Helgafell - 01.12.1953, Síða 12

Helgafell - 01.12.1953, Síða 12
10 HELGAFELL regluna. Lýsing hennar á innræti og háttum íslendinga er þeim síður en svo til hróss. Við bjuggum í litlu, þokkalegu gistihúsi. Fæðið var fábreytt, enda varla við öðru að búast í svo hrjóstrugu landi, en norski bjórinn var afbragð og kaffið gott, en út í það var látin sauðamjólk. Tíminn var naumur, og hófum við' því fljótlega undirbúning ferðar- innar inn í landið. Gestgjafinn útvegaði okkur túlk, en hann tók svo á leigu hesta, hestadreng og tjald. Við lögðum af stað frá Reykjavík snermna morguns í blíðuveðri. Um nóttina gistum við á prestssetrinu Þingvöllum, skammt frá samnefndu stöðuvatni. Eftir nálega tveggja mílna ferð á fótinn námum við staðar og litum til baka. Mikils fara þeir á mis, sem nú á dögum ferðast í bíl eða á hjóli; þeim getur orðið jafnhættulegt að líta unr öxl og Orfeusi forðum, þótt sá verknaður hefni sín með nokkuð öðrunr hætti nú en í grísku goðsögninni. Héðan sást vítt yfir og margt var að skoða. Reykjanesskaginn, þar sem vitinn er, var lifandi eftirnrynd landslagsins á tunglinu, ef dænra nrá af myndunr bókarinnar „Um tunglið“ eftir Hasmyth og Carpenter. Þar var gígur við gíg, en flestir voru þeir litlir unr sig og grunnir, og blikaði á gígbarmana í sólskininu. í þessunr fjarska virtist skaginn líka jafn-lífvana og öræfi mánans, hvergi gróðurtó. Framundan blasti við hinn víðáttumikli Faxaflói og norð'an við hann frenrur lágur íjallgarður, senr smálækkaði niður að sjóndeildarhring, unz Snæfellsjökull reis í 4850 feta hæð lengst í vestri. Meira en helmingrrr þessa tignarlega eldfjalls er þakinn ís og snjó, en aflíð- andi hlíðar þess nrinna dálítið á hið fagra og heilaga fjall Japana, Fusijama. — Eftir nokkra stund héldunr við svo ferðinni áfranr. Ég komst brátt að raun unr, að klárinn nrinn var engin asaskepna. Honunr mun aftur á móti fljótlega liafa skilizt, að ég væri lítill hestamaður og einnig hitt, að ég gripi sjaldan til svipunnar, en legði því meiri áherzlu á fortölur. Fyrr kom þó, ef við' drógumst aftur úr, að hann tók allt í einu á rás og þótti nrér það hin bezta skemnrtun, ef framundan voru sléttar grundir, en líkaði nriður, ef skeiðvölluriirn var stórgrýttur og í honunr djúpir götuskorningar. Islenzku hestarnir eru nreð afbrigðum fótvissir, og' var okkur ráðlagt að leggja taunrana fram á nrakkann og láta klárana ráða, þegar við færunr upp og niður illfærar brekkur. Þeir kváðu jfnvel eiga það til að hreyfa sig hvergi, ef taka á af þeim ráðin. Þegar leið á daginn, þykknaði í lofti og fór að rigna, í fyrstu lítið eitt, en síðan gerði helliregn. Um kvöldið, þegar við stigum af baki á Þing- völlum, hneig ég niður. Eftir fyrsta daginn á hestbaki og rigninguna var ég annaðhvort of stirður eða nráttlaus til þess að geta staðið uppréttur. Á prestssetrinu voru engir gestir fyrir, svo að við fengunr gistingu, að öðrum kosti hefðunr við orðið að sofa í kirkjunni. Ekki var þarna um auðugan garð' að gresja, hvað mat áhrærði, og urðum við því að grípa til niðursoðna kjötsins, sem við höfðúnr nestað okk- ur nreð. Við spurðum prestskonuna, hvort hún ætti nokkuð í staupinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.