Morgunblaðið - 16.03.2012, Page 52

Morgunblaðið - 16.03.2012, Page 52
FÖSTUDAGUR 16. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Bobbi Kristina trúlofuð … 2. „Veit ég á honum lífið að launa“ 3. Heilabilun af völdum áfengis 4. „Ég gæti … bætt á mig 20 kg“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Pascal Pinon heldur til Japans hinn 28. mars og leikur þar á átta tónleikum, í Tókýó, Kyoto, Kan- zawa og víðar. Hún heldur kveðju- tónleika í Neskirkju föstudaginn 23. mars vegna þessa. Pascal Pinon á leiðinni til Japans  Amma Lo-fi, mynd Orra Jóns- sonar, Kristínar Bjarkar Kristjáns- dóttur og Ingi- bjargar Birg- isdóttur um tónlistarkonuna Sigríði Níels- dóttur hefur vakið mikla athygli ytra að undanförnu, m.a. mærði Rolling Stone hana fyrir stuttu. Myndin verður frumsýnd hér á landi 30. mars í Bíó Paradís. Amma Lo-fi sýnd á Íslandi 30. mars  Anna Þorvaldsdóttir og Þuríður Jónsdóttir eru tilnefndar til Nor- rænu tónlistarverð- launanna, en alls eru tólf tónskáld tilnefnd. Anna er tilnefnd fyrir verk- ið „Dreymi“ sem er að finna á plötu hennar Rhízoma en Þuríður fyrir verkið „Flut- ter“. Norrænu tónlist- arverðlaunin Á laugardag NV-læg átt, 5-13 m/s og él, en þurrt SA-lands. Lægir og léttir til V-lands síðdegis. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands. Á sunnudag Suðaustlæg átt með snjókomu, en slyddu eða rign- ingu S-lands seinnipartinn, suðvestlægari SV-til um kvöldið. Minnkandi frost og hlánar S- og SV-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Kólnandi og víða vægt frost. VEÐUR „Hún fékk frábæra send- ingu frá hægri bakverðinum og átti flott hlaup á milli miðvarðanna. Þær reyndu að hanga í henni, Sara hefði eflaust getað fengið víta- spyrnu en hún er Íslend- ingur, hristi þær af sér og skoraði glæsilega,“ segir Þóra B. Helgadóttir um sig- urmark Söru B. Gunnars- dóttur fyrir Malmö í Meistaradeild Evr- ópu. »1 Íslendingur og hristi þær af sér Haukur og Kristján Andréssynir hafa náð stórum áfanga með sænska handknattleiksliðinu Guif sem vann úrvalsdeildina í fyrsta skipti í sög- unni í fyrrakvöld. Haukur er fyrirliði og Kristján þjálf- ari og Haukur segir að félagið ætli sér að ná langt í evrópskum handbolta á næstu ár- um. »1 Bræðurnir á toppnum í sænska handboltanum Kylfingurinn Stefán Már Stefánsson er búinn að hella sér út í atvinnu- mennskuna á ný af fullum krafti. Hann hefur hrist af sér meiðsli og spilar nú á fullu í mótaröðinni í Þýskalandi eins og hann gerði áður. „Ég er í toppmálum og stefni á að vera á meðal fimm efstu,“ segir Stef- án Már sem ætlar að reyna að kom- ast á Áskorendamótaröð Evrópu. »3 Stefán Már stefnir hátt í Þýskalandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Slökkviliðsmenn af höfuðborgar- svæðinu voru við nokkuð sérstakar æfingar í Hafnarfirðinum í gær. Þar reyndu þeir að tileinka sér reynslu blindra af því að skynja umhverfið og nýta sér það í reykköfun, meðal annars með því að nota hvíta staf- inn. Námskeiðin eru samstarfsverk- efni slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins og Þjónustu- og þekkingar- miðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Á því eru kenndar aðferðir fyrir blinda við að rata og átta sig á umhverfinu, skynja hljóð og rými. „Þegar reykkafari fer í reykköfun er hann náttúrlega blindur líka. Blindir búa við þetta alla daga og hafa gífurlega reynslu og þjálfun. Þarna erum við að fá að læra þeirra tækni og skynja þeirra umhverfi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæð- isins, um æfinguna. Menn séu þó ekki aðeins að æfa sig í að nota hvíta stafinn heldur einnig að læra hvernig þeir eigi að hugsa, hlusta eftir hljóðum og skynja umhverfið í kringum sig. Eykur leitargetuna til muna Jón Viðar veit ekki til þess að hvíti stafurinn sé notaður af slökkvi- liðum í nágrannalöndunum en hann sér fyrir sér að íslenskir slökkviliðs- menn geti notað hann við reykköfun í náinni framtíð. Hingað til hafi menn verið að nota fætur og hendur til að þreifa fyrir sér við leit að fólki í reykfylltu rými. Með því að nota stafinn verði auðveldara að leita. „Þó svo að við myndum aðeins ná tækni í því að nota hvíta stafinn við reykköfun myndi það eitt og sér auka leitargetu reykkafara og hraða um helming,“ segir hann. Lærðu í Búdapest Jón Viðar segir að verkefnið hafi farið af stað þegar Blindrafélagið bauð tveimur slökkviliðsmönnum til Búdapest í Ungverjalandi, þar sem slíkar aðferðir fyrir slökkviliðsmenn hafa verið þróaðar, í fyrra. Til viðbótar fóru tveir fulltrúar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðv- arinnar með í ferðina. Þeir kenna nú slökkviliðsmönnum borgarinnar hvernig nýta megi reynsluheim blindra við reykköfun. „Þarna mætast þessir tveir reynsluheimar sem verður þá von- andi til góðs fyrir þá sem við erum að þjónusta á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón Viðar. Blindir leiða reykkafara  Slökkvilið æfir sig með hvíta stafi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Æfing Slökkviliðsmenn reyndu að tileinka sér reynslu blindra af því að skynja umhverfið. Með staf Með því að nota hvíta stafinn yrði auðveldara fyrir slökkviliðs- menn að leita að fólki í reykfylltu rými.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.