Morgunblaðið - 26.05.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 26.05.2012, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðjunni ELKO Byggt og Búið Geisla Vestmannaeyjum BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fregnir hermdu í gær að forsetaefni Bræðralags múslíma, Mohammed Mursi, og síðasti forsætisráðherrann á valdatíma Hosnis Mubaraks, Ahmed Shafiq, hefðu fengið mest fylgi í fyrri umferð forsetakosning- anna í Egyptalandi í vikunni. Reynist það rétt verður kosið á milli þeirra tveggja í síðari umferðinni 16. og 17. júní. Bræðralag múslíma sagði að Mursi hefði verið með mest fylgi í fyrri umferðinni og Shafiq næstmest þegar 90% atkvæða höfðu verið talin. Að sögn The New York Times bentu tölur óháðra stofnana til þess að þetta væri rétt. Gert er ráð fyrir því að yfir- völd birti úrslit fyrri umferðarinnar á þriðjudaginn kemur. Verði kosið á milli Mursi og Shafiq er það áfall fyrir flesta þá sem stóðu fyrir mótmælunum sem urðu til þess að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum í febrúar á síðasta ári. Flest bendir til þess að túlka megi niðurstöðu fyrri umferðarinnar sem afturhvarf til valdabaráttunnar sem staðið hefur síðustu áratugi milli ver- aldlega sinnaðra yfirmanna hersins og íslamista. Áður höfðu tveir flokkar íslam- ista sigrað í þingkosningum og fengið mikinn meirihluta þingsæta. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir marga þeirra sem börðust gegn Mubarak og valdaklíku hans. Sótti í sig veðrið Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Mursi kæmist í síðari um- ferðina því fylgi hans mældist aðeins 3,5% í byrjun mánaðarins. Mursi varð forsetaefni Bræðralags múslíma eftir að yfirvöld úrskurðuðu að Khairat el- Shater, fyrrverandi varaformaður samtakanna, gæti ekki boðið sig fram vegna laga sem kveða á um að enginn fyrrverandi fangi geti boðið sig fram fyrr en sex ár eru liðin frá því að hann var látinn laus. Margir afskrifuðu Mursi í fyrstu, litu á hann sem varaskeifu og töldu hann ekki gæddan nægum per- sónutöfrum til að hrífa kjósendur með sér. Mursi virtist vandræðalegur í fyrstu en sótti í sig veðrið þegar á leið og naut að lokum góðs af því að hafa öflugustu stjórnmálasamtök landsins á bak við sig. Mursi hét því að framfylgja stefnu, sem byggðist á íslam, án þess að stofnað yrði ísl- amskt ríki. Ahmed Shafiq er fyrrverandi hershöfðingi og var ráðherra í stjórn Mubaraks á árunum 2002 til 2011. Hann var síðan skipaður forsætisráð- herra í janúar á síðasta ári, en neydd- ist til að segja af sér um tveimur mán- uðum síðar, eftir að Mubarak var steypt af stóli. Margir líta á Shafiq sem fulltrúa gömlu valdaklíkunnar. Í kosninga- baráttunni lagði hann áherslu á að hann hygðist koma á lögum og reglu í landinu. Talið er að hann njóti eink- um stuðnings þeirra sem hafa fengið nóg af umrótinu, sem verið hefur í landinu frá falli Mubaraks, auk þeirra sem óttast valdatöku ofstækisfullra íslamista. AFP Um 50% kjörsókn Atkvæði talin á kjörstað í Kaíró. Um það bil 50 milljónir manna voru á kjörskrá og áætlað er að kjörsóknin hafi verið um 50% í fyrri umferð forsetakosninganna á miðvikudaginn og fimmtudaginn var. Úrslitin virðast áfall fyrir egypska byltingarmenn  Stefnir í valdabaráttu milli íslamista og fulltrúa gömlu valdaklíkunnar Mohammed Mursi Ahmed Shafiq Lítill fylgismunur » Fyrstu tölur bentu til þess að Mohammed Mursi hefði fengið u.þ.b. 26% at- kvæða og Ahmed Shafiq og 24%. » Þjóðernissinninn Hamdin Sabbahi, harður andstæðingur stjórnar Mubaraks, var í þriðja sæti. Margir þeirra sem börð- ust gegn Mubarak í bylting- unni studdu Sabbahi. » Skv. bráðabirgðatölunum er íslamistinn Abdul Moneim Aboul Fotouh í fjórða sæti og og á eftir honum kemur Amr Moussa, fyrrv. framkvæmda- stjóri Arababandalagsins. Ný skoðanakönnun bendir til þess 69% Breta séu hlynnt því að Bret- land verði áfram konungdæmi en 22% vilji að það verði afnumið. Stuðningurinn við konungdæmið hefur aldrei verið jafnmikill frá því rannsóknafyrirtækið ICM hóf slík- ar kannananir árið 1997. Könnunin bendir til þess að Bret- ar séu klofnir í afstöðunni til þess hver eigi að taka við Elísabetu Bretadrottningu þegar hún fellur frá eða afsalar sér völdum. 39% sögðust vilja að Karl krónprins yrði næsti konungur en 48% vildu frek- ar að Vilhjálmur sonur hans yrði krýndur konungur. Stuðningurinn við konungdæmið hefur aldrei mælst meiri AFP Vinsæl Drottningarmynd úr legókubbum. BRETLAND Vísindamenn hafa fundið og rannsakað flaut- ur sem eru taldar vera elstu hljóð- færi sem fundist hafa í heiminum. Flauturnar eru úr fuglabeinum og fílabeini og fundust í helli í sunnanverðu Þýskalandi. Niðurstöður kolefnis- rannsóknar benda til þess að flaut- urnar séu 42.000 til 43.000 ára gamlar. Sérfræðingar sögðu að flauturnar kynnu að hafa verið not- aðar við trúarathafnir eða til dægrastyttingar. Skýrt er frá rannsóknunum í tímaritinu Journal of Human Evolution. Líklega elstu hljóð- færi heimsins Tvær af fornu flautunum. FORNLEIFARANNSÓKNIR Kornungur nemandi heldur á bjöllu í herskóla í Pétursborg í gær þegar unglingar úti um allt Rússland fögnuðu síðasta skóladeginum fyrir sumar- frí með athöfn sem nefnist „Síðasta bjallan“. AFP Síðasta skóladegi fagnað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.