Morgunblaðið - 26.05.2012, Side 21

Morgunblaðið - 26.05.2012, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Njóttu þess að vera í sólinni! Án parabena, ilmefna og litarefna.www.proderm.is Ótrúlega góð sólvörn. Ég nota eingöngu Proderm og brenn ekki þó ég æfi tímunum saman í vatni og sterkri sól. Húðin verður mjúk og fallega sólbrún. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona Proderm er sænsk sólarvarnaruppfinning, langvirkandi og verndar húð barna og fullorðinna við erfiðustu aðstæður. Viðkvæm húð getur notið sólarinnar og náð fallegum sólbrúnum lit. Engin fituáferð og auðvelt að bera á. Athuganir sýna að Proderm sem er í froðuformi er helmingi drýgra en krem. Fyrir allar húðgerðir, börn og fullorðna. www.bäst-i-test.se BESTA SÓLAR VÖRNIN 2012 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Þeir Guðmundur Haukur Gunnars- son og Jón Óttar Ólafsson, lögreglu- mennirnir fyrrverandi sem sérstak- ur saksóknari hefur kært fyrir brot á þagnarskyldu í embætti, hófu störf fyrir þrotabú Milestone í september á síðasta ári. Þetta hefur Morgun- blaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Í tölvupóstssamskiptum á milli saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara og skiptastjóra Mile- stone má sjá að saksóknari vísaði honum á Guðmund Hauk og Jón Ótt- ar varðandi upplýsingaöflun. Í tölvu- pósti kemur fram beiðni slitastjóra um upplýsingar vegna vinnu við þrotabúið, en embættið lagði hald á bókhald þrotabús Milestone ehf. í húsrannsókn og því hafði skipta- stjóri ekki aðrar leiðir að því en þar. Vildi meira en bókhaldsgögn Skiptastjóri segir meðal annars í tölvupósti frá 29. ágúst í fyrra til Guðmundar Hauks: „Af fundi okkar um daginn réð ég að þið eruð að vinna í málum sem eru náskyld okk- ar málum – og þær málsástæður sem þið munuð væntanlega byggja á í ákærum, ef kemur til útgáfu þeirra, eru af sömu rót runnar og máls- ástæður okkar í riftunarmálunum. Af því leiðir að öll gögn sem þið búið yfir nýtast í málarekstri þrotabús- ins. Mig langar að varpa fram þeirri fyrirspurn hvort við getum fengið aðgang að þeim gögnum sem emb- ættið hefur viðað að sér eða búið til við rannsókn á málefnum Milestone ehf. Þá á ég auðvitað ekki við bók- hald Milestone, sem ég hef beinan aðgang að, heldur önnur (mikilvæg- ari) gögn sem eiga t.d. uppruna sinn hjá öðrum lögaðilum en Milestone, eða hafa einfaldlega orðið til hjá embættinu við rannsókn þess.“ Guðmundur framsendir umrædd- an póst hinn 5. september til sak- sóknara hjá embættinu sem svo svarar skiptastjóra 9. september. Þar segist saksóknari verða að leggja frekara mat á beiðnina og hann þurfi að fá frá skiptastjóra fyllri upplýsingar um hvaða mál hann hafi áhuga á að leita frekari gagna með. Hvort um sé að ræða gögn úr lögreglurannsókn sem sé í gangi, gögn um atriði sem falli þar utan við eða gögn frá þriðja aðila. „Hvort um sé að ræða lögreglu- skýrslur, greiningarvinnu sem unnin er hér innanhúss eða hvað yfir höfuð þú ert að horfa til, með það fyrir aug- um að geta metið frekar hvort okkur sé heimilt að verða við beiðni þinni.“ Saksóknari tekur svo fram að skipta- stjóra standi eftir sem áður til boða atbeini af hálfu embættisins innan þess ramma sem um ræðir. Hann sendi Guðmundi Hauki afrit af þess- um tölvupósti. Næsta svar til saksóknara frá skiptastjóra er 21. október þar sem segir: „Við ræddum það um daginn að ég myndi senda embættinu af- markaða beiðni um þau gögn sem þb. Milestone ehf. óskar eftir að fá að skoða, og eftir at- vikum nota í þeim mála- rekstri sem búið stend- ur í. Hjálögð er slík beiðni. Ég vona að embættið sjái sér fært að aðstoða okkur við öflun þessara gagna.“ Saksóknari svarar sama dag: „Við munum leggjast yfir þetta fljótlega og sjá hvaða gögnum við höfum yfir að ráða sem gætu mætt beiðni þinni. Vertu endilega í sambandi við Guð- mund Hauk og Jón Óttar vegna þessa.“ Saksóknari biður einnig um svigrúm í tíma til að vinna gögnin, en segir: „Láttu okkur endilega vita ef þú ert í einhverju tímahraki varð- andi einhver málanna þinna og þá gögn.“ Rannsökuðu mál tengd Sjóvá Samkvæmt heimildum sem Morg- unblaðið hefur munu Jón Óttar og Guðmundur Haukur hafa verið hluti af svokölluðum „Sjóvárhópi“ hjá sér- stökum saksóknara, en annar hópur starfaði sem kenndur var við Mile- stone. Það má þó leiða líkum að því að einhver samvinna hafi verið á milli hópanna, enda var Sjóvá eitt af nokkrum dótturfélögum Milestone. Eins og áður hefur komið fram er óvíst hvaða áhrif meint brot mann- anna kunna að hafa á mál sem emb- ætti sérstaks saksóknara hefur til skoðunar tengd Milestone eða þau mál sem þrotabú félagsins er með í gangi, meðal annars tíu riftunarmál á viðskiptum Milestone fyrir hrun fé- lagsins. Eins ákærur á hendur tveimur fyrrverandi stjórnendum Glitnis. Þá kom fram í fréttatilkynn- ingu slitastjóra að hann væri að skoða réttarstöðu búsins vegna þessa máls. Í vinnu fyrir slitastjóra allt haustið  Lögreglumennirnir tveir gerðu verksamning við slitastjóra Milestone í september  Störfuðu sam- hliða hjá sérstökum saksóknara  Á þeim tíma lét saksóknari þá vinna gögn fyrir þrotabú Milestone Morgunblaðið/Ernir „Það er stigsmunur á milli þess sem skiptastjóri Milestone þarf að hafa aðgang að og hefur heimild til þess að nálgast og síðan annarra gagna sem hann þarf vegna rannsóknarinnar. Það opnast ekki aðgengi inn á öll gögn við það að hann þarf að komast inn á bókhaldið. En rannsóknargögn eru náttúrlega ekki bara bókhaldið,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, aðspurður um að- gang skiptastjóra Milestone að gögnum hjá embættinu tengd- um þrotabúinu. Ólafur veitti ekki upplýsingar um hvaða störf mennirnir inntu af hendi hjá embættinu í fyrra- haust. „Því miður gef ég ekki upplýsingar um þau verkefni sem þessir að- ilar sinntu innan emb- ættisins umfram það sem komið er fram. Rannsókn ríkissaksókn- ara mun síðan leiða í ljós atvik þessa máls sem hér um ræðir,“ sagði Ólafur. Munur á þörf og heimild SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Ólafur Þór Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.