo heppið að búa í sama húsi
og langafi og langamma og öllum
til ómældrar ánægju komstu nið-
ur á hverjum degi til að tala við
litla manninn. Þú sagðir okkur
líka alltaf fréttir af öðru skyld-
fólki. Þú vitjaðir um veika eða
eldri ættingja og vini hvenær
sem færi gafst. Trygglyndi þitt
og hlýja var einstök og betri fyr-
irmynd er vandfundin. Þín verð-
ur sárt saknað.
Við minnumst þín með hlýju í
hjarta elsku afi og þökk fyrir tím-
ann sem við áttum með þér.
Elsku amma, við deilum sökn-
uðinum með þér en jafnframt öll-
um góðu minningunum um ein-
stakan mann.
Þínar dótturdætur,
Kristín og María.
Elskulegi afi minn er fallinn
frá.
Ég man þegar ég var að halda
við hnoðin hjá afa þegar hann var
að gera við trilluna sína, ætli ég
hafi ekki verið 5-6 ára. Afi vann
alla sína tíð hjá Daníelsslipp og
vann ég með honum þar um tíma.
Hann var duglegur starfsmaður,
samviskusamur, faglegur og bera
vinnufélagar hans honum vel
söguna. Þegar ég var lítill og það
voru framkvæmdir á heimilinu
var afi alltaf mættur til að að-
stoða. Hann smíðaði t.d. kojur,
rúm, hillueiningu, sem við smíð-
uðum saman undir fiskabúrið
mitt, að ógleymdum rugguhest-
inum Skjóna sem við systkinin
þeyttumst um allt á. Þegar
mamma og pabbi byggðu á Sæ-
bóls var afi þar í öllum sínum frí-
tíma. Hann átti það til að koma
með hluti úr bílskúrnum sem
hann hafði geymt til betri tíma.
Líkt og nokkrar fötur af notuðum
nöglum, sem ég var settur í að
rétta svo við gætum notað þá í
uppslættinum, og handbrýndar
sagir sem enginn gat sagað beint
með nema afi sjálfur. Þegar ég
fór sjálfur að framkvæma var afi
alltaf til í að koma og hjálpa til.
Hann var 86 ára þegar hann
hjálpaði mér við að brjóta niður
veggi, setja upp nýja hitaveitu-
grind og setja saman eldhúsinn-
réttingu. Þessar góðu stundir
með afa við vinnu fram eftir
kvöldi eru mér mjög kærar.
Afi var alltaf mikil barnagæla
og krökkunum mínum fannst
gaman að fara í heimsókn til
langafa og langömmu á Digró, en
þar er alltaf tekið vel á móti öll-
um. Afi hlakkaði alltaf til að fá
stelpurnar mínar í heimsókn.
Emilía Rán og hann áttu mjög
sérstakt samband. Þau léku sér
saman að spilum, púsli eða í
dótinu í hvert skipti sem við kom-
um í heimsókn. Hún bað oft um
að fara í heimsókn til langafa.
Hann var einnig farinn að byggja
upp sama samband við Rakel
Ylfu, hún vildi alltaf vera í fang-
inu á honum og fannst hún
greinilega vera örugg þar. Þegar
við fórum í heimsókn á Digró í
vikunni spurði Emilía Rán hvort
langafi væri ennþá dáinn, ég
jánkaði því, þá spurði hún: „Fær
maður samt ekki enn súkkulaði-
köku?“ Ég var feginn að geta
glatt hana þó með því að segja
henni að skúffukakan hennar
langömmu væri enn á sínum stað.
Mér þótti vænt um að geta far-
ið með afa í kvöldsiglingu um
sundin síðasta sumar. Þar voru
sælir nafnar á ferð því við afi átt-
um það sameiginlegt að njóta
þessa að vera á sjó. Það er ekki á
færi margra á 94. aldursári að
fara á sjó á seglskútu, en hann
þáði alltaf boð mitt þegar ég bauð
honum með að sigla. Mér hefur
alltaf fundist þú vera meiri vinur
minn en afi, þú hefur einhvern
veginn alltaf verið til staðar fyrir
mig og mína í gegnum tíðina, ég
hef ekki kynnst ósérhlífnari
manni. Á síðari árum töluðum við
afi alltaf saman a.m.k. einu sinni í
viku, það þótti mér vænt um.
Nú ert þú farinn í þína stóru
siglingu afi minn, þín verður sárt
saknað og það verður erfitt að
fylla þitt skarð.
Elsku amma, að missa besta
vin sinn eftir 65 ára vináttu hlýt-
ur að vera þungbært. Við vottum
þér okkar dýpstu samúð og veit-
um þér ást og styrk.
Emil Pétursson, Ólafía
Bjarnadóttir og börn.
Elsku Emil frændi. Mig lang-
ar til að þakka þér fyrir góðar
samverustundir í yfir hálfa öld.
Þið pabbi komuð úr stórri
samrýndri fjölskyldu. Þið voruð
annar og þriðji í röðinni af 14 al-
systkinum. Síðar bættust við
tvær fóstursystur. Þar sem þið
voruð svo samrýndir og nánir var
ekki skrýtið að fjölskyldur ykkar
beggja yrðu það líka. Þegar faðir
minn háði erfitt dauðastríð skipt-
umst við á að vera hjá honum.
Það var einmitt þú sem varst hjá
honum þegar hann skildi við.
Fjölskyldan mín var mjög sátt
við það, því við vorum svo harmi
slegin. Ég var þá unglingur og
reiddist Guði, fannst hann órétt-
látur að taka hann frá okkur. Þú
talaðir svo fallega til mín og sagð-
ir að ég skyldi trúa því að ég ætti
eftir að hitta hann aftur. Það
hjálpar mjög mikið að trúa því.
Kæri frændi, þú varst okkur
fjölskyldunni oft innan handar
með svo margt. Ég man mest eft-
ir allri smíðavinnunni enda þú
lærður skipasmiður. Þegar þú
komst og parketlagðir á Tómas-
arhaganum spjölluðum við sam-
an í eldhúsinu um dætur mínar,
en ég eignaðist þrjár flottar dæt-
ur eins og þú. Þú fylgdist með
leik þeirra og starfi og við ósk-
uðum þess bæði að pabbi minn
gæti fylgst með þeim líka. Svo
var rætt um gildi menntunar,
pólitík og heimsmálin. Einnig
fórum við að rifja upp gamla
daga. Eitt sinn fór ég með þér,
Guðrúnu og Stínu að heimsækja
vinafólk ykkar á Selalæk. Þetta
reyndist hið skemmtilegasta fólk
og mér leist strax vel á einn son-
inn á bænum. Þú spurðir bónd-
ann hvort honum litist ekki vel á
Emil S.
Guðmundsson✝ Séra HúbertOremus fædd-
ist í Zeist í Hollandi
20. júlí 1917. Hann
andaðist í Reykja-
vík 6. mars 2012.
Foreldrar hans
voru Angèle Marie
Detollenære húsfrú
og Adrianus Josep-
hus Oremus bók-
haldari. Að loknu
menntaskólanámi í
Wernhout 1936 gekk séra Hú-
bert í reglu Lasarista og hóf
nám í guðfræði við St. Jósefs-
prestaskólann í Panningen. Þar
var hann vígður til prests 19.
júlí 1944. Hann lagði stund á
kínversku og franskar bók-
menntir við Sorbonne-háskóla
1946-1948 og lauk diplóma-prófi
í þeim greinum. Á árunum 1948-
1953 var hann háskólakennari í
kínversku, fyrst í Utrecht og
síðan Nijmegen en þjónaði síðan
sem prestur í Schalkhaar í Hol-
landi. Árið 1962 var
hann sendur á veg-
um reglu sinnar til
Istanbúl í Tyrk-
landi og starfaði
þar til ársins 1967
bæði sem ensku- og
latínukennari og
sóknarprestur.
Næstu tíu árin var
hann prestur og
kennari í Alex-
andríu í Egypta-
landi, en árið 1978 kom hann til
starfa á Íslandi að eindreginni
ósk þáverandi biskups, Hinriks
Frehens. Fyrstu þrjú árin stund-
aði séra Húbert nám í íslensku
við Háskóla Íslands og var jafn-
framt prestur kaþólska safn-
aðarins í Hafnarfirði til ársins
1988. Eftir það bjó hann í
Landakoti og þjónaði kirkju
sinni og söfnuði allt til æviloka.
Útför Húberts fer fram frá
Kristskirkju í Landakoti í dag,
16. mars 2012, kl. 15.
„Ut omnes unum sint … ut mundus cre-
dat. Að allir séu þeir eitt … til þess að
heimurinn trúi.“ (Jóh. 17.21.)
Jesús hvetur lærisveina sína til
einingar svo að séu marktækir og
veki trú. Skömmu eftir að sr. Hu-
bert Oremus kom í Hafnarfjörð
1978 hafði hann samband við mig í
Dvergasteini. Það varð upphaf að
vináttu okkar. Kuldahúfan sem ég
gaf honum varð líkt og tákn um
hana. Sr. Oremus hafði mikinn
áhuga á samkirkjulegu starfi og
bar glettinn og hlýr með sér fjöl-
þætta menntun og víðsýni. Hann
starfaði lengi sem prestur og há-
skólakennari í Egyptalandi og áð-
ur í Tyrklandi og þekkti vel hve
samstaða kristinna manna skiptir
miklu til að kristnin fái framgang
þar sem önnur trúarbrögð eru
ráðandi. Ættarnafn hans, Ore-
mus, þýðir „Biðjum“ á latínu og
átti vel við hann.
Frá bernsku í Hollandi vildi
hann gerast trúboði og prestur í
Kína. Hann nam kínversku og
kynnti sér sögu Kínverja. En
landið lokaðist eftir valdatöku
kommúnista. Því rættist draumur
hans ekki. Oremus var fæddur á
Þorláksmessu að sumri og þótti
sem Guð hefði leitt hann til Ís-
lands. Íslenska varð 17. tungumál-
ið sem hann lærði. Hann festi
djúpar rætur og hafði dvalist hér
lengur en í öðrum löndum. Sr.
Oremus sýndi oft litskyggnur með
biblíusögum í sunnudagaskóla
Hafnarfjarðarkirkju og stóð þar
með mér að samkirkjulegum
guðsþjónustum. Árum saman
stóðum við með Jósefssystrum
fyrir gefandi helgistundum í kaþ-
ólsku kapellunni á Jósefsspítala á
samkirkjulegri bænaviku í janúar
og líka á föstunni. Við þáðum
kvöldkaffi hjá systrunum er
glöddust yfir samstöðu okkar.
Oremus þjónaði þó einkum Kar-
melnunnum og var sóknarprestur
kaþólskra í Hafnarfirði áður en
hann fór til þjónustu við Krists-
kirkju. Heimsókn Jóhannesar
Páls páfa 2. til landsins vorið 1989
var Oremusi mikið fagnaðarefni.
Þakklátur þjónaði hann með páfa í
kirkju sinni og tók þátt í sam-
kirkjulegri guðsþjónustu páfa og
biskups Íslands á Þingvöllum. Þar
vorum við hvor í sínu liði en þó eitt
í Kristi. Orð Jesú um gildi eining-
ar voru leiðarstef í prédikun
kirkjuhöfðingjanna.
Oremus var fulltrúi kaþólskra
presta á samkirkjulegri kristnihá-
tíð í Hafnarfirði á sjómannadegi
árið 2000 í Kaplakrika, flutti þar
ritningarorð og bæn. Dýrmætt
var að sækja messu í Kristskirkju
á 50 ára prestsafmæli sr. Oremus-
ar. Hann bar fram heilagt sakra-
menti. Ég gekk að altari og þáði
brauð lífsins úr hendi vinar míns. Í
afmælisfagnaðinum sýndi Jolson
biskup því góðan skilning. Síðast
bar fundum saman á þjóðhátíðar-
degi er við Þórhildur sóttum
kvöldmessu í Kristskirkju. Sr.
Oremus las ritningarorð. Hann
brosti hlýtt er hann eftir messu
óskaði okkur til hamingju með
daginn. Hann mat mikils íslenska
sögu og þjóð er hann hafði helgað
líf og störf í áratugi. Hann þráði að
hún nyti varanlegra fjársjóða
frelsarans. Sr. Oremus var trúr
kirkju sinni en bar jafnframt virð-
ingu fyrir þjóðkirkjunni og öðrum
kristnum söfnuðum landsins.
Guð blessi minningu sr. Ore-
musar og fullkomni líf hans í upp-
risuljóma frelsarans og gefi að
bænir rætist um vaxandi sam-
stöðu kristinna manna við að lýsa
upp heiminn í trúnni á Jesú Krist.
Gunnþór Ingason.
Húbert Oremus
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju,
Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar
verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera
umsjónarfólki minningargreina viðvart.
Minningargreinar