Helgafell - 01.12.1953, Side 3

Helgafell - 01.12.1953, Side 3
HELGAFELL Desember 1953 Þeir, sem gerzt þykjast vita um farnað manna eftir líkamsdauðann, halda því fram, að menn bregðist mjög misjafnlega við þeim vistaskipt- um. Sumir átta sig mjög fljótlega á hinu breytta umhverfi, taka hinni nýju tdveru sem sjálfsögðum hlut og kunna henm vel. Aðrir virðast halda sannkölluðu dauðahaldi í þann efmsheim, sem var bústaður þeirra hérna megin grafar, neita þeirri staðreynd, að þeir eru horfnir þaðan, og reyna í lengstu lög að flækjast fyrir lifandi fólki. Þetta eru menn- irnir, sem á öllum tímum hafa valdið draugagangi á jörðinni. En einnig í lifanda lífi þekkjast þessar ólíku manngerðir mjög auð- veldlega. Annars vegar eru mennirnir, sem bregðast af næmum skiln- nagi við lögmálum þróunarinnar og eru sífelldlega viðbúmr til liðs við naenningarkröfur nýrra tíma, hinsvegar hinar ,,dauðu sálir“, mennirnir, sem hafa dagað uppi á einhverju fornu tilverustigi, eiga ekki neina sam- leið með tímanum og hafa því allt á hornum sór. Slíkir menn kunna jafnaðarlega því verr við sig sem framvindan verður hraðari og þeir kenna rneira lífsmarks í kringum sig. En tíminn stendur ekki í stað og lífið ann sór ekki hvíldar. I sögu mannkynsins hefur hvert mennmgartímabilið leyst annað af hólmi og svo mun enn verða. En þó að menningin taki sór ný og ný form og roörg af hugtökum hennar eigi fyrir sór að breytast að verðgildi, verð- um vór að trúa því, að sjálf baráttan stefni að einu og sama markmiði, auðugra lífi og fullkomnari hamingju allra manna. Hór á íslandi hafa orðið þau umskipti á öllum sviðum þjóðlífsins hinn síðasta mannsaldur, að slíks eru fá dæmi í veraldarsögunm. Hitt þarf engum að verða undrunarefni, þó að svo gagngerðar og skjótar breyt- lngar hafi reynt allmjög á þolrif þjóðarinnar, og satt mun það, að margt fornra verðmæta, sem henni má vera eftirsjón að, hefur farið í súginn. En slíkt róttlætir ekki viðhorf þeirra manna, sem allt hafa á hornum ser og sjá ekki annað en hrun og tortímingu framundan. Sannleikurinn er sa, að hór hafa gerzt mörg þau ævintýri í menmngarlífi þjóðarinnar, sem ættu að geta orðið oss öllum uppspretta nýrrar bjartsýni og hvatn-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.