Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012 af svo gott að vera hjá þér og afa, bæði heima hjá ykkur og uppi í sumarbústað. Þið afi voruð alltaf svo samrýnd, gerðuð allt saman. Ég veit að þú ert nú komin á góð- an stað, stað sem þú munt gera enn betri með nærveru þinni. Við sjáumst seinna elsku amma mín. Þín Dagbjört Ósk. Elsku amma mín. Það er ansi langt síðan ég hef þurft að kveðja nákominn ættingja, svo langt að ég á engar minningar um það. Þess vegna finnst mér mjög erf- itt að kveðja þig. Mér finnst þetta allt saman svo ósanngjarnt, en lífið getur víst verið þannig stundum. Ég finn mikla huggun í því að vita að þú sért komin á stað þar sem þér líður betur. Ég vil ekki syrgja dauða þinn, held- ur vil ég fagna lífi þínu. Þú áttir stórkostlegt líf sem vert er að taka til fyrirmyndar. Þú varst svo kærleiksrík og allir voru allt- af velkomnir til þín. Ég sakna þín. Elsku Erla amma mín, sem engill ert farin á nýjan stað. Með ást og kærleik við minnumst þín. Þín Maren Rún. Elsku amma Erla. Það eru nú ekki mörg ár síðan við komum inn í fjölskylduna þegar mamma giftist Gunnari Val fyrir rúmum áratug, en strax tókstu okkur sem þínum eigin og þótti okkur alltaf óendanlega vænt um það. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá börnunum okkar. Þeim fannst alltaf jafngaman að kíkja til ykk- ar afa Gísla í heimsókn, hvort sem það var í Smáraflötina eða upp í sumarbústað í Ölveri en þar höfum við eytt ófáum stundunum saman. Það var alltaf jafnyndis- legt að koma til ykkar, þú tókst alltaf svo innilega utan um mann og kysstir og knúsaðir. Alltaf var vel tekið á móti manni með kaffi og heimabökuðum kökum, aldrei klikkaði það. Þú varst sannkallað höfuð fjöl- skyldunnar enda þekkjum við ekki nánari fjölskyldu en okkar og er það að öllu leyti ykkur afa Gísla að þakka. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna með hvarfi þínu. Eftir situr mikill söknuður hjá okkur öllum og þykir börnunum okkar mjög skrítið að geta ekki lengur hitt ömmu Erlu uppi í bú- stað. Við munum ávallt minnast þín sem einnar yndislegustu manneskju sem hefur komið inn í okkar líf. Hvíldu í friði elsku amma Erla. María Fjóla, Kristinn, Gabríel, Salome og Ísak. Elsku Erla systir mín. Þegar ég nú sest niður og skrifa þér ör- fá kveðjuorð þá verður skriftar- handleggurinn ótrúlega þungur og tárin streyma fram. Þessir tíu mánuðir frá því að sjúkdómur þinn greindist hafa verið erfiðir en samt gefandi. Þú sást til þess enda alla tíð að gefa af þér. Minningarnar sem þú komst svo listilega fallega frá þér eru okkur sem eftir lifum ómet- anlegur dýrgripur. Þær hafa líka rifjað margt upp fyrir mér, t.d. bernsku mína í Hnífsdalnum okkar þegar ég var lítil og þú stóra systir mín, 15 árum eldri. Þá bjugguð þið amma, Inga og Villi á Ísafirði. Þið Inga orðnar ungar stúlkur, komnar í vinnu og á leið í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Erla og Inga, alltaf saman og eins klædd- ar. Eins og tvíburasystur í minn- ingunni. Seinna fetaði ég í fót- spor ykkar á Laugalandi og var meira að segja líka í herbergi no. 5. Þú hefur alltaf verið mín hjálp- arhella. Það kom best fram þeg- ar ég þurfti mest á því að halda og missti manninn minn og föður barnanna minna aðeins 44 ára gamlan. Þá og ætíð hafið þið Gísli stutt okkur með ráðum og dáð. En þú áttir líka gott og fallegt líf. Eignaðist afburða vandaðan eig- inmann, hann Gísla þinn, og sex börn. Þið upplifðuð þó þá sáru sorg að missa fyrsta barnið ykk- ar hann Jón Elías aðeins tæplega þriggja mánaða gamlan. Ég veit að hann hvílir nú í þínum hlýja móðurfaðmi og það hafa orðið fagnaðarfundir. Ég hef fyrir svo margt að þakka. Þakka fyrir að hafa verið í vist hjá þér í gamla daga og fengið að passa strákana þína og hjálpa til á þínum fyrstu búskaparárum. Þá kenndir þú mér margt og mikið sem ég bý enn að. Stelpurnar passaði ég minna af eðlilegum ástæðum þar sem þær eru á sama aldri og mínar. En þú passaðir samt mín- ar dætur mikið. Alltaf höfum við hjálpast að bæði í sorg og gleði og þú ávallt boðin og búin til að- stoðar við ótrúlegustu hluti. Þú varst listamaður með prjónana þína og þér féll aldrei verk úr hendi. Öll eigum við ótalmargar útprjónaðar peysur frá þér, meira að segja fékk Baby-born hennar Ingu Söru útprjónaðan fatnað á sínum tíma. Mest af öllu þakka ég þó fyrir að hafa verið svo heppin að eiga þig fyrir syst- ur. Ég kveð þig með litlu ljóði sem kom í huga minn á því augnabliki sem þú kvaddir okk- ur. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson) Guð geymi þig. Þín systir, Friðgerður. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor … Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. (Davíð Stefánsson) Kveðjustundin er komin. Sú stund sem við vitum að er óum- flýjanleg, hver svo sem aldur þess er sem við horfum á eftir. Tímamót í huga allra er eftir standa. Þakklæti og tregi, stund til að leiða hugann að því hvað sú persóna sem við nú kveðjum gaf okkur öll árin sem við nutum samfylgdar hennar. Margt kem- ur upp í hugann þegar litið er til baka. Allt frá því að Gísli bróðir kom með kærustuna sína, hana Erlu, inn í systrahópinn í Deild- artungu var hún strax orðin ein af þeim. Sem og hjá allri fjöl- skyldunni. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka. Allt frá litla fallega heimilinu þeirra Erlu og Gísla uppi á lofti á Bakkatúni 14, sem fljótt varð of lítið, Hjarðarholtið tók við meðan fjölskyldan var sem stærst og svo Smáraflötin þegar allir ungarnir voru flognir úr hreiðrinu. Og ekki má gleyma sumarbústaðnum í Ölveri. Öll þessi fjögur heimili einkenndust af handbragði þeirra beggja, gestrisni – mér liggur við að skrifa það orð með stórum upp- hafsstaf. Alltaf var hægt að taka á móti fólki. Hvort heldur var til lengri eða skemmri dvalar. Veit- ingar á borð bornar við öll tæki- færi. Umhyggjan fyrir eldri ætt- ingjum innan og utan fjölskyldunnar var líka stór þátt- ur í lífi Erlu og Gísla, svo miklu stærri en margur vissi. Það var sterkur hópur barna þeirra og barnabarna sem hélt utan um þau á þessum erfiðu tímum veik- inda og kom þar greinilega í ljós hvaða fræjum hefur verið sáð í uppeldi þeirra. Með þessum orðum viljum við kveðja og þakka allt það góða sem við fengum í tengslum við Erlu öll árin sem hennar naut við og sendum öllum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum þeim blessunar Guðs. Erla og Gunnar. Erla frænka var systurdóttir móður okkar Ingu Söru og jafn- aldra. Þær ólust upp nánast eins og tvíburar á heimili ömmu Steindóru í Hnífsdal. Þegar þær fæddust var fjölskyldan nýflutt frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Ef skoðaðar eru myndir af Erlu og mömmu okkar í æsku eru þær gjarnan eins klæddar í fallegum heimasaumuðum kjólum enda var amma Steindóra saumakona af guðs náð. Hún saumaði bæði kápur og kjóla fyrir konur og börn í Hnífsdal, auk þess að sauma allt á fjölskylduna. Leiðir Erlu og mömmu lágu ætíð saman, fyrst á æskuheimil- inu í Hnífsdal og eftir gagn- fræðapróf fóru þær í Húsmæðra- skólann á Laugalandi. Árið 1951 flutti fjölskyldan á Akranes þar sem þær giftust og stofnuðu sín- ar fjölskyldur. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna, enda stutt af heimili okkar á Háteignum yfir á Bakkatún til Erlu og þar á milli var Laufásinn þar sem Jóna bjó. Einstaklega náið samband var milli ömmu Steindóru, Jónu móð- ursystur okkar, Erlu og mömmu. Þær voru afar samrýndar og mjög samstiga í að kenna börn- um sínum guðsótta og góða siði. Gengu þær hart eftir að börnin segðu satt, væru heiðarleg og samviskusöm. Við eigum margar góðar minningar um Erlu frænku. Í hugann koma einstakir eiginleik- ar hennar, jákvæðni og skilyrð- islaus góðvild, sem við fengum að njóta í uppvextinum og alla tíð. Enda fylgdist Erla vel með hverju og einu barni sem bættist í fjölskyldu okkar. Hún færði þeim gjarnan handprjónaðar peysur og fengu þau þannig að njóta hennar einstaka hand- verks. Erla var afar ættrækin og skráði niður ættartal fjölskyld- unnar ásamt Gísla manni sínum. Fléttaði hún þar inn í fræðandi sögum af ömmum okkar og öfum, sem við sjáum æ betur að eru ómetanlegar. Sú lífsbarátta mið- aðist við að skila sínu af heið- arleika, trúmennsku og samviskusemi. Erla og Gísli voru afar gestris- in og samhent hjón, sem gaman var að heimsækja og hitta. Þau nutu þess ríkulega að fá gesti og ávallt voru töfraðar fram heima- gerðar kræsingar á augabragði. Á heimilinu voru sterkar skoð- anir og umræður oft afar líflegar. Erla var hreinskiptin og sagði skoðanir sínar hiklaust og af hlýju á sinn jákvæða, einlæga hátt. Við þökkum elsku Erlu frænku fyrir allt sem hún var okkur og þá fallegu fyrirmynd, sem hún var. Við systkinin, fjöl- skyldur okkar ásamt pabba, vott- um Gísla, börnum og fjölskyldum þeirra innilega samúð nú á kveðjustund. Steindór, Helga og Kristófer. Ávallt bregður manni við fréttir af láti þeirra sem maður þekkir að góðu einu og tengir við ljúfar og jákvæðar minningar af uppvextinum uppi á Skaga. Erla frænka og fjölskylda hennar eru einmitt einar af þeim góðu mann- eskjum sem ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í æsku að njóta sam- vista við og leiðsagnar frá. Með veikindi Gísla í huga hafði það einhvern veginn ekki hvarfl- að að manni að hún, sem er búin að standa sem kletturinn sl. ár á bak við hann í hans veikindum yrði sjálf yfirhöfuð nokkuð lasin, né að hún léti nokkurn bilbug á sér finna. En að því er víst ekki spurt og kallið kemur þegar eng- inn á von á. Erla var frumbyggi í „Mýr- inni“ svokölluðu á Akranesi og bjó lengst af á Hjarðarholti 5, gegnt Esjubrautinni, þar sem ég ólst upp, og lóðir húsanna liggja saman. Snemma varð ég þess áskynja að þangað var gott að sækja. Jón Bjarni var á svipuðu reki og ég, við vorum æskuvinir, svo voru það Gunni og Þráinn – sem fyrir mér, elstum af mínum systkinum, voru allir mínar fyr- irmyndir og nokkurn veginn eins og eldri bræður. Síðar bættust þær systurnar í stórfjölskylduna. Þrátt fyrir að vera með svona stórt heimili var það oft einhvern veginn þannig að fékk oft að fljóta með – hvort sem það varð- aði að búa til jólagjafir með því að steypa í gifsmót og mála eftir kúnstarinnar reglum, hjólavið- gerðir eða smíða kassabíla, detta inn í kvöldmat, fá kalda mjólk og heimabakað vínarbrauð, eða að fara upp í Ölver um helgar þar sem Gísli byggði þeim veglegan sumarbústað. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu sjálfur hefur mér oft orðið hugs- að til baka til þessa tíma og hugs- að með þakklæti fyrir þá góðvild sem Erla og Gísla veittu manni – því ekki fór nú lítið fyrir manni á þessum tíma! Að auki fékk mað- ur einnig iðulega að heimsækja og kynnast ömmu Jónu og Ingu fræknu, auk þess að passa með Jóni hjá Friðgerði og Rúnari heitnum. Allt eru þetta kærar minningar. Erla stýrði heimilinu, allt hafði sinn ákveðna gang, röð og regla á hlutunum – en samt með mikilli þolinmæði og það var ým- islegt sem leyfðist hjá henni sem ekki mátti annars staðar; eins og heilu fótboltamótin á ganginum og í garðinum, svo fátt eitt sé nefnt. Eitt var það þó sem hún kunni afskaplega illa við og hafði enga þolinmæði með – það var ef maður var ekki almennilega klæddur að hennar mati, þ.e. oft- ar en ekki var maður sendur aft- ur heim að klæða sig almenni- lega, passa upp á vettlinga, húfur og þess háttar. Hún bar mikla umhyggju fyrir manni hvað þetta varðaði og það var eins gott að mæta í Hjarðarholtið m.t.t. veð- urs og almennilega klæddur. Um Erlu á ég ákaflega vænar minningar og vil ég þakka henni með þessum fátæklegu orðum fyrir það sem hún var mér og minni fjölskyldu – en það voru ófáar ráðleggingarnar og stuðn- ingur sem foreldrar mínir fengu að nóta hjá henni. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég votta Gísla, Þráni, Gunna, Jóni Bjarna, Sigurlaugu og Guð- rúnu ásamt fjölskyldum þeirra, öðrum ættingjum og vinum, mína innilegustu samúð. Ástvaldur Jóhannsson. Það er komið að kveðjustund, því látin er kær frænka, Erla Guðmundsdóttir, fædd í Hnífs- dal. Erla var lýsandi dæmi um fjöl- margar einstakar konur úr okkar fjölskyldu. Hún vildi allt fyrir alla gera, hélt þétt utan um fjöl- skyldu, ættingja og vini. Hlý, gestrisin og ósérhlífin. Erla og Gísli voru sérlega samstiga og samhent hjón og var vart hægt að nefna þau nema bæði í sama orðinu. Er ég sagði börnum mínum frá andláti Erlu frænku voru við- brögð þeirra á eina lund: „Erla, hún var svo einstaklega góð og það var alltaf svo gott og gaman að hitta hana og Gísla.“ Dæmi um ósérhlífni og hlýju þeirra Erlu og Gísla er hvernig þau önnuðust ömmu Steindóru í mörg ár. Tóku hana inn á heimili sitt og fóru nánast aldrei úr aug- sýn meðan hún þurfti á þeim að halda. Undanfarin nokkur ár hefur mér hlotnast sú ánægja að hitta Erlu og Gísla heima hjá þeim nokkrum sinnum á ári og er ég þeim afar þakklátur fyrir þær skemmtilegu stundir og alla fræðsluna um ættingja okkar og búsetu þeirra bæði í Bæjum og Hnífsdal, sem og fyrir allar góð- gerðirnar. Takk fyrir öll ættar- mótin. Takk fyrir niðjatalið og eljusemi ykkar við að viðhalda því. Mig langar að kveðja Erlu frænku með fallegu kveðjunni hennar ömmu Steindóru sem hún notaði alltaf; Guð geymi þig. Elsku Gísli og fjölskylda, við Unnur og fjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Kristján Tryggvason. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Í dag kveðja Sjúkra- og heim- sóknarvinir og Prjónahópur RKÍ á Akranesi einn af stofnfélögum sínum, Erlu Guðmundsdóttir. Það voru duglegar og áhugasam- ur konur, sem stofnuðu fé- lagsskap sjúkravina árið 1976 og Prjónahópurinn kom fyrst sam- an á vordögum 2010. Mörgu var sinnt og Erla lét sannarlega ekki sitt eftir liggja. Síðast var hún í prjónaklúbbnum meðan heilsa leyfði. Þar prjónaði hún ásamt öðrum sjálfboðaliðum barnaföt sem send eru til Hvíta-Rússlands og gefin fátækum börnum. Einn- ig er prjónalesið selt til ágóða fyrir Rauða krossinn. Sjúkra- og heimsóknarvinir, Prjónahópur, starfsfólk og aðrir sjálfboðaliðar Rauða krossins á Akranesi þakka Erlu frábært samstarf og samveru í 35 ár og veita fjölskyldu hennar innlega samúð sína. Blessuð sé minning Erlu. Anna Lára Steindal. Í skólann við komum öll kurteis og góð af kennslunni verðum við margvís og fróð. Við lærum að vinna hér saman í sátt og samheldni og virðingu metum við hátt. Og seinna er við komum og heimsækj- um hann í huganum gleður það konu og mann að rifja upp fjölmargt sem forðum til bar og finna í minningum andann sem var. (Ingi Steinar Gunnlaugsson) Þegar við minnumst sam- starfskonu okkar til áratuga, hennar Erlu, koma þessi erindi úr Skólasöng Brekkubæjarskóla upp í hugann. Hún var traustur hlekkur í skólastarfinu, skólarit- ari, afar samviskusöm og hafsjór af fróðleik enda minnug með af- brigðum. Það sýnir vel hug henn- ar til skólans að sl. haust afhenti hún Héraðsbókasafninu hér í bæ myndaalbúm en þar í eru myndir úr skólalífinu, ferðalögum og skemmtunum samstarfsfólksins í gegn um tíðina. Eftir að Erla lauk starfi við skólann naut hún sín vel í áhugamálum sínum og eins og alltaf átti fjölskyldan stærstan sess. Þegar við, fyrr- verandi starfsmenn skólans, fór- um að hittast mánaðarlega mætti hún ævinlega meðan heilsan leyfði. Við kveðjum Erlu með virð- ingu og þökkum fyrir samfylgd- ina. Eiginmanni og afkomendum öllum sendum við samúðarkveðj- ur. F.h. fyrrverandi samstarfs- fólks í Brekkubæjarskóla, Guðbjörg, Sesselja, Þóra Björk og Svandís. Við andlát vinkonu minnar, Erlu Guðmundsdóttur, koma gamlar minningar upp í hugann. Það var vorið 1951 er við systur Sigga og ég komum heim af hús- mæðraskóla að tvær stúlkur voru komnar í næsta hús við okk- ur; þær voru líka að koma heim úr húsmæðraskóla og fjölskylda þeirra flutt á Akranes frá Hnífs- dal. Önnur þeirra, Inga, fór að vinna í apótekinu þar sem Sigga vann líka, en Erla fór að vinna á Landssímanum eins og hún hafði áður gert á Ísafirði. Við urðum fljótt vinkonur og fleiri stúlkur bættust í hópinn. Strax um haustið mynduðum við saumaklúbb. Við vorum iðnar við að mæta í klúbba, njóta veit- inga og líka með handavinnu, því má ekki gleyma, því við fengum góða aðstoð hjá Erlu. Hún ólst upp með mömmu sinni á heimili ömmu sinnar Steindóru, sem var mikil sauma- og prjónakona. Þetta voru góðar stundir sem við áttum og eigum enn eftir 60 ár. Erla fór fljótt að segja okkur af öllum skíðasvæðunum og Skíðavikunni á Ísafirði. Við vild- um nú líka sýna að hægt væri að fara á skíði hér á Akranesi og við fyrsta möguleika var undirbúin skíðaferð í Ölver sem heppnaðist vel og komum við óbrotnar heim en með tvö sett af brotnum skíð- um. En það var Erlu að þakka að við kynntumst gönguskíðum sem við njótum enn, ef snjór þekur jörð. Við Erla áttum eftir að reyna fleira saman, eins og þegar við fórum til Reykjavíkur í leikhús- ferð. Í skyndi var ákveðið að fara degi fyrr og fara í bíó. Í bíó fórum við ekki en eyddum nótt- inni í „Laxfossi“, strönduðum á Kjalarnesdröngum í vonsku- veðri. En hvað kemur upp í hug- ann á svona stundu? Það er bænin og trúin og hana átti Erla. Við Erla reyndum að sofa en það var erfitt. Við ræddum þess meira saman og þá fann ég vel að hún treysti sinni trú. Og það var Erla sem kom með frétt til okkar Röddu að við gætum farið í hópferð til Norður- landanna, sem yrði fyrsta ferð okkar allra til útlanda. Það var mikil upplifun fyrir okkur sem vorum þá ungar að árum. Þar var ævintýri og ekki langt síðan við hlógum saman að því þegar við ætluðum að ganga upp raf- magnsrúllustigann í Magasin Du Nord! Slíka tækni höfðum við ekki séð áður. Erla gekk fljótlega í Skátafé- lag Akraness og þar kynntist hún Gísla sem síðar varð hennar maður. Þau eignuðust sex börn, en urðu fyrir þeirri sorg að missa sitt fyrsta barn nokkurra mánaða. Það sár greri aldrei hjá Erlu. Hún hugsaði vel um fjöl- skyldu sína og heimili og reynd- ist ömmu sinni Steindóru vel í ellinni, tók hana á heimili sitt og þegar hún þurfti á sjúkravist að halda fór Erla á hverjum degi til hennar. Þegar ég hætti að vinna utan heimilis fékk ég Erlu til að koma út að ganga og fljótlega bættust fleiri vinkonur í hópinn og höf- um við notið þess í meira en tólf ár. Eftir göngu er sest inn, feng- inn kaffisopi og á vorin er farið í dagsferðir. Kynni okkar Erlu skilja eftir góðar minningar og eiga þær eftir að koma upp í hugann við ýmis tækifæri. Við konurnar úr sauma- og gönguhópnum þökk- um Erlu fyrir vináttu hennar og vottum Gísla og fjölskyldunni samúð okkar. Hvíl í friði kæra vinkona eftir mikið og gott starf. Katrín Georgsdóttir. Fyrir rúmum 80 árum fædd- ist stúlka, Erla Guðmundsdóttir. Fátækt var ríkjandi á hennar heimili en hún ólst upp við mikla umhyggju þar sem áhersla var lögð á góð gildi. Hún var góðum gáfum gædd og höndlaði lífið mjög vel. Erla giftist öðlings- manni, Gísla Sigurðssyni. Þau eignuðust sex börn og komust fimm til fullorðinsára sem bera öll foreldrum sínum gott vitni. Mikið væri auðvelt að lifa í þess- um heimi, ef við næðum því að átta okkur á, hvað er mikilvæg- ast í þessu lífi. Innileg samúð til allra ástvina Erlu. Blessuð sé minning þín. Borghildur Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.