Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 35

Morgunblaðið - 26.05.2012, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2012 ✝ Guðjón Sig-urkarlsson, læknir, fæddist í Reykjavík 17. októ- ber 1931. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 19. maí 2012. Foreldrar hans voru Sigurkarl Stefánsson, menntaskólakenn- ari og stærðfræð- ingur, f. 2. apríl 1902 á Kleifum í Gilsfirði, d. 30. sept. 1995 og Sigríður Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 25. nóv. 1903 á Hrauni í Grindavík, d. 20. okt. 1984. Systkini Guðjóns eru: Anna Sig- urkarlsdóttir, f. 14. júlí 1927, d. 26. apríl 2010, Stefán Sig- urkarlsson, f. 12. júlí 1930, Sig- urður Karl Sigurkarlsson, f. 30. sept. 1939, Gísli Kristinn Sig- urkarlsson, f. 24. jan. 1942 og Sveinn Sigurkarlsson, f. 2. nóv. 1943. Guðjón kvæntist 30. júní 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Baldvinsdóttur meina- tækni, f. 2. jan. 1932 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Baldvin Jónsson, rafvirki og uppfinningamaður, f. 26. okt. 1905 á Húsavík, d. 6. feb. 1988 og Jónína Guðborg Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 22. okt. 1909 á Melum á Skarðs- strönd, d. 13. sept. 1980. Dætur Guð- jóns og Unnar eru: 1) Sigríður Birna Guðjónsdóttir, f. 3. júlí 1958, maki Björn Þórarinsson, f. 7. sept. 1943. Dætur þeirra eru a) Unnur Birna Björnsdóttir, f. 11. jan. 1987, sambýlis- maður Sveinn Guðmundsson, f. 18. ágúst 1979 og b) Dagný Halla Björnsdóttir, f. 15. júní 1993. 2) Guðborg Auður Guð- jónsdóttir, f. 30. apríl 1963, maki Hermann Kristjánsson, f. 25. mars 1962. Dætur þeirra eru a) Auður Brá Hermannsdóttir, f. 17. mars 1992 og b) Annalísa Hermannsdóttir f. 25. nóv. 1997. Guðjón ólst upp í Reykjavík, tók stúdentspróf frá MR 1952 og læknapróf frá HÍ 1961. Hann var stundakennari við MR og Sjómannaskólann 1953-1955. Héraðslæknir í Ísafjarðardjúpi 1962-1964. Heimilislæknir á Sel- fossi og læknir við Sjúkrahús Suðurlands frá 1965 þar til hann lét af störfum um aldamót- in. Guðjón verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 26. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 14.30. Elsku hjartans afi. Ég man þegar ég var lítil og við sátum inní eldhúsi og spiluð- um Olsen Olsen og Veiðimann. Þú kenndir mér alls konar brögð og líka spilagaldra. Við skoðuð- um bækur og dót í sjónvarpshol- inu og þú sast í sjónvarpsstólnum þínum. Á meðan þið amma sátuð úti í garði bjó ég til drullukökur og bauð ykkur drykki, öllu held- ur vatn, í gömlu bollastelli. Ég spilaði fyrir þig á píanóið, þú kenndir mér skák og mát. Ég man ekki alveg hvernig maður mátar því að það er svo langt síð- an við tefldum síðast, en kannski við tökum eina næst? Þú varst alltaf glaður og hress við mig þrátt fyrir erfitt líkam- legt ástand og ég lít upp til þín fyrir það. Ég náði aldrei að segja þér nógu vel hvað mér þykir vænt um þig en ég held að þú haf- ir alveg vitað það. Kannski er það orðið of seint en ég segi það samt og meina það að afi, ég elska þig og ég sakna þín óendanlega. En nú ertu kominn á betri stað held- ur en þegar þú varst hérna á meðal okkar, nú líður þér vel og þú ert í öruggum höndum. Viltu passa uppá mig og alla sem okk- ur báðum þykir vænt um? Ég veit að þú gerir það. Ég er að semja lag. Ég er ekki búin að geta samið í nokkra mán- uði en nú kom það. Lagið er til- einkað þér og ég ætla svo sann- arlega að klára það og syngja það til þín. Nú ertu farinn til englanna, þú svífur um á vængjum tveim. Annalísa. Elsku besti afi minn. Dýrmætasta ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið var sú að fljúga til Íslands í skyndi nú í byrjun maí þegar ég frétti af veikindum þínum. Mér þótti mik- ilvægara að hitta þig og geta tal- að við þig, haldið í höndina á þér og hlegið með þér heldur en að mæta þegar allt væri orðið of seint. Við vorum bæði svo glöð að fá að hittast og ég gat sagt þér mörgum sinnum hvað ég elska þig óendanlega mikið. Þó að ég sé leið yfir því að geta ekki setið hjá fjölskyldunni í kirkjunni er ég mun glaðari yfir því að hafa hitt þig í eigin per- sónu og eignast þannig dýrmæt- ustu minningu lífs míns. Ég þakka Guði fyrir þennan auka- tíma sem við fengum. Frá því ég var barn hafið þið amma verið mér eins og foreldr- ar, það eru ekki allir svo heppnir að eiga tvö sett af foreldrum. Við eigum öll einstakt samband sem verður erfitt að slíta. Ekki einu sinni brottflutningur úr þessu lífi getur slitið okkur í sundur. Hver stund sem við áttum saman lifir að eilífu. Öll jólin í Rauðholtinu, öll ferðalögin, þeg- ar við spiluðum manna í eldhús- inu. Að vera hjá ykkur var mér sem himnaríki á jörðu. Sérstak- lega þegar við vorum nýflutt til Akureyrar og mér leið illa í skól- anum þá vildi ég hvergi vera ann- ars staðar en hjá ykkur. Með ömmu, afa, mömmu, pabba og Dagnýju Höllu. Já, ég klifraði upp í tré og neitaði að koma niður þegar við vorum að fara. Ég verð endalaust þakklát fyr- ir síðustu dagana okkar saman. Ég hringdi í ömmu, fékk að tala við þig og bað þig að gera svo vel að vera lifandi þegar ég kæmi eftir 2 daga. Þú gerðir það. Afar gera allt fyrir afastelpurnar sín- ar. Við töluðum um lífið og dauð- ann. Þú sagðir að það væri stutt þarna á milli og að þú værir bú- inn að lifa þín bestu ár. Ég man að ég hélt í höndina á þér þetta augnablik og barðist við tárin. En auðvitað snerist umræðan upp í argasta grín, að vanda, og næst þegar það kemur haglél mun ég brosa, því þá ert þú í golfi uppi í himnaríki. Ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með að hafa náð þessu samtali sem mér fannst við inni- lega þurfa að ná, því við vissum bæði að ég yrði farin út aftur ef eitthvað gerðist. Ég sagði þér að ég hefði miklu frekar viljað hitta þig lifandi heldur en að mæta hágrenjandi í jarðarför og þá sagðir þú: „Já, sem betur fer, elskan mín, ég er líka miklu fegn- ari, því það versta sem þú gætir gert mér væri að sitja einhvers staðar grenjandi yfir mér.“ Ég gisti hjá þér á sjúkrahús- inu og hélt í höndina á þér hvern dag. Þegar við kvöddumst í hinsta sinn sagðir þú: „Já, þú þarft að fara að leita að því sem þú þarft að finna og ég leita að því sem ég þarf að finna.“ Svo vinkaðir þú afavinkinu, sem ég ætla sannarlega að taka upp. Ég finn fyrir þér brosandi og hlæjandi alls staðar í kring og þú munt sannarlega lifa áfram í hjarta okkar allra. Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Þú verður það alltaf. Þegar ég hugsa um þig kemur einhver falleg minning upp í huga minn, eitthvað fyndið sem þú sagðir eða gerðir, og bros færist yfir andlitið á mér. Guð blessi þig, elsku afi. Ég lofa að passa ömmu vel. Þín, Unnur Birna. Kær vinur og skólabróðir okk- ar hjóna er fallinn frá eftir lang- varandi veikindi. Fráfall hans kastar skugga á 60 ára stúdents- afmæli okkar skólasystkina úr MR-52. Okkur var hugsað til Unnar og Guðjóns þegar við fyrir nokkrum dögum ókum um Selfoss á leið í skemmtiferð um Suðurlandið, en það var vorið 2003 sem við sátum veislu á heimili þeirra á Selfossi þegar við vorum þar á ferð. Er- indið var að skoða Selið, en ár- gangur okkar hafði gefið skólan- um fjárupphæð og vinnu verkfræðinga úr árganginum til endurbóta þar árinu áður. Þá var glens og gaman á heimili vina okkar, en nú ríkir þar sorg og söknuður. Góður drengur er far- inn frá okkur. Í Y-bekknum á skólaárunum okkar í MR var mikill áhugi á íþróttum og var handbolti þar efst á blaði, en einnig körfubolti. Segja má að það hafi verið upp- haf æfinga í þeirri fallegu íþrótt. Var Guðjón í keppnisliði í báðum greinum. Skákáhugi var einnig mikill og margir góðir skákmenn í okkar árgangi í öllum bekkjar- deildum. Guðjón var afburða- skákmaður og var í keppnisliði skólans í þeirri grein. Státaði Y- bekkurinn af skólameistaratitli í bæði skák og handbolta. Góð vinátta okkar hófst á menntaskólaárunum og hélst hún alla tíð þó að samverustund- unum hafi fækkað eftir að Unnur og Guðjón settust að á Selfossi vegna starfa Guðjóns. Ella mín og Unnur voru bekkjarsystur í A-bekknum en í þessum árgangi urðu til 5 hjónabönd. Úr banka minninganna kemur upp í hug minn ferðalag sem við fórum að loknum stúdentspróf- um 11. júní 1952. Vorum við 8 saman og nutum þess svo sann- arlega að vera laus úr prófstress- inu. Tjölduðum á yndislegum stað í Borgarfirði skammt frá Hreðavatnsskálanum. Vorum við Guðjón bílstjórar á bílum for- eldra okkar. Guðjón var frábær skólafélagi, hlýr og gamansamur. Heimili foreldra hans á Barónsstíg var alltaf opið og iðulega var þröngt setinn bekkurinn af ungum mönnum við iðkun hinnar göfugu íþróttar skáklistarinnar. Við hjónin vottum Unni og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar skólasystkina þegar ég segi: Guð blessi minningu Guð- jóns Sigurkarlssonar. Guðmundur Árnason. Ætli það hafi ekki verið fyrir 48 árum eða þar um bil. Alla vega er langt síðan ég hitti Minna fyrst. Ég vissi reyndar alveg að hann hét Guðjón, en mamma kallaði hann alltaf Minna, og því nafni hélt hann alltaf í huga mér. Ætli nafnið hafi ekki orðið til vegna þess að hann var minni en Stefán stóri bróðir hans sem fæddist rúmu ári fyrr og miklu minni en Anna stórasystir sem var orðin fjögurra ára þegar Minni fæddist. Og þegar foreldr- ar þeirra systkinanna skutu skjólshúsi yfir mömmu árin sem hún var í Kennaraskólanum, þá voru þessi þrjú systkini ennþá frekar lítil börn. En þetta var sem sagt fyrir 48 árum eða þar um bil. Þá kom hann í heimsókn í Gröf, einn síns liðs. Kannski átti hann eitthvert erindi, kannski ekki. Kannski var hann á leið til Súðavíkur, eða á leið þaðan að bíða eftir fari suður. Alla vega var þetta um það leyti sem hann gegndi embætti hér- aðslæknis í Súðavíkurhéraði. Þessi fyrsta minning mín um Minna er eins og ljósmynd, sem var reyndar hvorki fest á filmu né vistuð í tölvu, og kann því að hafa breyst í áranna rás. Myndin er alla vega af ungum, hávöxnum og einkar prúðum manni sem sat með dós af pilsner fyrir ofan tún- garðinn og naut þess að skynja kyrrðina og niðinn frá fossinum. Gestakomur voru frekar fátíð- ar í Gröf á þessum árum. Enn fá- tíðara var að menn kæmu að því er virtist til þess eins að hitta fólk, skynja kyrrð eða hlusta á nið. Steypuvinna og hrútasýning- ar voru snöggtum algengara til- efni heimsókna. Kannski var það þess vegna sem myndin varð- veittist, með áorðnum breyting- um. Kannski markaði þessi heim- sókn tímamót í fábreyttu lífi barns í sveitinni. Kannski var gesturinn boðberi nýrra tíma, jafnvel pínulítill bóhem. Þetta hefur þá líklega verið í fyrsta sinn sem ég sá bóhem og örugg- lega í fyrsta sinn sem ég sá pilsn- erdós. Mörgum árum seinna var ég um tíma hálfgerður heimagang- ur hjá Minna og Unni á Selfossi. Þar var gott að koma og þar tíðk- aðist aldrei að amast við misgáfu- legum viðfangsefnum unga fólks- ins á mismunandi tímum sólarhrings. Enn var Minni þessi hávaxni og einkar prúði maður sem hann var á Súðavíkurárun- um, þó að hann væri kannski ekki alveg eins ungur. Og þarna kynntist ég þessari ljúfu og örlít- ið lúmsku kímnigáfu sem mér fannst einkenna hann. Alla vega er Minni eini maðurinn sem hef- ur gert í mér almennilegt símaat, merkilegt nokk. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til Minna og fjöl- skyldunnar hans fyrir alla ljúf- mennskuna. Tjaldið er fallið. Hérna megin við það eru enn ný- ir tímar framundan, studdir af reynslu og minningum síðustu áratuga. Hinum megin er eflaust snöggtum meiri kyrrð og jafnvel niður frá fossum. Stefán Gíslason. Guðjón Sigurkarlsson ✝ Ástkær sonur minn, bróðir okkar og frændi, ÞORSTEINN JÓN ÓSKARSSON, Steini, til heimilis á Vífilsstöðum, hjúkrunarheimili, áður Melabraut 19, Seltjarnarnesi, lést föstudaginn 18. maí. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00. Óskar Jónsson, Guðni Óskarsson, Prajin Sornyoo, Guðjón Óskarsson, Brynjólfur Óskarsson, Hlíf Berglind Óskarsdóttir, Leifur Þorleifsson og frændur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Skarðshlíð 27C, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 21. maí. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 10.30. Hörður Sigtryggsson, Heimir Sigtryggsson, Guðrún H. Sigtryggsdóttir, Stefán Guðmundsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR EINARSSON frá Snjallsteinshöfða, Karlagötu 7, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 24. maí. María Eggertsdóttir, Jóhann Teitur Ingólfsson, Halldóra Ingólfsdóttir, Kjartan Birgisson, Hildur Kjartansdóttir, María Kjartansdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINFRÍÐUR H. SVEINSDÓTTIR, Reykjahlíð, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 24. maí. Sveinn Ingvarsson, Katrín Andrésdóttir, Magnús Gunnarsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Ólafur Hjaltason, Erna Ingvarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN BRIEM, Klapparási 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 24. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. júní kl. 15.00. Þráinn Þórhallsson, Gunnlaugur Þráinsson, Sigríður Einarsdóttir, Þórhallur Þráinsson, Sif Ormarsdóttir, Magnús Þór Þráinsson, Þóra Þráinsdóttir, Jón Einarsson og barnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SKÚLI ÞORMAR SIGURÐSSON, Álfaskeiði 62, Hafnarfirði, lést á deild 11E á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 22. maí. Ingveldur Sigurðardóttir, Þór Hróbjartsson, Ólafur J. Sigurðsson, Sigurður Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.