Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 4

Helgafell - 01.12.1953, Qupperneq 4
2 HELGAFELL ing til enn meiri átaka. Heilbrigð gagnrým er nauðsynleg til aðhalds og áminningar, en bölsýnisáróður, sem daglega er hafður uppi, getur jafn- vel orðið þjóðinni hættulegri en nokkur herseta. Hann stefnir að rótum sjálfs lífsviljans, sem er frumskilyrði þess að þjóð haldi frelsi sínu. Eitt af því, sem torveldar mörgum manni skilning á hinum nýju viðhorfum í þjóðfólagi voru, er sú staðreynd, að sveitir landsins hafa á síðustu árum varpað frá sór þeim aldagömlu menmngarerfðum, sem þjóð- ín á tilveru sína mest að þakka, og virðast enn ekki hafa fundið sór menn- ingarform, er konuð geti í þeirra stað. Það hlýtur að verða eitt höfuð- verkefm þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa upp, að skapa sjálfstæða og þróttmikla sveitamenmngu, hliðstæða þeirri, er áður reyndist þjóð- erm voru hollust. Eðlilegast væri, að beztu menn sveitanna gerðu sjálfir með sór samtök um að hrinda af stað slíkri allsherjar vakningu, og þetta ætti að verða því auðveldara sem ætla má, að með bættri aðbúð og efna- hagslegum skilyrðum taki fólksstraumurinn að leggja leið sína aftur heim til hinna „dreifðu byggða“. Samtímis því, að mjög hefur dofnað yfir andlegu lífi í sveitunum, hefur Reykjavík, sem fyrir hundrað árum þótti óíslenzkust alls, tekið að sór í æ ríkara mæli forustuhlutverkið í menningarmálum þjóðarinnar. Að sjálfsögðu nýtur hún um marga hluti þeirrar aðstöðu að vera höfuð- borg, en hún hefur einnig að sínu leyti tekið vanda þeirrar vegsemdar með miklum og vaxandi myndarbrag. Hún hefur átt frumkvæði að flest- um þeim nýjungum í verklegum efnum og atvinnuháttum, sem horft hafa til mestra heilla, gerzt á stuttum tíma öðrum bæjum fyrirmynd um þrifnað og snyrtibrag og verið ósínk á stuðning við margháttuð andleg velferðarmál. Stundum hefur henm reyndar verið legið á hálsi fyrir það að hafa ekki enn byggt sór ráðhús, til augnayndis fynr gesti og gang- andi. í þess stað hefur hún hafizt handa um byggingu heilsuverndar- stöðvar, sem marka mun tímamót í heilbrigðissögu landsins, reist á síð- ustu árum yngstu kynslóðinni skóla, sem hvarvetna mundu taldir 1 fremstu röð slíkra stofnana, og ekki hikað við að láta slíka þjónustu við almenning ganga fyrir öðru. Fynr þessar sakir meðal annars þykir íbúum Reykjavíkur vænt uffi sinn bæ og eru stoltir af þeirri mennmgarforustu, sem hann hefur tekið sór. En það á einnig að vera þjóðinni í heild vegsemd og skylda að búa sem bezt að höfuðstað sínum og skapa honum varanlega sóknaraðstöðu í baráttunni við kyrrstöðu og draugagang.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.