Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðjunni ELKO Byggt og Búið Geisla Vestmannaeyjum BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fregnir hermdu í gær að forsetaefni Bræðralags múslíma, Mohammed Mursi, og síðasti forsætisráðherrann á valdatíma Hosnis Mubaraks, Ahmed Shafiq, hefðu fengið mest fylgi í fyrri umferð forsetakosning- anna í Egyptalandi í vikunni. Reynist það rétt verður kosið á milli þeirra tveggja í síðari umferðinni 16. og 17. júní. Bræðralag múslíma sagði að Mursi hefði verið með mest fylgi í fyrri umferðinni og Shafiq næstmest þegar 90% atkvæða höfðu verið talin. Að sögn The New York Times bentu tölur óháðra stofnana til þess að þetta væri rétt. Gert er ráð fyrir því að yfir- völd birti úrslit fyrri umferðarinnar á þriðjudaginn kemur. Verði kosið á milli Mursi og Shafiq er það áfall fyrir flesta þá sem stóðu fyrir mótmælunum sem urðu til þess að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum í febrúar á síðasta ári. Flest bendir til þess að túlka megi niðurstöðu fyrri umferðarinnar sem afturhvarf til valdabaráttunnar sem staðið hefur síðustu áratugi milli ver- aldlega sinnaðra yfirmanna hersins og íslamista. Áður höfðu tveir flokkar íslam- ista sigrað í þingkosningum og fengið mikinn meirihluta þingsæta. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir marga þeirra sem börðust gegn Mubarak og valdaklíku hans. Sótti í sig veðrið Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Mursi kæmist í síðari um- ferðina því fylgi hans mældist aðeins 3,5% í byrjun mánaðarins. Mursi varð forsetaefni Bræðralags múslíma eftir að yfirvöld úrskurðuðu að Khairat el- Shater, fyrrverandi varaformaður samtakanna, gæti ekki boðið sig fram vegna laga sem kveða á um að enginn fyrrverandi fangi geti boðið sig fram fyrr en sex ár eru liðin frá því að hann var látinn laus. Margir afskrifuðu Mursi í fyrstu, litu á hann sem varaskeifu og töldu hann ekki gæddan nægum per- sónutöfrum til að hrífa kjósendur með sér. Mursi virtist vandræðalegur í fyrstu en sótti í sig veðrið þegar á leið og naut að lokum góðs af því að hafa öflugustu stjórnmálasamtök landsins á bak við sig. Mursi hét því að framfylgja stefnu, sem byggðist á íslam, án þess að stofnað yrði ísl- amskt ríki. Ahmed Shafiq er fyrrverandi hershöfðingi og var ráðherra í stjórn Mubaraks á árunum 2002 til 2011. Hann var síðan skipaður forsætisráð- herra í janúar á síðasta ári, en neydd- ist til að segja af sér um tveimur mán- uðum síðar, eftir að Mubarak var steypt af stóli. Margir líta á Shafiq sem fulltrúa gömlu valdaklíkunnar. Í kosninga- baráttunni lagði hann áherslu á að hann hygðist koma á lögum og reglu í landinu. Talið er að hann njóti eink- um stuðnings þeirra sem hafa fengið nóg af umrótinu, sem verið hefur í landinu frá falli Mubaraks, auk þeirra sem óttast valdatöku ofstækisfullra íslamista. AFP Um 50% kjörsókn Atkvæði talin á kjörstað í Kaíró. Um það bil 50 milljónir manna voru á kjörskrá og áætlað er að kjörsóknin hafi verið um 50% í fyrri umferð forsetakosninganna á miðvikudaginn og fimmtudaginn var. Úrslitin virðast áfall fyrir egypska byltingarmenn  Stefnir í valdabaráttu milli íslamista og fulltrúa gömlu valdaklíkunnar Mohammed Mursi Ahmed Shafiq Lítill fylgismunur » Fyrstu tölur bentu til þess að Mohammed Mursi hefði fengið u.þ.b. 26% at- kvæða og Ahmed Shafiq og 24%. » Þjóðernissinninn Hamdin Sabbahi, harður andstæðingur stjórnar Mubaraks, var í þriðja sæti. Margir þeirra sem börð- ust gegn Mubarak í bylting- unni studdu Sabbahi. » Skv. bráðabirgðatölunum er íslamistinn Abdul Moneim Aboul Fotouh í fjórða sæti og og á eftir honum kemur Amr Moussa, fyrrv. framkvæmda- stjóri Arababandalagsins. Ný skoðanakönnun bendir til þess 69% Breta séu hlynnt því að Bret- land verði áfram konungdæmi en 22% vilji að það verði afnumið. Stuðningurinn við konungdæmið hefur aldrei verið jafnmikill frá því rannsóknafyrirtækið ICM hóf slík- ar kannananir árið 1997. Könnunin bendir til þess að Bret- ar séu klofnir í afstöðunni til þess hver eigi að taka við Elísabetu Bretadrottningu þegar hún fellur frá eða afsalar sér völdum. 39% sögðust vilja að Karl krónprins yrði næsti konungur en 48% vildu frek- ar að Vilhjálmur sonur hans yrði krýndur konungur. Stuðningurinn við konungdæmið hefur aldrei mælst meiri AFP Vinsæl Drottningarmynd úr legókubbum. BRETLAND Vísindamenn hafa fundið og rannsakað flaut- ur sem eru taldar vera elstu hljóð- færi sem fundist hafa í heiminum. Flauturnar eru úr fuglabeinum og fílabeini og fundust í helli í sunnanverðu Þýskalandi. Niðurstöður kolefnis- rannsóknar benda til þess að flaut- urnar séu 42.000 til 43.000 ára gamlar. Sérfræðingar sögðu að flauturnar kynnu að hafa verið not- aðar við trúarathafnir eða til dægrastyttingar. Skýrt er frá rannsóknunum í tímaritinu Journal of Human Evolution. Líklega elstu hljóð- færi heimsins Tvær af fornu flautunum. FORNLEIFARANNSÓKNIR Kornungur nemandi heldur á bjöllu í herskóla í Pétursborg í gær þegar unglingar úti um allt Rússland fögnuðu síðasta skóladeginum fyrir sumar- frí með athöfn sem nefnist „Síðasta bjallan“. AFP Síðasta skóladegi fagnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.